Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2022 11:43 Daníel Orri Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, í kuldanum fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. Daníel Orri Einarsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama beið á tröppum Ráðherrabústaðarins í næstum hálftíma í frostinu í morgun til að afhenda ráðherrum yfirlýsingu félagsins. „Fyrst og fremst hefur okkur fundist okkur haldið utan við umræðuna. Okkar ábendingum hefur verið synjað og það er gert lítið úr okkur í umsögnum og minnisblöðum ráðuneytanna sem við heyrum undir,“ sagði Daníel Orri í viðtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann, fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. „Og við erum að vara við afleiðingum sem eru að bitna á almenningi, sem sé verri þjónusta, skert eftirlit og hærra verð og órekjanleiki í þjónustunni. Fólki muni upplifa sömu óþægindi og hefur gerst á Norðurlöndum þar sem þessar breytingar hafa átt sér stað.“ En þarf þetta frumvarp að þýða hærra verð? „Já, það væri nú bara gaman að skoða það núna. Nú er leigubílaverð á Íslandi með því lægsta í Evrópu miðað við launakjör. Og við höfum verið að bera saman verð. Bara leigubifreið í Stuttgart, maður kemst ekki hálfa leið á því verði sem það kostar hér í leigubíl. Fólk er alltaf að miða við næturtaxtann,“ segir Daníel. „Dagtaxtinn, hann er miklu lægri. Fólk segir oft: Ha, er þetta ekki dýrara? Því það sér hvað er ódýrt að fara með leigubíl á Íslandi.“ Leigubílar Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40 Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. Daníel Orri Einarsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama beið á tröppum Ráðherrabústaðarins í næstum hálftíma í frostinu í morgun til að afhenda ráðherrum yfirlýsingu félagsins. „Fyrst og fremst hefur okkur fundist okkur haldið utan við umræðuna. Okkar ábendingum hefur verið synjað og það er gert lítið úr okkur í umsögnum og minnisblöðum ráðuneytanna sem við heyrum undir,“ sagði Daníel Orri í viðtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann, fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. „Og við erum að vara við afleiðingum sem eru að bitna á almenningi, sem sé verri þjónusta, skert eftirlit og hærra verð og órekjanleiki í þjónustunni. Fólki muni upplifa sömu óþægindi og hefur gerst á Norðurlöndum þar sem þessar breytingar hafa átt sér stað.“ En þarf þetta frumvarp að þýða hærra verð? „Já, það væri nú bara gaman að skoða það núna. Nú er leigubílaverð á Íslandi með því lægsta í Evrópu miðað við launakjör. Og við höfum verið að bera saman verð. Bara leigubifreið í Stuttgart, maður kemst ekki hálfa leið á því verði sem það kostar hér í leigubíl. Fólk er alltaf að miða við næturtaxtann,“ segir Daníel. „Dagtaxtinn, hann er miklu lægri. Fólk segir oft: Ha, er þetta ekki dýrara? Því það sér hvað er ódýrt að fara með leigubíl á Íslandi.“
Leigubílar Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40 Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40
Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19