Ný landsstjórn hyggst hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2022 22:11 Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi. Kringvarpið Ný landsstjórn Færeyja, sem tók við völdum í dag, hyggst styrkja sjálfstæði Færeyinga með því að draga úr þeim fjárhagsstuðningi sem þeir þiggja frá Dönum. Þá verða gjöld á sjávarútveg og fiskeldi hækkuð samhliða því sem sveitarfélög fá stærri hlut af atvinnuvegasköttum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá stjórnarskiptunum í Þórshöfn í dag. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi, kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Ruth verður fjármálaráðherra og Høgni utanríkis- og atvinnumálaráðherra í nýrri landsstjórn sem telst vera miðju- og vinstri stjórn. Síðar um morguninn, á fundi Lögþingsins, var Aksel kjörinn lögmaður Færeyja en þetta er í annað sinn sem hann gegnir þessu embætti. Eftir hádegi mættu ráðherrar nýju stjórnarinnar, klæddir hátíðarbúningi, í Þinganes, aðsetur landsstjórnarinnar, þar sem fráfarandi lögmaður, Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, afhenti þeim formlega lyklavöldin. Ný landsstjórn Færeyja í hátíðarklæðum. Níu ráðherrar, fimm karlar og fjórar konur, skipa stjórnina.Kringvarpið Upphaflega hugðust þau Aksel og Ruth mynda stjórn með Bárði og Sambandsflokknum en þær viðræður fóru út um þúfur vegna ágreinings um hvort stíga ætti skref til sjálfstæðis með því að gera Færeyinga óháðari fjárhagsstuðningi frá Dönum. Niðurstaða nýju samstarfsflokkanna var að ríkisframlögin frá Danmörku skyldu minnkuð um 25 milljónir danskra króna á ári, um 500 milljónir íslenskra króna, eða um samtals tvo milljarða íslenskra króna í áföngum á næstu fjórum árum. Það eru um 15 prósent af núverandi stuðningi. Þá náðu flokkarnir samkomulagi um það að hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi umtalsvert samhliða því sem sveitarfélög fá hlutdeild í hærri atvinnuvegasköttum, að því er fram kom í viðtali við Ruth Vang í Norðlýsið. Fjárhæðir hafa þó ekki verið nefndar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Danmörk Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá stjórnarskiptunum í Þórshöfn í dag. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, ásamt formönnum samstarfsflokkanna, þeim Ruth Vang frá Framsókn og Høgna Hoydal frá Þjóðveldi, kynntu stjórnarsáttmálann í morgun. Ruth verður fjármálaráðherra og Høgni utanríkis- og atvinnumálaráðherra í nýrri landsstjórn sem telst vera miðju- og vinstri stjórn. Síðar um morguninn, á fundi Lögþingsins, var Aksel kjörinn lögmaður Færeyja en þetta er í annað sinn sem hann gegnir þessu embætti. Eftir hádegi mættu ráðherrar nýju stjórnarinnar, klæddir hátíðarbúningi, í Þinganes, aðsetur landsstjórnarinnar, þar sem fráfarandi lögmaður, Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, afhenti þeim formlega lyklavöldin. Ný landsstjórn Færeyja í hátíðarklæðum. Níu ráðherrar, fimm karlar og fjórar konur, skipa stjórnina.Kringvarpið Upphaflega hugðust þau Aksel og Ruth mynda stjórn með Bárði og Sambandsflokknum en þær viðræður fóru út um þúfur vegna ágreinings um hvort stíga ætti skref til sjálfstæðis með því að gera Færeyinga óháðari fjárhagsstuðningi frá Dönum. Niðurstaða nýju samstarfsflokkanna var að ríkisframlögin frá Danmörku skyldu minnkuð um 25 milljónir danskra króna á ári, um 500 milljónir íslenskra króna, eða um samtals tvo milljarða íslenskra króna í áföngum á næstu fjórum árum. Það eru um 15 prósent af núverandi stuðningi. Þá náðu flokkarnir samkomulagi um það að hækka gjöld á sjávarútveg og fiskeldi umtalsvert samhliða því sem sveitarfélög fá hlutdeild í hærri atvinnuvegasköttum, að því er fram kom í viðtali við Ruth Vang í Norðlýsið. Fjárhæðir hafa þó ekki verið nefndar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Danmörk Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41 Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53 Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Aksel V. Johannesen tekinn við sem lögmaður Færeyja Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var kjörinn nýr lögmaður Færeyja á fundi Lögþingsins í Þórshöfn, sem hófst klukkan tíu í morgun. Fyrr um morguninn hafði Aksel ásamt formönnum hinna samstarfsflokkanna, þeim Høgna Hoydal frá Þjóðveldi og Ruth Vang frá Framsókn, kynnt samstarfssáttmála á blaðamannafundi. 22. desember 2022 11:41
Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21. desember 2022 09:53
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00