Deildu um „vinnuleti“ þegar tillaga um að fella niður borgarstjórnfund var felld Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 10:52 Fyrstu fundur borgarstjórnar Reykjavíkur verður 3. janúar eftir að þrír fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðust gegn því að hann yrði felldur niður. Vísir/Vilhelm Umræður um „vinnuleti“ spruttu upp í borgarstjórn Reykjavíkur þegar þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögu forsætisnefndar um að fella niður borgarstjórnarfund sem er á dagskrá á þriðja degi nýs árs. Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag greiddi meirihluti borgarfulltrúa atkvæði með tillögunni um að fella fundinn 3. janúar niður, en þar sem samþykkja þarf slíka tillögu mótatkvæðalaust til að hún nái fram að ganga, er ljóst að af fundinum verður. „Vandséð er að virða þurfi borgarfulltrúum það til vorkunnar, þótt þeir mæti til vinnu þriðjudaginn 3. janúar eins og annað launafólk,“ segir í bókun Sjálfstæðismannanna Kjartans Magnússonar, Jórunnar Pálu Jónasdóttur og Þorkels Sigurlaugssonar. Undirbúningurinn, rauðir dagar og jólafrí Borgarfulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn gáfu þó lítið fyrir orð Sjálfstæðismannanna og segja í gagnbókun að það sé „ómaklegt“ og „undarlegt“ að borgarfulltrúarnir þrír fullyrði að borgarfulltrúar meirihlutans „vorkenni“ sjálfum sér að þurfa að mæta á fund. „Tillagan um að fella niður þennan borgarstjórnarfund tekur mið af starfsaðstæðum þess starfsfólks sem undirbýr borgarstjórnarfundinn. Að jafnaði tekur um tvo daga að undirbúa borgarstjórnarfund enda þarf að senda út gögn fundarins með tveggja daga fyrirvara. Með þessari ákvörðun er reynt að horfa til þess að sú undirbúningsvinna lendi ekki á rauðum dögum eða inni í jólafríum. Það er ómaklegt af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að saka borgarfulltrúa um vinnuleti að vilja líta til þessara sjónarmiða um vinnuaðstæður starfsfólks og fulltrúum Sjálfstæðisflokks til minnkunar að gefa sér að slíkt liggi að baki,“ segir í gagnbókuninni. Borgarfulltrúi beitt þrýstingi Í enn einni bókuninni segja svo Kjartan, Jórunn Pála og Þorkell að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi reynt að beita þau þrýstingi í því skyni að knýja fram að borgarstjórnarfundur 3. janúar félli niður. „Hins vegar hafa nokkrir borgarfulltrúar beitt þrýstingi í þessu skyni,“ segja þau Kjartan, Jórunn og Þorkell. Sextán borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Viðreisnar, Flokks fólksins og Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni um að fresta fundi 3. janúar. Sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon, Þorkell Sigurlaugsson og Jórunn Pála Jónasdóttir greiddu atkvæði gegn, en þau Friðjón R. Friðjónsson, Sandra Hlíf Ocares og Birna Hafstein sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í 14. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn sé heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira