Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 13:53 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Frá þessu segir á vef Landspítala. Þar segir að umsóknarferlið hafi farið þannig fram að innsend umsóknargögn hafi verið metin og út frá þeim hafi tveir til fimm einstaklingar verið boðaðir í viðtal fyrir hvert starf. „Að því mati loknu var tekin ákvörðun um að óska eftir frekari kynningu á framtíðarsýn og áformum fyrstu 100 dagana í starfi frá umsækjendum um nokkur starfanna. Loks var haft samband við umsagnaraðila og að því búnu var heildstætt mat lagt á hæfni umsækjenda um hvert starf. Reynt var að hraða ferli ráðninga eins og mögulegt var án þess að það kæmi niður á gæðum ferlisins. Ekki hefur reynst unnt að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra skurðlækningaþjónustu og skurðstofu og gjörgæsluþjónustu. Í ljósi þess hefur sú ákvörðun verið tekin að fela reyndum aðila innan sviðsins starf framkvæmdastjóra tímabundið.“ Már Kristjánsson verður framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu.Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala verður skipuð eftirtöldum aðilum frá og með 1. janúar 2023. Runólfur Pálsson, forstjóri Framkvæmdastjórar klínískra sviða: Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu Kári Hreinsson, framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu (ráðinn tímabundið) Dögg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu Guðný Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar og þróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu.Vísir/Arnar Framkvæmdastjórar stoðsviða: Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga (ráðinn tímabundið vegna fjarveru Ólafs Baldurssonar) Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar Loks hefur Þórunn Oddný Steinsdóttir verið ráðin í starf skrifstofustjóra á skrifstofu forstjóra. Haft er eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala, að niðurstaða ferlisins sé sú að hann hafi valið framkvæmdastjórn sem hann telji búa yfir mikilli þekkingu á starfsemi spítalans og færni til að mæta þeim áskorunum sem framundan séu, auk þess að hafa til að bera skýra sýn og metnaðarfullar áætlanir um framþróun spítalans hvort sem er á sviði klínískrar þjónustu, menntunar, vísindastarfs eða rekstrar. „Ráðningarferlið hefur í mínum huga varpað ljósi á einstakan metnað umsækjenda og áhuga fyrir óeigingjörnu starfi í þágu Landspítala. Fyrir það er ég afar þakklátur og fullur bjartsýni þegar horft er til framtíðar,“ segir Runólfur. Nýtt skipurit spítalans var kynnt í lok október síðastliðinn. Landspítalinn Vistaskipti Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Frá þessu segir á vef Landspítala. Þar segir að umsóknarferlið hafi farið þannig fram að innsend umsóknargögn hafi verið metin og út frá þeim hafi tveir til fimm einstaklingar verið boðaðir í viðtal fyrir hvert starf. „Að því mati loknu var tekin ákvörðun um að óska eftir frekari kynningu á framtíðarsýn og áformum fyrstu 100 dagana í starfi frá umsækjendum um nokkur starfanna. Loks var haft samband við umsagnaraðila og að því búnu var heildstætt mat lagt á hæfni umsækjenda um hvert starf. Reynt var að hraða ferli ráðninga eins og mögulegt var án þess að það kæmi niður á gæðum ferlisins. Ekki hefur reynst unnt að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra skurðlækningaþjónustu og skurðstofu og gjörgæsluþjónustu. Í ljósi þess hefur sú ákvörðun verið tekin að fela reyndum aðila innan sviðsins starf framkvæmdastjóra tímabundið.“ Már Kristjánsson verður framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu.Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala verður skipuð eftirtöldum aðilum frá og með 1. janúar 2023. Runólfur Pálsson, forstjóri Framkvæmdastjórar klínískra sviða: Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu Kári Hreinsson, framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu (ráðinn tímabundið) Dögg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu Guðný Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar og þróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu.Vísir/Arnar Framkvæmdastjórar stoðsviða: Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga (ráðinn tímabundið vegna fjarveru Ólafs Baldurssonar) Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar Loks hefur Þórunn Oddný Steinsdóttir verið ráðin í starf skrifstofustjóra á skrifstofu forstjóra. Haft er eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala, að niðurstaða ferlisins sé sú að hann hafi valið framkvæmdastjórn sem hann telji búa yfir mikilli þekkingu á starfsemi spítalans og færni til að mæta þeim áskorunum sem framundan séu, auk þess að hafa til að bera skýra sýn og metnaðarfullar áætlanir um framþróun spítalans hvort sem er á sviði klínískrar þjónustu, menntunar, vísindastarfs eða rekstrar. „Ráðningarferlið hefur í mínum huga varpað ljósi á einstakan metnað umsækjenda og áhuga fyrir óeigingjörnu starfi í þágu Landspítala. Fyrir það er ég afar þakklátur og fullur bjartsýni þegar horft er til framtíðar,“ segir Runólfur. Nýtt skipurit spítalans var kynnt í lok október síðastliðinn.
Landspítalinn Vistaskipti Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04