Formaður Þjóðarflokksins sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 11:51 Morten Messerschmidt með spúsu sinni þegar málið gegn honum var tekið fyrir í Frederiksberg í síðasta mánuði. Vísir/EPA Dómstóll í Danmörku sýknaði Morten Messerschmidt, formann Þjóðarflokksins, af ákæru um misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Upphaflega var Messerschmidt sakfelldur en sá dómur var ógiltur og málið tekið fyrir aftur. Evrópuskrifstofan um aðgerðir gegn svikum, eftirlitsstofnun fyrir fjárveitingar Evrópusambandsins, komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðarflokkurinn og ítalskir og grískir flokkar í svonefndum MELD-þingflokki þjóðernisíhaldsmanna á Evrópuþinginu hefðu misnotað fjármuni sem þeir fengu frá sambandinu árið 2019. Danskir fjölmiðlar sögðu fyrst frá meintum brotum Þjóðarflokksins þremur árum fyrr. Messerschmidt var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og misferli með ESB-fé í fyrra. Hann var forseti MELD-þingflokksins frá 2014 til 2015. Honum var gefið að sök að hafa notað hundrað þúsund danskar krónur sem áttu að fara í kynningu á ESB í sumarfagnað fyrir Þjóðarflokkinn árið 2015. Sá dómur var ógiltur vegna hagsmunaáreksturs dómara. Ákveðið var að málið skyldi tekið fyrir aftur. Messerschmidt var sýknaður þar sem dómurinn taldi að ekki væri hægt að útiloka að flokkurinn hafi einnig haldið ráðstefnu um ESB í tengslum við sumarfagnaðinn, að sögn danska ríkisútvarpsins. Byggði það meðal annars á upptöku þar sem Messerschmidt heyrðist ræða um skipulagningu sumarfundarins og vísa til þess að hafa tekið þátt í ráðstefnu á vegum Evrópuþingflokksins. Messerschmidt, sem nú er formaður Þjóðarflokksins, sagði blaðamönnum að hann væri feginn að vera laus við mál sem hafi varpað skugga á hann og flokkinn í sjö ár. Saksóknarar hafa ekki ákveðið hvort að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar. Fyrrverandi starfsmaður Messerschmidt hjá Evrópuþingflokknum var einnig sýknaður af ákæru um skjalafals í málinu. Danmörk Evrópusambandið Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Evrópuskrifstofan um aðgerðir gegn svikum, eftirlitsstofnun fyrir fjárveitingar Evrópusambandsins, komst að þeirri niðurstöðu að Þjóðarflokkurinn og ítalskir og grískir flokkar í svonefndum MELD-þingflokki þjóðernisíhaldsmanna á Evrópuþinginu hefðu misnotað fjármuni sem þeir fengu frá sambandinu árið 2019. Danskir fjölmiðlar sögðu fyrst frá meintum brotum Þjóðarflokksins þremur árum fyrr. Messerschmidt var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og misferli með ESB-fé í fyrra. Hann var forseti MELD-þingflokksins frá 2014 til 2015. Honum var gefið að sök að hafa notað hundrað þúsund danskar krónur sem áttu að fara í kynningu á ESB í sumarfagnað fyrir Þjóðarflokkinn árið 2015. Sá dómur var ógiltur vegna hagsmunaáreksturs dómara. Ákveðið var að málið skyldi tekið fyrir aftur. Messerschmidt var sýknaður þar sem dómurinn taldi að ekki væri hægt að útiloka að flokkurinn hafi einnig haldið ráðstefnu um ESB í tengslum við sumarfagnaðinn, að sögn danska ríkisútvarpsins. Byggði það meðal annars á upptöku þar sem Messerschmidt heyrðist ræða um skipulagningu sumarfundarins og vísa til þess að hafa tekið þátt í ráðstefnu á vegum Evrópuþingflokksins. Messerschmidt, sem nú er formaður Þjóðarflokksins, sagði blaðamönnum að hann væri feginn að vera laus við mál sem hafi varpað skugga á hann og flokkinn í sjö ár. Saksóknarar hafa ekki ákveðið hvort að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar. Fyrrverandi starfsmaður Messerschmidt hjá Evrópuþingflokknum var einnig sýknaður af ákæru um skjalafals í málinu.
Danmörk Evrópusambandið Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira