Landsliðsfólk borgar svo leikirnir fáist sýndir á RÚV Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 10:31 Úr landsleik blaklandsliðs Íslands við Belgíu. Vísir/Vilhelm Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir fréttaflutning villandi um kostnað landsliðsfólks í blaki af útsendingum RÚV frá landsleikjum. Afreksfólk í greininni þarf hins vegar að standa straum af eigin afrekum, og útsendingakostnaður RÚV fellur undir það. Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Greint var frá því á Mbl.is í gær að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund krónur hvert vegna útsendinga RÚV frá leikjum landsliðanna í blaki. Það var haft eftir Jónu Margréti Arnarsdóttur í hlaðvarpinu Mín skoðun með Valtý Birni Valtýssyni. Jóna Margrét greindi enn fremur frá því að landsliðsfólk þyrfti að verða af tekjum til að taka þátt í landsliðsstarfi. Hún, sem er búsett á Akureyri, hafi sjálf þurft að finna sér húsnæði í Reykjavík á meðan landsliðsæfingum stóð í höfuðstaðnum, á eigin kostnað. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands.vísir/s2s Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, segir í samtali við Vísi að fréttaflutningur gærdagsins sé villandi. „Þetta er röng fyrirsögn,“ segir Grétar og vísar til fyrirsagnarinnar á frétt gærdagsins, Landsliðsfólk þarf að greiða vegna útsendinga RÚV. „RÚV er ekki að senda neina reikninga á landsliðsfólk,“ segir hann. Kostnaður landsliðsfólks í blaki sé sannarlega mikill til að taka þátt í starfinu en villandi sé að greina frá því að mesta kvöðin sé vegna útsendinga RÚV og landsliðsfólk greiði allan þann kostnað. „Það eru reglur um útsendingar, gæði og stærð, fjölda véla og fleira sem kemur frá Blaksambandi Evrópu,“ segir hann um landsliðsverkefnin. Ísland geti ekki tekið þátt án þess að uppfylla þær kröfur og þar komi RÚV inn í myndina sem sá aðili sem heldur utan um útsendingarnar. Því miður greiðir afreksmaðurinn fyrir eigið afrek „Blaksambandið sendir reikning fyrir útlögðum kostnaði í afreksstarfi. Því miður þarf afreksmaðurinn í raun að greiða fyrir sitt afrek,“ segir Grétar. Sá kostnaður sé mikill og blaksambandið þurfi sannarlega að greiða fyrir útsendingar RÚV, en það er aðeins hluti kostnaðar sem fylgi afreksstarfinu. Hann segir sambandið gera sitt besta til að koma til móts við landsliðsfólkið en umhverfið sé þannig að því miður þurfi landsliðsfólk að greiða sinn skerf. Kostnaður af útsendingum RÚV fellur því, að hluta til, á landsliðsfólk í blaki. „En landsliðsfólkið er ekki að greiða allan kostnaðinn, Blaksambandið ber þar stóran hluta. En til þess að taka þátt í verkefni af þessari stærðargráðu þarf landsliðsfólkið að taka þátt í kostnaði,“ segir Grétar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira