„Eigum allir sameiginlegan draum að vilja sjá okkur með medalíuna um hálsinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2022 09:00 Janus Daði Smárason segist dreyma um að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. Getty/Sanjin Strukic Janus Daði Smárason verður hluti af íslenska landsliðinu þegar flautað verður til leiks á HM í handbolta þann 11. janúar næstkomandi. Janus hefur verið hluti af íslenska landsliðinu frá árinu 2017 og hann gerir sér grein fyrir þeim væntingum sem hvíla á liðinu á þessu móti. Þegar blaðamaður Vísis náði tali af Janusi var Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, ekki enn búinn að tilkynna hópinn sem fer á HM. Þrátt fyrir það gerði Janus fastlega ráð fyrir því að sjá nafn sitt á listanum yfir þá leikmenn sem væru á leið til Svíþjóðar í janúar. „Ég geng út frá því á meðan ég er heill. Það er farin að myndast mikil tilhlökkun og við erum eiginlega búnir að bíða frá því á síðasta stórmóti að fá að byrja þetta aftur. Það náttúrulega endaði eins og það endaði, kannski á smá skrýtnum nótum.“ „Að fara með landsliðinu er alltaf það skemmtilegasta sem maður gerir“ Janus Daði átti frábæra innkomu gegn Hollendingum á seinasta stórmóti.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Janus var ekki beint í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti þegar Ísland tók þátt á EM í janúar á þessu ári sem fram fór í Ungverjalandi og Slóvakíu. Janus nýtti sín tækifæri þó vel þar sem hann átti meðal annars frábæra innkomu gegn Hollendingum í riðlakeppninni, ásamt því að skora átta mörk gegn Norðmönnum er þjóðirnar mættust í leik um fimmta sæti mótsins. Sjá einnig: Tölfræðin á móti Hollandi: Ískaldur Janus Daði afþýddi frostið í sókninni Hann viðurkennir að það sé ekki alltaf það skemmtilegasta að sitja á bekknum, en býst þó ekki við því að fara í fýlu þó hann verði ekki í aðalhlutverki, enda sé samkeppnin um miðjumannsstöðuna hörð. „Það er ekkert það skemmtilegasta í heimi að sitja á bekknum og það er ekkert sem maður hugsar sér að maður verði bara að læra að finnast það skemmtilegt. Það verður aldrei skemmtilegt.“ „En að fara með landsliðinu er samt alltaf það skemmtilegasta sem maður gerir. Nú er maður orðinn það gamall að maður veit kannski betur og þetta er langt mót þar sem hver einasti leikur skiptir máli. Þannig þú þarft bara að vera tilbúinn að hjálpa þegar liðið þarf á þér að halda.“ „Gísli [Þorgeir Kristjánsson] er náttúrulega búinn að vera að spila frábærlega. Ætli hann sé ekki bara heitasti maðurinn í Þýskalandi í dag og á sama tíma er ég kannski bara að spila einhvern útileik á móti Sandnes eða eitthvað í tómri höll,“ sagði Janus og hló. „En ég get þá bara sinnt öðrum hlutum á meðan. Ég myndi aldrei líta á mig sem einhvern aukaleikara þegar við erum að fara á þessi mót. Það er mikill kostur að nú er þetta búið að vera svo til sami hópurinn í nokkuð mörg ár og við erum allir þokkalega öruggir og vel skólaðir með okkar hlutverk. Það eru allir tilbúnir að koma inn og gera sitt og róa í sömu átt.“ „Þetta getur líka gerst alveg ótrúlega hratt. Þú ert kannski ekki að spila neitt og svo allt í einu breytist eitthvað og þú ert farinn að spila ótrúlega mikið. Ég held að við séum líka bara með þannig hóp að við erum með ótrúlega marga sem geta komið með eitthvað að borðinu. Þetta snýst bara um að vera klár og dýfa sér svo bara í þetta með strákunum.“ Riðillinn snúinn Íslenska liðið verður með Ungverjalandi, Portúgal og Suður-Kóreu í D-riðli á HM í Póllandi og Svíþjóð sem hefst þann 11. janúar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Portúgal fimmtudaginn 12. janúar, en þrátt fyrir miklar væntingar íslensku þjóðarinnar fyrir mótið segir Janus riðilinn vera snúinn. „Jú hann er það. Undanfarin ár hefur þetta verið þannig að við höfum kannski verið að vonast eftir einhverjum góðum riðli, en það eru bara allir leikir erfiðir á svona mótum. Hvort sem það er á móti Portúgal eða Ungverjalandi eða einhverjum öðrum verr skipuðum liðum.“ „Við sáum það bara á seinasta móti þegar við vorum á móti Ungverjum sem voru á heimavelli að þú þarft hvort eð er að vinna öll þessi lið. Áður fyrr var maður kannski að pæla eitthvað í fá einhverja aðeins þægilegri leið til að ná okkar markmiðum þar sem við vorum kannski að stefna á topp átta.“ „En núna finnst okkur við bara vera með vel samkeppnishæft lið og þá þarftu bara að geta unnið hvaða lið sem er.“ „En svo gerist bara það sem gerist og ef við förum ekki upp úr þessum riðli þá eigum við hvort eð er ekkert skilið að fara eitthvað lengra.“ Janus í leik gegn Norðmönnum um fimmta sæti á EM í janúar. Hér er hann gegn verðandi liðsfélaga sínum hjá Kolstad, Sander Sagosen.Nikola Krstic/MB Media/Getty Images „Gaman að sjá að þetta skipti fólkinu heima miklu máli“ Spennan hjá íslensku þjóðinni er farin að magnast fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst eftir tæpar þrjár vikur og raunar er langt síðan spennan fyrir stórmóti var jafn mikil og nú. Í íslenska landsliðinu eru nokkrir af bestu handboltamönnum heims og margir sérfræðingar og stuðningsmenn liðsins gera kröfu um það að liðið fari í það minnsta í undanúrslit. Janus segir að hann og aðrir í liðinu finni klárlega fyrir áhuga þjóðarinnar, en vill þó ekki viðurkenna að leikmenn liðsins séu farnir að finna fyrir pressu. „Maður tekur alveg eftir öðruvísi trú á hópinn hjá fólkinu heima. Það er rosalega mikið jákvætt umtal, sem er náttúrulega frábært. En þetta hefur farið á alla vegu. Það hefur verið rosa góð stemning heima og gengið vel, en svo hefur líka verið rosa vond stemning og samt gengið vel. Svo hefur líka verið góð stemning og gengið hræðilega.“ „Þannig að þetta er held ég ekkert nýtt fyrir neinum. Svona er bara íþróttin. En auðvitað er það gaman að sjá að þetta skipti fólkinu heima miklu máli. Það er ógeðslega gaman að í janúar þá geti maður bara bjargað skammdeginu hjá fólki. Við erum nú bara að spila handbolta og það er frábært að geta verið að einbeita sér að því á fullu á meðan það er kannski bara stormur heima.“ Þá segir Janus að það sé líklega ekki tilviljun að spennan fyrir mótinu sé mikil, enda sé lengi búinn að vera stígandi í hópnum. „Þetta er búið að gerast hægt og rólega með alla stemninguna í kringum liðið myndi ég segja. Og að sama skapi eru náttúrulega fullt af leikmönnum í hópnum sem hafa verið að standa sig frábærlega í Evrópu undanfarið. Þannig að ég held að þetta sé bara holl þróun sem hefur fengið að gerast á nokkuð heilbrigðan hátt.“ Dreymir um medalíur en engin yfirlýst markmið En hver eru markmið liðsins á mótinu? „Við eigum það allir sameiginlegt að eiga þann draum að vilja ná alvöru árangri með landsliðinu og sjá okkur með medalíuna um hálsinn. Bara frá því að hafa alist upp við að horfa á Óla Stef og félaga. Ég held að það séu allir sammála um það.“ „Við hittumst náttúrulega ekkert fyrr en eftir jól og þá tökum við stöðuna. En við byrjuðum kannski á því í fyrr að byrja að leyfa okkur að dreyma. Við strákarnir ræðum þetta alltaf okkar á milli hvað þetta skiptir okkur miklu máli og hvað okkur finnst þetta geggjað.“ „En við erum ekkert komnir lengra en það hvað varðar markmiðasetningu. Við tökum bara stöðuna fyrir mót og hópum okkur saman.“ „Hef alltaf mjög mikla trú á sjálfum mér“ Þá segir Janus að hans persónulegu markmið á mótinu séu þau sömu og áður, að spila vel og hjálpa liðinu eins og hann getur. Hann sé þó hættur að setja of miklar kröfur á sjálfan sig og leyfir leiknum frekar að koma til sín en að fara fram úr sér. „Varðandi sjálfan mig þá er það nú sem betur fer þannig að ég hef alltaf mjög mikla trú á sjálfum mér. Fyrir mig er það bara þannig að ég tel mig geta spilað mjög vel, alveg sama á móti hverjum maður er að spila.“ „Þetta er orðið þannig að maður lætur þetta bara koma til sín. Ég er eiginlega hættur að pæla í þessu eins og áður þar sem maður ætlaði sér alltaf svo mikið. Þegar maður er með landsliðinu þá er það þannig að maður kemst í eitthvað „zone“ sem nær því besta fram í þér,“ sagði Janus. Janus sækir á vörn Hollendinga á EM í janúar.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Að lokum segir Janus að jólafríið verði nýtt vel í að vera með fjölskyldu og vinum áður en þetta stóra landsliðsverkefni tekur við. „Ég er að fá mömmu, stjúpfaðir og litla bróðir minn í heimsókn og við ætlum að eiga róleg og hugguleg jól hérna úti áður en maður fer heim í jólageðveikina. Það verður voða næs.“ „En svo er maður bara búinn að vera svolítið að bíða – sérstaklega eins og hérna þar sem er ekkert allt of mikið að gerast í deildinni – þá er maður bara búinn að vera að bíða eftir landsliðinu. Maður er alltaf með það á bak við eyrað,“ sagði Janus að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Um leið og fer að ganga illa sér maður úr hverju klúbburinn er gerður“ Janus Daði Smárason hóf sinn atvinnumannaferil í handbolta hjá danska stórliðinu Álaborg árið 2017. Hann varð danskur meistari í þrígang með liðinu áður en hann færði sig yfir til Göppingen í Þýskalandi, en í dag leikur hann með verðandi ofurliðinu Kolstad í Noregi. 25. desember 2022 20:00 Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“ Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum. 25. desember 2022 11:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þegar blaðamaður Vísis náði tali af Janusi var Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, ekki enn búinn að tilkynna hópinn sem fer á HM. Þrátt fyrir það gerði Janus fastlega ráð fyrir því að sjá nafn sitt á listanum yfir þá leikmenn sem væru á leið til Svíþjóðar í janúar. „Ég geng út frá því á meðan ég er heill. Það er farin að myndast mikil tilhlökkun og við erum eiginlega búnir að bíða frá því á síðasta stórmóti að fá að byrja þetta aftur. Það náttúrulega endaði eins og það endaði, kannski á smá skrýtnum nótum.“ „Að fara með landsliðinu er alltaf það skemmtilegasta sem maður gerir“ Janus Daði átti frábæra innkomu gegn Hollendingum á seinasta stórmóti.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Janus var ekki beint í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti þegar Ísland tók þátt á EM í janúar á þessu ári sem fram fór í Ungverjalandi og Slóvakíu. Janus nýtti sín tækifæri þó vel þar sem hann átti meðal annars frábæra innkomu gegn Hollendingum í riðlakeppninni, ásamt því að skora átta mörk gegn Norðmönnum er þjóðirnar mættust í leik um fimmta sæti mótsins. Sjá einnig: Tölfræðin á móti Hollandi: Ískaldur Janus Daði afþýddi frostið í sókninni Hann viðurkennir að það sé ekki alltaf það skemmtilegasta að sitja á bekknum, en býst þó ekki við því að fara í fýlu þó hann verði ekki í aðalhlutverki, enda sé samkeppnin um miðjumannsstöðuna hörð. „Það er ekkert það skemmtilegasta í heimi að sitja á bekknum og það er ekkert sem maður hugsar sér að maður verði bara að læra að finnast það skemmtilegt. Það verður aldrei skemmtilegt.“ „En að fara með landsliðinu er samt alltaf það skemmtilegasta sem maður gerir. Nú er maður orðinn það gamall að maður veit kannski betur og þetta er langt mót þar sem hver einasti leikur skiptir máli. Þannig þú þarft bara að vera tilbúinn að hjálpa þegar liðið þarf á þér að halda.“ „Gísli [Þorgeir Kristjánsson] er náttúrulega búinn að vera að spila frábærlega. Ætli hann sé ekki bara heitasti maðurinn í Þýskalandi í dag og á sama tíma er ég kannski bara að spila einhvern útileik á móti Sandnes eða eitthvað í tómri höll,“ sagði Janus og hló. „En ég get þá bara sinnt öðrum hlutum á meðan. Ég myndi aldrei líta á mig sem einhvern aukaleikara þegar við erum að fara á þessi mót. Það er mikill kostur að nú er þetta búið að vera svo til sami hópurinn í nokkuð mörg ár og við erum allir þokkalega öruggir og vel skólaðir með okkar hlutverk. Það eru allir tilbúnir að koma inn og gera sitt og róa í sömu átt.“ „Þetta getur líka gerst alveg ótrúlega hratt. Þú ert kannski ekki að spila neitt og svo allt í einu breytist eitthvað og þú ert farinn að spila ótrúlega mikið. Ég held að við séum líka bara með þannig hóp að við erum með ótrúlega marga sem geta komið með eitthvað að borðinu. Þetta snýst bara um að vera klár og dýfa sér svo bara í þetta með strákunum.“ Riðillinn snúinn Íslenska liðið verður með Ungverjalandi, Portúgal og Suður-Kóreu í D-riðli á HM í Póllandi og Svíþjóð sem hefst þann 11. janúar. Fyrsti leikur Íslands er gegn Portúgal fimmtudaginn 12. janúar, en þrátt fyrir miklar væntingar íslensku þjóðarinnar fyrir mótið segir Janus riðilinn vera snúinn. „Jú hann er það. Undanfarin ár hefur þetta verið þannig að við höfum kannski verið að vonast eftir einhverjum góðum riðli, en það eru bara allir leikir erfiðir á svona mótum. Hvort sem það er á móti Portúgal eða Ungverjalandi eða einhverjum öðrum verr skipuðum liðum.“ „Við sáum það bara á seinasta móti þegar við vorum á móti Ungverjum sem voru á heimavelli að þú þarft hvort eð er að vinna öll þessi lið. Áður fyrr var maður kannski að pæla eitthvað í fá einhverja aðeins þægilegri leið til að ná okkar markmiðum þar sem við vorum kannski að stefna á topp átta.“ „En núna finnst okkur við bara vera með vel samkeppnishæft lið og þá þarftu bara að geta unnið hvaða lið sem er.“ „En svo gerist bara það sem gerist og ef við förum ekki upp úr þessum riðli þá eigum við hvort eð er ekkert skilið að fara eitthvað lengra.“ Janus í leik gegn Norðmönnum um fimmta sæti á EM í janúar. Hér er hann gegn verðandi liðsfélaga sínum hjá Kolstad, Sander Sagosen.Nikola Krstic/MB Media/Getty Images „Gaman að sjá að þetta skipti fólkinu heima miklu máli“ Spennan hjá íslensku þjóðinni er farin að magnast fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst eftir tæpar þrjár vikur og raunar er langt síðan spennan fyrir stórmóti var jafn mikil og nú. Í íslenska landsliðinu eru nokkrir af bestu handboltamönnum heims og margir sérfræðingar og stuðningsmenn liðsins gera kröfu um það að liðið fari í það minnsta í undanúrslit. Janus segir að hann og aðrir í liðinu finni klárlega fyrir áhuga þjóðarinnar, en vill þó ekki viðurkenna að leikmenn liðsins séu farnir að finna fyrir pressu. „Maður tekur alveg eftir öðruvísi trú á hópinn hjá fólkinu heima. Það er rosalega mikið jákvætt umtal, sem er náttúrulega frábært. En þetta hefur farið á alla vegu. Það hefur verið rosa góð stemning heima og gengið vel, en svo hefur líka verið rosa vond stemning og samt gengið vel. Svo hefur líka verið góð stemning og gengið hræðilega.“ „Þannig að þetta er held ég ekkert nýtt fyrir neinum. Svona er bara íþróttin. En auðvitað er það gaman að sjá að þetta skipti fólkinu heima miklu máli. Það er ógeðslega gaman að í janúar þá geti maður bara bjargað skammdeginu hjá fólki. Við erum nú bara að spila handbolta og það er frábært að geta verið að einbeita sér að því á fullu á meðan það er kannski bara stormur heima.“ Þá segir Janus að það sé líklega ekki tilviljun að spennan fyrir mótinu sé mikil, enda sé lengi búinn að vera stígandi í hópnum. „Þetta er búið að gerast hægt og rólega með alla stemninguna í kringum liðið myndi ég segja. Og að sama skapi eru náttúrulega fullt af leikmönnum í hópnum sem hafa verið að standa sig frábærlega í Evrópu undanfarið. Þannig að ég held að þetta sé bara holl þróun sem hefur fengið að gerast á nokkuð heilbrigðan hátt.“ Dreymir um medalíur en engin yfirlýst markmið En hver eru markmið liðsins á mótinu? „Við eigum það allir sameiginlegt að eiga þann draum að vilja ná alvöru árangri með landsliðinu og sjá okkur með medalíuna um hálsinn. Bara frá því að hafa alist upp við að horfa á Óla Stef og félaga. Ég held að það séu allir sammála um það.“ „Við hittumst náttúrulega ekkert fyrr en eftir jól og þá tökum við stöðuna. En við byrjuðum kannski á því í fyrr að byrja að leyfa okkur að dreyma. Við strákarnir ræðum þetta alltaf okkar á milli hvað þetta skiptir okkur miklu máli og hvað okkur finnst þetta geggjað.“ „En við erum ekkert komnir lengra en það hvað varðar markmiðasetningu. Við tökum bara stöðuna fyrir mót og hópum okkur saman.“ „Hef alltaf mjög mikla trú á sjálfum mér“ Þá segir Janus að hans persónulegu markmið á mótinu séu þau sömu og áður, að spila vel og hjálpa liðinu eins og hann getur. Hann sé þó hættur að setja of miklar kröfur á sjálfan sig og leyfir leiknum frekar að koma til sín en að fara fram úr sér. „Varðandi sjálfan mig þá er það nú sem betur fer þannig að ég hef alltaf mjög mikla trú á sjálfum mér. Fyrir mig er það bara þannig að ég tel mig geta spilað mjög vel, alveg sama á móti hverjum maður er að spila.“ „Þetta er orðið þannig að maður lætur þetta bara koma til sín. Ég er eiginlega hættur að pæla í þessu eins og áður þar sem maður ætlaði sér alltaf svo mikið. Þegar maður er með landsliðinu þá er það þannig að maður kemst í eitthvað „zone“ sem nær því besta fram í þér,“ sagði Janus. Janus sækir á vörn Hollendinga á EM í janúar.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Að lokum segir Janus að jólafríið verði nýtt vel í að vera með fjölskyldu og vinum áður en þetta stóra landsliðsverkefni tekur við. „Ég er að fá mömmu, stjúpfaðir og litla bróðir minn í heimsókn og við ætlum að eiga róleg og hugguleg jól hérna úti áður en maður fer heim í jólageðveikina. Það verður voða næs.“ „En svo er maður bara búinn að vera svolítið að bíða – sérstaklega eins og hérna þar sem er ekkert allt of mikið að gerast í deildinni – þá er maður bara búinn að vera að bíða eftir landsliðinu. Maður er alltaf með það á bak við eyrað,“ sagði Janus að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Um leið og fer að ganga illa sér maður úr hverju klúbburinn er gerður“ Janus Daði Smárason hóf sinn atvinnumannaferil í handbolta hjá danska stórliðinu Álaborg árið 2017. Hann varð danskur meistari í þrígang með liðinu áður en hann færði sig yfir til Göppingen í Þýskalandi, en í dag leikur hann með verðandi ofurliðinu Kolstad í Noregi. 25. desember 2022 20:00 Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“ Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum. 25. desember 2022 11:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Um leið og fer að ganga illa sér maður úr hverju klúbburinn er gerður“ Janus Daði Smárason hóf sinn atvinnumannaferil í handbolta hjá danska stórliðinu Álaborg árið 2017. Hann varð danskur meistari í þrígang með liðinu áður en hann færði sig yfir til Göppingen í Þýskalandi, en í dag leikur hann með verðandi ofurliðinu Kolstad í Noregi. 25. desember 2022 20:00
Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“ Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum. 25. desember 2022 11:01
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti