Skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 11:04 Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira