Jólin eru hátíð barnanna Helga Þóra Helgadóttir skrifar 22. desember 2022 12:00 ‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
‘Jólin eru hátíð barnanna’ er hugtak sem ég tengdi lítið við þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þegar hún var ekki orðin tveggja ára skildu leiðir mín og pabba hennar. Tilveran fyrir „skilnaðarbarn” er ekki einföld. Tvö heimili, tvær fjölskyldur, tengslabrýr til þess að mynda upp á nýtt í hverri viku og síðan rjúfa þær í þeirri næstu. Færa sínar stoðir og traust á milli einstaklinga. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og stórt verkefni fyrir lítið barn. Lítil orð eins og ég sakna þín geta verið skaðleg fyrir barn í þessum aðstæðum að heyra. Það stimplar inn samviskubiti hjá þeim að láta foreldrið hafa gengið í gegnum söknuð af því þau voru ekki hjá þeim, semsagt þeim að kenna. Sama gildir um endalaus símtöl til og frá, það hefur áhrif á tengslabrúnna sem þau þurfa að mynda sér við sitthvort foreldrið. Sérstaklega á yngri árum þegar þau hafa ekki enn fullkomin skilning á þessu. Það getur gert verra frekar enn betra. Það er margt í þessu ferli sem krefst lærdóms foreldra og við barnsfaðir minn höfum lukkulega verið samstíga frá degi eitt. Það vorum við sem ákváðum að slíta sambandi, ekki barnið okkar. Það er því okkar verkefni að gera hennar tilveru í flóknum aðstæðum sem besta. Jól og áramót geta verið erfiður tími fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum. Litla ljósið mitt er núna komin til kanarý með pabba sínum og hans stórfjölskyldu yfir jól og áramót. Hversu dásamlegt fyrir hana að upplifa? Ég mun líklega gráta úr mér augun á aðfangadag enn það er ekki hennar mál. Alveg eins þegar hún fór, ég rétt hélt niðri tárunum þangað til hún fór útum hurðina. Mín sorg og söknuður er ekki fyrir hana að hafa á samviskunni. Hvað þá þegar hún er á leiðinni í drauma sólarlandaferð með yndislegri föðurfjölskyldunni sinni. Við pabbi hennar erum ekki heppinn með okkar samvinnu og samstöðu í dag. Við höfum þurft að vinna fyrir henni, lesa okkur til, læra og ræða mikið saman til þess að skapa okkur öllum þetta umhverfi. Það má vera að við höfum ágæta tilfinningagreind enn samskipti og samvinna skipta bara öllu máli, barnsins vegna. Við erum einungis sammála um eitt og það er koma barninu okkar til manns og veita henni áhyggjulausa tilveru í þessu öllu saman. Ég myndi í grunninn halda að það væri markmið allra foreldra. Jólin eru hátíð barnanna, þau eru vansvefta af spenning yfir öllu þessu ævintýri. Leyfum þeim að eiga þessa gleði óspillta. Án samviskubits eða áhyggjum foreldra sinna, hvort þau verði ein og án þeirra. Þau eiga ekki að hafa neitt slíkt á samviskunni. Hugsum um þau og vöndum okkur, í einu og öllu. Stöndum saman þó við séum í sundur. Gleðileg jól! Höfundur er móðir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar