Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að ekki hefði þurft að loka Reykjanesbraut í svo langan tíma. Tveggja daga lokun sé óásættanleg. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. „Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira