Pólverjar um þriðjungur útskriftarnema frá Fisktækniskólanum Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2022 20:45 Fisktækniskóli Íslands hefur útskrifað um 600 nemendur á tíu árum. Hér sjást hluti kennara og þeirra 56 sem útskrifuðust af fimm brautum skólans á fimmtudag. Sumir nemenda voru að vinna og komust ekki við útskriftina. Stöð 2/Egill Tæplega þriðjungur nemenda sem útskrifuðust úr Fisktækniskóla Íslands í vikunni sem leið eru Pólverjar. Rekstrarstjóri fiskvinnslu í Grindavík segir fiskvinnsluna ekki geta verið án erlends vinnuafls. Pólverjarnir eru hæstánægðir með námið sem að hluta var kennt á pólsku. Fisktækniskóli Íslands í Grindavík fagnar því um þessar mundir að tíu ár eru liðin frá því hann tók formlega til starfa. Skólinn hefur útskrifað 600 nemendur frá upphafi á fimm námsbrautum en á fimmtudag var metfjöldi útskrifaður eða fimmtíu og sex. Af þeim voru 18 Pólverjar. Írena Ríkharðsdóttir (t.v.) og Justyna Gronek frá Póllandi tala báðar góða íslensku og eru hæstánægðar með námið í Fisktækniskólanum.Stöð 2/Egill Írena Ríkharðsdóttir hóf nám fyrir þremur árum og útskrifaðist af tveimur brautum. „En ég er byrjuð á þeirri þriðju sem er fiskeldi. Ég er mjög ánægð með skólann. Kennararnir eru svo góðir og útskýra vel. Það er mjög gott samkomulag kennara og nemenda. Mér finnst þetta mjög góður skóli og mæli með honum,“ segir Írena glöð í bragði en hún hefur sótt skólann frá Kópavogi þar sem hún býr. Justyna Gronek var að ljúka námi í gæðastjórnun en hún hefur starfað sem gæðastjóri hjá fiskvinnslufyrrtækinu Vísi í Grindavík. Hún vinnur nú hjá Marine Collagen. Þótt flestir nemenda Fisktækniskólans séu Íslendingar sækja hann fjöldi nemenda frá öðrum löndum, flestir þeirra frá Póllandi.Stöð 2/Egill „Mér finnst gaman að fá tækifæri til að þróa sig og mennta sig. Mér finnst það geggjað.“ Hafðir þú eitthvað unnið í fiski í Póllandi áður en þú komst til Íslands? „Nei aldrei. Ég byrjaði að vinna í fiski hér á Íslandi og sé mikla framtíð í þessu starfi,“ sagði Justyna sem hyggur á frekara nám en vonast einnig til að fá áfram starf sem tengist náminu. Skólinn gat boðið upp á kennslu í pólsku en stelpurnar segja einnig mikilvægt að ná tökum á íslenskunni þótt hún geti reynst erfið. „Fyrir mig já. Þetta var ekki auðvelt. Nei, nei, alls ekki,“ segir Justyna og hlær. „Já, það var erfitt í byrjun. En ég er með mikið af góðu fólki í kringum mig, íslenska vini mína. Þau hjálpa mér og byggja mig upp til að tala meira. Allt í lagi að gera villur, þetta kemur, þarf bara tíma. Þau hjálpa mér og byggja mig upp,“ bætir Írena við. Parið Dagamara og Bartosz með Ólafi Jóni Arnbjörnssyni skólameistara á útskriftardaginn.Stöð 2/Egill Já, útskriftarnemar voru greinilega ánægðir með námið og hópuðust að kennurum og skólameistara að athöfn lokinni til að þakka fyrir sig. Eins og parið Bartosz Hawlena-Krezeminski og Dagmara Jelonek. Ólafur Jón Arnbörnsson skólameistari skólans frá upphafi segir Dagmara reyndar haft mjög góða menntun þegar hún hóf nám við skólann og fengið vinnu hjá Marel að námi loknu. „Hann kom fyrst og svo kom hún. Hún í fisktækni og hann í fiskeldi,“ segir Ólafur Jón stoltur af nemendum sínum. Bartosz hyggur á frekara nám. „Ég er kannski að hugsa um háskólann á Hólum,“ segir hann. Ólafur Jón Arnbjörnsson kom að undirbúningi Fisktækniskólans og hefur verið skólameistari hans frá því skólinn fékk starfsleyfi fyrir tíu árum.Stöð 2/Egill Ólafur Jón segir einstök námskeið hafa áður verið kennd á ensku og túlkar hjálpað til á tælensku og fleiri tungumálum. „En þegar við vorum með svona stóran hóp Pólverja og höfðum aðgang að mjög öflugum og góðum starfsmanni í Moniku sem er starfsmaður hjá okkur og hafði áður verið túlkur og hefur tekið grunnnámið. Þá var næsta skref að kenna bara á pólsku,“ segir skólameistarinn. Þótt ferðaþjónustan sé orðin aðalatvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá miklu máli. Bæði sem atvinnugrein og gjaldeyrisöflun. Tæknin í sjávarútveginum er orðin allt önnur og meiri en hún var fyrir örfáum árum. Til að vinna í háþróaðri fiskvinnslu eins og hjá Vísi í Grindavík þarf menntað starfsfólk. Hafþór Guðmundsson segir bróðurpart starfsmanna fiskvinnslu Vísis í Grindavík vera af öðru þjóðerni en íslensku. Hins vegar væru margir útlendinganna eiginlega orðnir Íslendingar eftir langa dvöl á Íslandi.Stöð 2/Egill Hafþór Guðmundsson rekstrarstjóri Vísis segir fimm starfsmenn fyrirtækisins hafa útskrifuðust frá Fisktækniskólanum á fimmtudag Hvernig er samsetningin á fólki hjá þér miðað við þjóðerni? „Mest Pólverjar, svolítið um Rúmena og mjög fáir Íslendingar. Við kæmust varla af án þeirra í þessari atvinnugrein. Þau eru jafn mikilvæg og við og eru flest orðin Íslendingar. Hafa verið hérna lengi,“ segir Hafþór. Algengt sé að fyrst komi einn eða tveir úr fjölskyldu til landsins og fleiri ættingjar og vinir fylgi þeim síðan til landsins seinna. Sjávarútvegur Grindavík Framhaldsskólar Vinnumarkaður Efnahagsmál Skóla - og menntamál Innflytjendamál Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fisktækniskóli Íslands í Grindavík fagnar því um þessar mundir að tíu ár eru liðin frá því hann tók formlega til starfa. Skólinn hefur útskrifað 600 nemendur frá upphafi á fimm námsbrautum en á fimmtudag var metfjöldi útskrifaður eða fimmtíu og sex. Af þeim voru 18 Pólverjar. Írena Ríkharðsdóttir (t.v.) og Justyna Gronek frá Póllandi tala báðar góða íslensku og eru hæstánægðar með námið í Fisktækniskólanum.Stöð 2/Egill Írena Ríkharðsdóttir hóf nám fyrir þremur árum og útskrifaðist af tveimur brautum. „En ég er byrjuð á þeirri þriðju sem er fiskeldi. Ég er mjög ánægð með skólann. Kennararnir eru svo góðir og útskýra vel. Það er mjög gott samkomulag kennara og nemenda. Mér finnst þetta mjög góður skóli og mæli með honum,“ segir Írena glöð í bragði en hún hefur sótt skólann frá Kópavogi þar sem hún býr. Justyna Gronek var að ljúka námi í gæðastjórnun en hún hefur starfað sem gæðastjóri hjá fiskvinnslufyrrtækinu Vísi í Grindavík. Hún vinnur nú hjá Marine Collagen. Þótt flestir nemenda Fisktækniskólans séu Íslendingar sækja hann fjöldi nemenda frá öðrum löndum, flestir þeirra frá Póllandi.Stöð 2/Egill „Mér finnst gaman að fá tækifæri til að þróa sig og mennta sig. Mér finnst það geggjað.“ Hafðir þú eitthvað unnið í fiski í Póllandi áður en þú komst til Íslands? „Nei aldrei. Ég byrjaði að vinna í fiski hér á Íslandi og sé mikla framtíð í þessu starfi,“ sagði Justyna sem hyggur á frekara nám en vonast einnig til að fá áfram starf sem tengist náminu. Skólinn gat boðið upp á kennslu í pólsku en stelpurnar segja einnig mikilvægt að ná tökum á íslenskunni þótt hún geti reynst erfið. „Fyrir mig já. Þetta var ekki auðvelt. Nei, nei, alls ekki,“ segir Justyna og hlær. „Já, það var erfitt í byrjun. En ég er með mikið af góðu fólki í kringum mig, íslenska vini mína. Þau hjálpa mér og byggja mig upp til að tala meira. Allt í lagi að gera villur, þetta kemur, þarf bara tíma. Þau hjálpa mér og byggja mig upp,“ bætir Írena við. Parið Dagamara og Bartosz með Ólafi Jóni Arnbjörnssyni skólameistara á útskriftardaginn.Stöð 2/Egill Já, útskriftarnemar voru greinilega ánægðir með námið og hópuðust að kennurum og skólameistara að athöfn lokinni til að þakka fyrir sig. Eins og parið Bartosz Hawlena-Krezeminski og Dagmara Jelonek. Ólafur Jón Arnbörnsson skólameistari skólans frá upphafi segir Dagmara reyndar haft mjög góða menntun þegar hún hóf nám við skólann og fengið vinnu hjá Marel að námi loknu. „Hann kom fyrst og svo kom hún. Hún í fisktækni og hann í fiskeldi,“ segir Ólafur Jón stoltur af nemendum sínum. Bartosz hyggur á frekara nám. „Ég er kannski að hugsa um háskólann á Hólum,“ segir hann. Ólafur Jón Arnbjörnsson kom að undirbúningi Fisktækniskólans og hefur verið skólameistari hans frá því skólinn fékk starfsleyfi fyrir tíu árum.Stöð 2/Egill Ólafur Jón segir einstök námskeið hafa áður verið kennd á ensku og túlkar hjálpað til á tælensku og fleiri tungumálum. „En þegar við vorum með svona stóran hóp Pólverja og höfðum aðgang að mjög öflugum og góðum starfsmanni í Moniku sem er starfsmaður hjá okkur og hafði áður verið túlkur og hefur tekið grunnnámið. Þá var næsta skref að kenna bara á pólsku,“ segir skólameistarinn. Þótt ferðaþjónustan sé orðin aðalatvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá miklu máli. Bæði sem atvinnugrein og gjaldeyrisöflun. Tæknin í sjávarútveginum er orðin allt önnur og meiri en hún var fyrir örfáum árum. Til að vinna í háþróaðri fiskvinnslu eins og hjá Vísi í Grindavík þarf menntað starfsfólk. Hafþór Guðmundsson segir bróðurpart starfsmanna fiskvinnslu Vísis í Grindavík vera af öðru þjóðerni en íslensku. Hins vegar væru margir útlendinganna eiginlega orðnir Íslendingar eftir langa dvöl á Íslandi.Stöð 2/Egill Hafþór Guðmundsson rekstrarstjóri Vísis segir fimm starfsmenn fyrirtækisins hafa útskrifuðust frá Fisktækniskólanum á fimmtudag Hvernig er samsetningin á fólki hjá þér miðað við þjóðerni? „Mest Pólverjar, svolítið um Rúmena og mjög fáir Íslendingar. Við kæmust varla af án þeirra í þessari atvinnugrein. Þau eru jafn mikilvæg og við og eru flest orðin Íslendingar. Hafa verið hérna lengi,“ segir Hafþór. Algengt sé að fyrst komi einn eða tveir úr fjölskyldu til landsins og fleiri ættingjar og vinir fylgi þeim síðan til landsins seinna.
Sjávarútvegur Grindavík Framhaldsskólar Vinnumarkaður Efnahagsmál Skóla - og menntamál Innflytjendamál Tengdar fréttir Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28. febrúar 2020 20:30
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent