Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2022 13:01 Snjóruðningsmenn hafa haft í nógu að snúast í dag og í gær. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með vinnubrögð þeirra. vísir/vilhelm Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. Sonur þeirra hjóna, Guðmundur Ingi Skúlason, ætlaði í heimsókn til foreldra sinna í gær þegar hann kom að skaflinum. „Þar sem vegurinn víxlast, við Esjurætur, eru að minnsta kosti þrjú hús. Þar er búið að ryðja upp eins og hálfs meters skafli sem lokar veginum gjörsamlega.“ Hann fór aftur í morgun ogþá var búið að ryðja aftur en einungis til að hækka skaflinn fyrir veginum. „Þannig verktakinn á vegum borgarinnar hefur lokað honum enn betur í morgun.“ Guðmundur tók eftirfarandi myndband í morgun: Hann hefur áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ekkert þægilegt þar sem foreldrar mínir eru nú orðnir fullorðnir. Pabbi er að bíða eftir gangráði og þarna fer enginn upp eftir nema breyttur bíll. Það er ekkert hægt að hringja á sjúkrabíl eða neitt, þetta er auðvitað alls ekki nógu gott,“ segir Guðmundur. Ryðja forgangsleiðir fyrst Hjalti Guðmundssson er skrifstofustjóri Borgarlands Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með snjóruðningi í borginni og var inntur eftir svörum um hvers vegna staðið hafi verið að ruðningnum á fyrrgreindan hátt. „Þetta gengur þannig fyrir sig menn fyrst forgangsleiðirnar. Svo verður hitt bara tekið,“ segir Hjalti en tekur fram að hann þekki ekki til þessa einstaka tilviks. Snjóruðningsmenn hafa hins vegar haft í nógu að snúast í dag og í gær. „Það er gríðarlega mikill snjór, við héldum öllu opnu í gær sem hægt var að halda opnu. Það urðu pínu vandræði í Grafarvogi vegna skafrennings þar sem bílar festust. Svo byrjuðum við bara aftur í morgun klukkan 4,“ segir Hjalti Guðmundsson að lokum. Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Sonur þeirra hjóna, Guðmundur Ingi Skúlason, ætlaði í heimsókn til foreldra sinna í gær þegar hann kom að skaflinum. „Þar sem vegurinn víxlast, við Esjurætur, eru að minnsta kosti þrjú hús. Þar er búið að ryðja upp eins og hálfs meters skafli sem lokar veginum gjörsamlega.“ Hann fór aftur í morgun ogþá var búið að ryðja aftur en einungis til að hækka skaflinn fyrir veginum. „Þannig verktakinn á vegum borgarinnar hefur lokað honum enn betur í morgun.“ Guðmundur tók eftirfarandi myndband í morgun: Hann hefur áhyggjur af stöðunni. „Þetta er ekkert þægilegt þar sem foreldrar mínir eru nú orðnir fullorðnir. Pabbi er að bíða eftir gangráði og þarna fer enginn upp eftir nema breyttur bíll. Það er ekkert hægt að hringja á sjúkrabíl eða neitt, þetta er auðvitað alls ekki nógu gott,“ segir Guðmundur. Ryðja forgangsleiðir fyrst Hjalti Guðmundssson er skrifstofustjóri Borgarlands Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með snjóruðningi í borginni og var inntur eftir svörum um hvers vegna staðið hafi verið að ruðningnum á fyrrgreindan hátt. „Þetta gengur þannig fyrir sig menn fyrst forgangsleiðirnar. Svo verður hitt bara tekið,“ segir Hjalti en tekur fram að hann þekki ekki til þessa einstaka tilviks. Snjóruðningsmenn hafa hins vegar haft í nógu að snúast í dag og í gær. „Það er gríðarlega mikill snjór, við héldum öllu opnu í gær sem hægt var að halda opnu. Það urðu pínu vandræði í Grafarvogi vegna skafrennings þar sem bílar festust. Svo byrjuðum við bara aftur í morgun klukkan 4,“ segir Hjalti Guðmundsson að lokum.
Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira