Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 22:44 Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Vigdís Finnbogadóttir segir forseta aldrei mega fara gegn meirihlutavilja Alþingis. samsett/vísir Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís. Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís.
Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira