Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2022 11:43 Daníel Orri Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, í kuldanum fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. Daníel Orri Einarsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama beið á tröppum Ráðherrabústaðarins í næstum hálftíma í frostinu í morgun til að afhenda ráðherrum yfirlýsingu félagsins. „Fyrst og fremst hefur okkur fundist okkur haldið utan við umræðuna. Okkar ábendingum hefur verið synjað og það er gert lítið úr okkur í umsögnum og minnisblöðum ráðuneytanna sem við heyrum undir,“ sagði Daníel Orri í viðtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann, fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. „Og við erum að vara við afleiðingum sem eru að bitna á almenningi, sem sé verri þjónusta, skert eftirlit og hærra verð og órekjanleiki í þjónustunni. Fólki muni upplifa sömu óþægindi og hefur gerst á Norðurlöndum þar sem þessar breytingar hafa átt sér stað.“ En þarf þetta frumvarp að þýða hærra verð? „Já, það væri nú bara gaman að skoða það núna. Nú er leigubílaverð á Íslandi með því lægsta í Evrópu miðað við launakjör. Og við höfum verið að bera saman verð. Bara leigubifreið í Stuttgart, maður kemst ekki hálfa leið á því verði sem það kostar hér í leigubíl. Fólk er alltaf að miða við næturtaxtann,“ segir Daníel. „Dagtaxtinn, hann er miklu lægri. Fólk segir oft: Ha, er þetta ekki dýrara? Því það sér hvað er ódýrt að fara með leigubíl á Íslandi.“ Leigubílar Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40 Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. Daníel Orri Einarsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama beið á tröppum Ráðherrabústaðarins í næstum hálftíma í frostinu í morgun til að afhenda ráðherrum yfirlýsingu félagsins. „Fyrst og fremst hefur okkur fundist okkur haldið utan við umræðuna. Okkar ábendingum hefur verið synjað og það er gert lítið úr okkur í umsögnum og minnisblöðum ráðuneytanna sem við heyrum undir,“ sagði Daníel Orri í viðtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann, fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. „Og við erum að vara við afleiðingum sem eru að bitna á almenningi, sem sé verri þjónusta, skert eftirlit og hærra verð og órekjanleiki í þjónustunni. Fólki muni upplifa sömu óþægindi og hefur gerst á Norðurlöndum þar sem þessar breytingar hafa átt sér stað.“ En þarf þetta frumvarp að þýða hærra verð? „Já, það væri nú bara gaman að skoða það núna. Nú er leigubílaverð á Íslandi með því lægsta í Evrópu miðað við launakjör. Og við höfum verið að bera saman verð. Bara leigubifreið í Stuttgart, maður kemst ekki hálfa leið á því verði sem það kostar hér í leigubíl. Fólk er alltaf að miða við næturtaxtann,“ segir Daníel. „Dagtaxtinn, hann er miklu lægri. Fólk segir oft: Ha, er þetta ekki dýrara? Því það sér hvað er ódýrt að fara með leigubíl á Íslandi.“
Leigubílar Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40 Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hringsóla utan við Alþingishúsið til að mótmæla leigubílafrumvarpi Hópur leigubílstjóra ekur nú bílum sínum í hringi utan við Alþingishúsið til þess að mótmæla leigubílafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem þar er til umræðu. Lögregla bannaði þeim þó að þeyta flautur sínar. 14. desember 2022 23:40
Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19