Í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að reiknað sé með talsverðri snjókomu á köflum, að það verði blint og akstursskilyrði erfið.
Veðurstofan reiknar með austankalda eða strekkingi og víða snjókomu eða éljum á morgun, aðfangadag. Þó verða vestlægari áttir og úrkomulítið eystra.
#veður: Útlit fyrir snjókomu á Hellisheiði, Þrengslum og Suðurlandi austur að Eyjafjöllum í fyrramálið og fram á annað kvöld. Talsverð snjókoma á köflum, blint og erfið akstursskilyrði. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 23, 2022
„Áfram strekkingsaustanátt á jóladag og él í flestum landshlutum, en dregur heldur úr frosti.
Þeir sem hyggjast aka milli landshluta um jólahelgina ættu að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega áður en lagt er af stað. Hyggilegt er að gera ráð fyrir að færð geti versnað með skömmum fyrirvara,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.