Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 07:51 Flugvél Hawaiin Airlines, af samskonar gerð og þeirri sem lenti í hinni miklu ókyrrð. Fabrizio Gandolfo/SOPA Images/LighRocket via Getty Images) Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega. Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira