Syngjandi jólalottó Spánverja Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. desember 2022 16:00 Angel Abaga og Alonso Davalos, nemendur við San Ildefonso skólann í Madrid, syngja númerið sem hlaut stærsta vinninginn í hinu árlega jólalottói Spánverja. Oscar Gonzalez/Getty Images Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna. Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Það er fátt sem sameinar Spánverja jafnmikið um hver jól og Jólalottóið. Jólalottóið er eitt elsta lottó heims, það var fyrst haldið árið 1812 og hefur verið haldið allar götur síðan, þann 22. desember. Allir spila Nær allir Spánverjar spila í jólalottóinu, hver Spánverji á að meðaltali þrjá og hálfan miða í jólalottóinu og eyðir 70 evrum í miðakaup. Hvar sem maður kemur er kveikt á sjónvarpinu og fólk fylgist með drættinum í beinni útsendingu spænska ríkissjónvarpsins. Útsending hefst klukkan 9 að morgni og stendur yfir í um það bil 6 klukkustundir. Drátturinn fer fram í Konunglega leikhúsinu í Madrid í þéttsetnum sal áhorfenda sem hafa beðið í biðröð fyrir utan leikhúsið frá því morgunninn áður, eða í rúman sólarhring, því einungis 600 komast inn og komast miklu færri að en vilja. Dagana fyrir útdráttinn eru dagblöðin sneisafull af alls kyns fréttum sem tengjast lottóinu, þú getur m.a.s. fengið yfirlit yfir þá sölustaði sem hafa oftast selt stóru vinningana. Syngjandi lottóútdráttur í sex klukkustundir Og lottódrátturinn er seremónía út af fyrir sig sem maður sér ekki í neinu öðru lottói. Allt frá árinu 1871 hafa nemendur frá San Ildefonso skólanum í Madrid séð um að syngja vinningsnúmerin og sömuleiðis upphæðina sem fellur á viðkomandi númer. Hér má sjá þegar nemendur syngja stóra vinninginn í ár. Þarna féll sá stóri þessi jólin, á miða númer 5.490. Fyrstu árin voru þetta munaðarlausir drengir sem sungu milljónirnar inn í hjörtu þjóðarinnar, en nú eru þetta venjulegir nemendur, strákar og, frá árinu 1984, líka stelpur. Stóri vinningurinn El Gordo, Sá feiti, getur fallið hvenær sem er, því eftir að númer hefur verið dregið úr tromlunni, er önnur kúla dregin úr annarri tromlu sem ákveður vinningsupphæðina. 1. vinningi fagnað í Madrid.Oscar Gonzalez/Getty Images Vinningar nema tæpum 400 milljörðum króna Sá feiti er 720 milljónir evra, andvirði rúmlega 100 milljarða íslenskra króna, en hann skiptist á milli 1.800 miðaeigenda, því hvert númer er 1.800 miðar. Hver vinningshafi hins Feita fær því andvirði rúmlega 60 milljóna króna í sinn hlut. Miðarnir 1.800 í hverju númeri eru yfirleitt seldir á sama svæðinu og því ríkir alltaf mikil spenna um hvaða bær eða borg hreppir það hnoss að eiga þann Feita á hverju ári. Allir fréttatímar allra útvarps- og sjónvarpsstöðva þann 22. desember hefjast á fréttum af lottóinu og svo er bein útsending frá bænum eða bæjunum þar sem sá Feiti hafnar hverju sinni. En það eru margir fleiri sem vinna peninga í jólalottói þeirra Spánverja, því vinningarnir nema alls tveimur og hálfum milljarði evra, andvirði 380 milljarða íslenskra króna.
Spánn Fjárhættuspil Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira