Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 11:01 Janus Daði Smárason gekk í raðir Kolstad í sumar. Markmið félagsins er að byggja upp stórveldi í evrópskum handbolta. Kolstad Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum. Janus fluttist til Noregs frá Þýskalandi þar sem hann lék með Göppingen seinustu tvö tímabil. Hann segir hafa gengið vel að koma sér fyrir og að það hjálpi að hafa annan Íslending í liðinu til að aðlagast svæðinu. „Það er mjög gott að búa hérna og allt það. Þetta tekur alltaf smá tíma að koma sér fyrir og flytja og svona. Þetta er alltaf í kringum hálft ár sem það tekur að koma sér fyrir í nýrri íbúð í nýjum bæ,“ sagði Janus Daði í samtali við Vísi. „En utan handboltans þrífst ég mjög vel. Þetta eru mjög fínir gaurar sem eru með mér í liðinu og svo er Sigvaldi [Björn Guðjónsson] náttúrulega hérna líka og það hjálpar að hafa kunnuglegt andlit með sér.“ Sigvaldi Björn Guðjónssongekk í raðir Kolstad á sama tíma og Janus.Kolstad Öðruvísi handbolti og minna leikjaálag Janus segir handboltann í Noregi þó öðruvísi en annars staðar sem hann hefur leikið. Norska deildin sé líkari þeirri íslensku að því leyti að mikið er af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki, og gæði deildarinnar því ekki jafn mikil og í Þýskalandi eða Danmörku. „Í handboltanum er þetta bara fínt. Þetta er aðeins öðruvísi en maður er vanur og gæðin í hópnum eru ekki alveg á sama stað og annars staðar þar sem ég hef verið. Við erum náttúrulega með mikið af ungum strákum og svo eru margir að koma á næsta ári líka þannig þetta er smá öðruvísi.“ „En annars er þetta fínt. Ég er núna búinn að geta æft samfleytt í tvo til þrjá mánuði. Það var orðið langt síðan ég gat það seinast út af öxlinni og svona þannig það er búið að vera stór plús.“ Þá sé leikjaálagið lítið, enda komst liðið ekki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Leikjaálagið er lítið og eiginlega næstum því ekki neitt. Þannig að maður getur æft vel.“ „Svo var bara ákveðið að reyna að búa til nýtt stórlið í Skandinavíu“ Janus og Sigvaldi voru fengnir til Kolstad fyrir tímabilið, ásamt markverðinum Torbjørn Bergerud frá GOG og Magnus Gullerud frá Magdeburg. Þá tók Christian Berge, fyrrum þjálfari norska landsliðsins, einnig við liðinu. Næsta sumar koma svo þeir Magnus Rød og Gøran Johannessen frá Flensburg ásamt norsku stórstjörnunni Sander Sagosen frá Kiel. „Upprunalega byrjar þetta þannig að þeir eru náttúrulega héðan þeir Sander Sagosen og Christian Berge. Þetta er klúbbur sem var bara í 2. deild 2012 eða eitthvað svoleiðis. Þetta er ekki klúbbur með neina sögu. Félagið er stofnað bara 1972 og núna undanfarin ár hafa þeir verið að bæta hægt og rólega við sig. Þeir eru með tiltölulega nýja höll, sem er reyndar ekkert rosalega stór, en svo eru þeir líka með Spektrum höllina sem var byggð fyrr EM 2020 og hún tekur níu þúsund manns.“ „Þannig að aðstaðan hérna er orðin mjög flott og svo var bara ákveðið að fara í það að reyna að búa til nýtt stórlið í Skandinavíu. Þá var byrjað á því að fara í að safna skandinavískum leikmönnum eins og hefur oft verið í toppliðunum í Þýskalandi.“ Leikmenn leiti út fyrir Þýskaland til að lengja ferilinn Þá segir Janus að það sé að færast í aukana að leikmenn leiti út fyrir Þýskaland. Gríðarlegt leikjaálag fylgi því að spila í toppliðum í bestu deild heims og það að leita annað geti lengt feril margra. „En ég held að þróunin sé bara svolítið svoleiðis eftir Covid í bland við það að þetta er orðin svolítil geðveiki þarna í Þýskalandi, með öll þessi stórmót, deildarleiki og Meistaradeildina og allt það, þá held ég að þetta bæti nokkuð mörgum árum á ferilinn hjá mörgum leikmönnum sem eru í efsta klassa. Þú sérð það bara að okkar maður Ásgeir (Örn Hallgrímsson) þarf að fara í mjaðmaskipti núna eftir ferilinn.“ Sjá einnig: Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti „En maður getur svo sem ekkert verið að kvarta. Maður er alinn upp með þessum gömlu jöskum í landsliðinu úr gullkynslóðinni okkar og þeir bara héldu kjafti og hlupu í gegnum veggi. Þannig maður má nú ekki væla of mikið.“ Draumurinn að vinna Meistaradeildina „En markmiðið hérna hjá Kolstad er að gera allt sem hægt er til að verða samkeppnishæft lið í Meistaradeildinni og lokamarkmiðið – draumurinn – er þá að vinna hana. En það hafa mörg lið farið svipaða leið og reynt að vinna Meistaradeildina í mörg ár og ekki náð því. Lið með sama fjármagn. En þeir voru heppnir hérna að ná að skaffa þessu fjármagni til að sækja þessa leikmenn og við erum núna bara á fyrsta stigi í þessu ferli.“ Þrátt fyrir að hafa ekki verið félag sem hefur verið að gera atlögu að norska meistaratitlinum seinustu ár segir Janus að félagið sé ekki að einblína á það að festa sig í sessi sem topplið í heimalandinu, heldur sé markmiðið í raun frekar að stökkva yfir það skref og gera sig frekar gildandi í Evrópukeppnum. „Já, í ár þurfum við að verða norskir meistarar og við vinnum alltaf deildina því mér finnst hin liðin vera búin að tapa of mörgum stigum nú þegar. En svo er úrslitakeppni um Noregsmeistaratitilinn eins og á Íslandi og þar er Meistaradeildarsæti í boði fyrir liðið sem vinnur hana. Það er kannski svona helsti kosturinn við það að vera með mesta fjármagnið í norsku deildinni að geta kannski hoppað yfir eitt skref.“ Glatað að detta út úr Evrópudeildinni en það hafur þó sína kosti Janus og félagar náðu ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið féll úr leik í seinustu umferð forkeppninnar eftir vítakastkeppni gegn spænska liðinu Bidasoa Irun. Janus segir það hafa verið glatað að falla úr leik, en sér þó björtu hliðarnar á því að vera ekki í neinni Evrópukeppni þetta árið. „En við erum ekki í Evrópukeppni í ár þar sem við duttum út úr forkeppninni í vító á móti Bidasoa Irun. Það var náttúrulega alveg glatað þegar það gerðist, en á móti kemur að þá getur maður núna æft mjög vel og verið í svaka standi fyrir janúar. En tímabilið verður þá þannig að maður fær ekki jafn mikið af skemmtilegum leikjum. Þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Þá ítrekar Janus að þrátt fyrir það að fáir hafi verið að gera kröfu um Evróputitil strax á fyrsta tímabili eftir að þetta metnaðarfulla verkefni var sett í gang, þá hafi það verið virkilega sárt að missa af sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Já, það var alveg glatað. Við vorum bara búnir að spila saman sem lið í rúman mánuð eða eitthvað og þá vorum við bara ekki komnir nógu langt. Við vorum bara ekki orðnir nógu góðir. En við vorum samt alltaf í séns á móti þessu liði, þetta spænska lið er ágætt. En ég held að ef þessi leikur hefði verið spilaður í dag þá hefði niðurstaðan líklega orðið önnur.“ Norski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Janus fluttist til Noregs frá Þýskalandi þar sem hann lék með Göppingen seinustu tvö tímabil. Hann segir hafa gengið vel að koma sér fyrir og að það hjálpi að hafa annan Íslending í liðinu til að aðlagast svæðinu. „Það er mjög gott að búa hérna og allt það. Þetta tekur alltaf smá tíma að koma sér fyrir og flytja og svona. Þetta er alltaf í kringum hálft ár sem það tekur að koma sér fyrir í nýrri íbúð í nýjum bæ,“ sagði Janus Daði í samtali við Vísi. „En utan handboltans þrífst ég mjög vel. Þetta eru mjög fínir gaurar sem eru með mér í liðinu og svo er Sigvaldi [Björn Guðjónsson] náttúrulega hérna líka og það hjálpar að hafa kunnuglegt andlit með sér.“ Sigvaldi Björn Guðjónssongekk í raðir Kolstad á sama tíma og Janus.Kolstad Öðruvísi handbolti og minna leikjaálag Janus segir handboltann í Noregi þó öðruvísi en annars staðar sem hann hefur leikið. Norska deildin sé líkari þeirri íslensku að því leyti að mikið er af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki, og gæði deildarinnar því ekki jafn mikil og í Þýskalandi eða Danmörku. „Í handboltanum er þetta bara fínt. Þetta er aðeins öðruvísi en maður er vanur og gæðin í hópnum eru ekki alveg á sama stað og annars staðar þar sem ég hef verið. Við erum náttúrulega með mikið af ungum strákum og svo eru margir að koma á næsta ári líka þannig þetta er smá öðruvísi.“ „En annars er þetta fínt. Ég er núna búinn að geta æft samfleytt í tvo til þrjá mánuði. Það var orðið langt síðan ég gat það seinast út af öxlinni og svona þannig það er búið að vera stór plús.“ Þá sé leikjaálagið lítið, enda komst liðið ekki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Leikjaálagið er lítið og eiginlega næstum því ekki neitt. Þannig að maður getur æft vel.“ „Svo var bara ákveðið að reyna að búa til nýtt stórlið í Skandinavíu“ Janus og Sigvaldi voru fengnir til Kolstad fyrir tímabilið, ásamt markverðinum Torbjørn Bergerud frá GOG og Magnus Gullerud frá Magdeburg. Þá tók Christian Berge, fyrrum þjálfari norska landsliðsins, einnig við liðinu. Næsta sumar koma svo þeir Magnus Rød og Gøran Johannessen frá Flensburg ásamt norsku stórstjörnunni Sander Sagosen frá Kiel. „Upprunalega byrjar þetta þannig að þeir eru náttúrulega héðan þeir Sander Sagosen og Christian Berge. Þetta er klúbbur sem var bara í 2. deild 2012 eða eitthvað svoleiðis. Þetta er ekki klúbbur með neina sögu. Félagið er stofnað bara 1972 og núna undanfarin ár hafa þeir verið að bæta hægt og rólega við sig. Þeir eru með tiltölulega nýja höll, sem er reyndar ekkert rosalega stór, en svo eru þeir líka með Spektrum höllina sem var byggð fyrr EM 2020 og hún tekur níu þúsund manns.“ „Þannig að aðstaðan hérna er orðin mjög flott og svo var bara ákveðið að fara í það að reyna að búa til nýtt stórlið í Skandinavíu. Þá var byrjað á því að fara í að safna skandinavískum leikmönnum eins og hefur oft verið í toppliðunum í Þýskalandi.“ Leikmenn leiti út fyrir Þýskaland til að lengja ferilinn Þá segir Janus að það sé að færast í aukana að leikmenn leiti út fyrir Þýskaland. Gríðarlegt leikjaálag fylgi því að spila í toppliðum í bestu deild heims og það að leita annað geti lengt feril margra. „En ég held að þróunin sé bara svolítið svoleiðis eftir Covid í bland við það að þetta er orðin svolítil geðveiki þarna í Þýskalandi, með öll þessi stórmót, deildarleiki og Meistaradeildina og allt það, þá held ég að þetta bæti nokkuð mörgum árum á ferilinn hjá mörgum leikmönnum sem eru í efsta klassa. Þú sérð það bara að okkar maður Ásgeir (Örn Hallgrímsson) þarf að fara í mjaðmaskipti núna eftir ferilinn.“ Sjá einnig: Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti „En maður getur svo sem ekkert verið að kvarta. Maður er alinn upp með þessum gömlu jöskum í landsliðinu úr gullkynslóðinni okkar og þeir bara héldu kjafti og hlupu í gegnum veggi. Þannig maður má nú ekki væla of mikið.“ Draumurinn að vinna Meistaradeildina „En markmiðið hérna hjá Kolstad er að gera allt sem hægt er til að verða samkeppnishæft lið í Meistaradeildinni og lokamarkmiðið – draumurinn – er þá að vinna hana. En það hafa mörg lið farið svipaða leið og reynt að vinna Meistaradeildina í mörg ár og ekki náð því. Lið með sama fjármagn. En þeir voru heppnir hérna að ná að skaffa þessu fjármagni til að sækja þessa leikmenn og við erum núna bara á fyrsta stigi í þessu ferli.“ Þrátt fyrir að hafa ekki verið félag sem hefur verið að gera atlögu að norska meistaratitlinum seinustu ár segir Janus að félagið sé ekki að einblína á það að festa sig í sessi sem topplið í heimalandinu, heldur sé markmiðið í raun frekar að stökkva yfir það skref og gera sig frekar gildandi í Evrópukeppnum. „Já, í ár þurfum við að verða norskir meistarar og við vinnum alltaf deildina því mér finnst hin liðin vera búin að tapa of mörgum stigum nú þegar. En svo er úrslitakeppni um Noregsmeistaratitilinn eins og á Íslandi og þar er Meistaradeildarsæti í boði fyrir liðið sem vinnur hana. Það er kannski svona helsti kosturinn við það að vera með mesta fjármagnið í norsku deildinni að geta kannski hoppað yfir eitt skref.“ Glatað að detta út úr Evrópudeildinni en það hafur þó sína kosti Janus og félagar náðu ekki að vinna sér inn sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið féll úr leik í seinustu umferð forkeppninnar eftir vítakastkeppni gegn spænska liðinu Bidasoa Irun. Janus segir það hafa verið glatað að falla úr leik, en sér þó björtu hliðarnar á því að vera ekki í neinni Evrópukeppni þetta árið. „En við erum ekki í Evrópukeppni í ár þar sem við duttum út úr forkeppninni í vító á móti Bidasoa Irun. Það var náttúrulega alveg glatað þegar það gerðist, en á móti kemur að þá getur maður núna æft mjög vel og verið í svaka standi fyrir janúar. En tímabilið verður þá þannig að maður fær ekki jafn mikið af skemmtilegum leikjum. Þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Þá ítrekar Janus að þrátt fyrir það að fáir hafi verið að gera kröfu um Evróputitil strax á fyrsta tímabili eftir að þetta metnaðarfulla verkefni var sett í gang, þá hafi það verið virkilega sárt að missa af sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Já, það var alveg glatað. Við vorum bara búnir að spila saman sem lið í rúman mánuð eða eitthvað og þá vorum við bara ekki komnir nógu langt. Við vorum bara ekki orðnir nógu góðir. En við vorum samt alltaf í séns á móti þessu liði, þetta spænska lið er ágætt. En ég held að ef þessi leikur hefði verið spilaður í dag þá hefði niðurstaðan líklega orðið önnur.“
Norski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira