Paddy's fær að heita Paddy's Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 18:31 Héraðsdómur Reykjaness hefur gefið grænt ljós á notkun nafnsins Paddy's. Vísir/Vilhelm/Samsett Barinn Paddy's beach pub í Keflavík þarf ekki að hætta notkun nafnsins Paddy's. Eigandi hins sáluga Paddy's irish pub, sem rekinn var í sama húsnæði, höfðaði dómsmál til að krefjast þess að notkun nafnsins yrði hætt. Málsatvik voru þau írski barinn Paddy's irish pub var rekinn á Hafnargötu 38 í Keflavík á árunum 2009 til loka árs 2014 eða byrjunar 2015. Eftir að staðnum var lokað opnaði annar veitingamaður íþróttabarinn Paddy's beach pub í sama húsnæði. Húsnæðið keypti nýji eigandinn af Þróunarsjóði Reykjanesbæjar eftir að sá fyrri fór í þrot. Áður en bú eiganda fyrri staðarins fór í þrot höfðu málsaðilar rætt um sölu á rekstri Paddy's irish pub. Þá keypti eigandi Paddy's beach pub allt innbú úr þrotabúi fyrri staðarins. Sótti um skráningu myndmerkis Eigandi Paddy's irish pub sótti um og fékk samþykkt skráningu orð- og myndmerkisins PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK hjá Einkaleyfastofu, sem nú heitir Hugverkastofa. Þetta er hið umþrætta orð- og myndmerki.Hugverkastofa Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er merkinu lýst á eftirfarandi hátt: teikning af grænklæddum álfi, með rautt hár og rautt skegg og grænan hatt sem fjögurra blaða smári stendur upp úr. Í annarri hendi heldur álfurinn á ölkrús og í hinni heldur hann á skilti sem á er letrað PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK með ógreinilegum hástöfum. Með vísan til skráningar þessa orð- og myndmerkis taldi eigandinn að eigandi íþróttabarsins mætti ekki nota heitið Paddy's. Eigandi Paddy's beach pub vísaði aftur á móti til þess að merkið hafi aldrei verið tekið til notkunar og því fallið úr gildi. Hjá Hugverkastofu liggur fyrir krafa hans um niðurfellingu skráningar merkisins. Það er í bið vegna reksturs dómsmálsins. Eina líkingin „Paddy's“ og „pub“ Í niðurstöðukafla dómsins er merki Paddy's beach pub lýst. „Samkvæmt framlögðum gögnum er um að ræða bleikan ferhyrning sem orðið PADDY'S er letrað á í bláum lit með sérkennandi letri í lágstöfum og undir það orðin BEACH PUB í grænbláum lit með hefðbundnu letri í hástöfum. Á hinum bleika ferhyrnda grunni aftan viðorðið PADDY'S mótar fyrir pálmatré, konu að leika blak og fleiri ógreinilegum myndum í örlítið dekkri bleikum lit. Þá er einnig í löngu máli farið yfir útlit staðarins í heild. Mat dómsins er að engin líkindi séu með merki Paddy's beach pub og skráða merki Paddy's irish pub. Eina líkingin sem sé með umræddum táknum sé að þau innihalda öll orðin „paddy's“ ýmist með eða án úrfellingarmerkis og „pub“. Að mati dómsins uppfylla þessi orð í skráðu vörumerki, hvorki saman né hvert fyrir sig, kröfur laga um vörumerki til skráningar í vörumerkjaskrá enda hafi þau ekki til að bera nægjanlegt sérkenni í tengslum við þá þjónustu sem þau eru skráð fyrir og gefa tegund hennar afdráttarlaust til kynna. Með vísan til þess, meðal annars, var það mat dómsins að notkun heitisins Paddy's og merkinga á húsnæðinu feli ekki í sér brot á vörumerkjarétti. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Málsatvik voru þau írski barinn Paddy's irish pub var rekinn á Hafnargötu 38 í Keflavík á árunum 2009 til loka árs 2014 eða byrjunar 2015. Eftir að staðnum var lokað opnaði annar veitingamaður íþróttabarinn Paddy's beach pub í sama húsnæði. Húsnæðið keypti nýji eigandinn af Þróunarsjóði Reykjanesbæjar eftir að sá fyrri fór í þrot. Áður en bú eiganda fyrri staðarins fór í þrot höfðu málsaðilar rætt um sölu á rekstri Paddy's irish pub. Þá keypti eigandi Paddy's beach pub allt innbú úr þrotabúi fyrri staðarins. Sótti um skráningu myndmerkis Eigandi Paddy's irish pub sótti um og fékk samþykkt skráningu orð- og myndmerkisins PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK hjá Einkaleyfastofu, sem nú heitir Hugverkastofa. Þetta er hið umþrætta orð- og myndmerki.Hugverkastofa Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er merkinu lýst á eftirfarandi hátt: teikning af grænklæddum álfi, með rautt hár og rautt skegg og grænan hatt sem fjögurra blaða smári stendur upp úr. Í annarri hendi heldur álfurinn á ölkrús og í hinni heldur hann á skilti sem á er letrað PADDYS IRISH PUB KEFLAVÍK með ógreinilegum hástöfum. Með vísan til skráningar þessa orð- og myndmerkis taldi eigandinn að eigandi íþróttabarsins mætti ekki nota heitið Paddy's. Eigandi Paddy's beach pub vísaði aftur á móti til þess að merkið hafi aldrei verið tekið til notkunar og því fallið úr gildi. Hjá Hugverkastofu liggur fyrir krafa hans um niðurfellingu skráningar merkisins. Það er í bið vegna reksturs dómsmálsins. Eina líkingin „Paddy's“ og „pub“ Í niðurstöðukafla dómsins er merki Paddy's beach pub lýst. „Samkvæmt framlögðum gögnum er um að ræða bleikan ferhyrning sem orðið PADDY'S er letrað á í bláum lit með sérkennandi letri í lágstöfum og undir það orðin BEACH PUB í grænbláum lit með hefðbundnu letri í hástöfum. Á hinum bleika ferhyrnda grunni aftan viðorðið PADDY'S mótar fyrir pálmatré, konu að leika blak og fleiri ógreinilegum myndum í örlítið dekkri bleikum lit. Þá er einnig í löngu máli farið yfir útlit staðarins í heild. Mat dómsins er að engin líkindi séu með merki Paddy's beach pub og skráða merki Paddy's irish pub. Eina líkingin sem sé með umræddum táknum sé að þau innihalda öll orðin „paddy's“ ýmist með eða án úrfellingarmerkis og „pub“. Að mati dómsins uppfylla þessi orð í skráðu vörumerki, hvorki saman né hvert fyrir sig, kröfur laga um vörumerki til skráningar í vörumerkjaskrá enda hafi þau ekki til að bera nægjanlegt sérkenni í tengslum við þá þjónustu sem þau eru skráð fyrir og gefa tegund hennar afdráttarlaust til kynna. Með vísan til þess, meðal annars, var það mat dómsins að notkun heitisins Paddy's og merkinga á húsnæðinu feli ekki í sér brot á vörumerkjarétti. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira