Tveir látnir og margir slasaðir eftir fjörutíu bíla árekstur í Danmörku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2022 11:23 Tveir eru látnir og fleiri sagðir alvarlega slasaðir. Getty Tveir eru látnir eftir árekstur á fjórða tug bíla á hraðbraut á milli bæjanna Randers og Hobro á Jótlandi í Danmörku í morgun. Fjöldahjálparmistöð hefur verið opnuð á lögreglustöðinni í Hobro vegna slyssins. Áreksturinn varð um klukkan 9:30 að dönskum tíma, 8:30 að íslenskum tíma, og liggur fyrir að umferð um hraðbrautina verður lokuð í langan tíma. Haft er eftir lögreglu í dönskum miðlum að fyrst hafi orðið slys á suðurleiðinni og í framhaldinu á norðurleið skömmu síðar. „Við erum við vinnu á vettvangi. Lögregla, sjúkrabílar og björgunaraðilar hafa verið sendir á staðinn,“ segir Henrik Skals, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á Norður-Jótlandi, í tilkynningu til fjölmiðla. Fólk er beðið um að halda kyrru fyrir í bílum sínum á meðan björgunaraðilar mæta á svæðið. Mikil hálka hefur verið á svæðinu og þokubakkar valdið slæmu skyggni. Fram kemur á vef lögreglunnar á Norður-Jótlandi að hinir látnu séu karlmenn. Annar er fertugur frá Himmerland og hafa aðstandendur hans verið látnir vita. Ekki hefur náðst í aðstandendur hins karlmannsins sem lést. Ekstrabladet birtir myndband sem sýnir aðstæður á vettvangi. Der er sket et større færdselsuheld på E45 omkring Fårup mellem afkørsel 37 og 38. Der er både sket færdselsuheld i sydgående og nordgående retning. Politi og redning er fremme på stedet. Trafikken kan ikke passere, så find alternative ruter. @nordjyskedk @TV2Nord #politidk— Nordjyllands Politi (@NjylPoliti) December 15, 2022 Danmörk Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Áreksturinn varð um klukkan 9:30 að dönskum tíma, 8:30 að íslenskum tíma, og liggur fyrir að umferð um hraðbrautina verður lokuð í langan tíma. Haft er eftir lögreglu í dönskum miðlum að fyrst hafi orðið slys á suðurleiðinni og í framhaldinu á norðurleið skömmu síðar. „Við erum við vinnu á vettvangi. Lögregla, sjúkrabílar og björgunaraðilar hafa verið sendir á staðinn,“ segir Henrik Skals, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á Norður-Jótlandi, í tilkynningu til fjölmiðla. Fólk er beðið um að halda kyrru fyrir í bílum sínum á meðan björgunaraðilar mæta á svæðið. Mikil hálka hefur verið á svæðinu og þokubakkar valdið slæmu skyggni. Fram kemur á vef lögreglunnar á Norður-Jótlandi að hinir látnu séu karlmenn. Annar er fertugur frá Himmerland og hafa aðstandendur hans verið látnir vita. Ekki hefur náðst í aðstandendur hins karlmannsins sem lést. Ekstrabladet birtir myndband sem sýnir aðstæður á vettvangi. Der er sket et større færdselsuheld på E45 omkring Fårup mellem afkørsel 37 og 38. Der er både sket færdselsuheld i sydgående og nordgående retning. Politi og redning er fremme på stedet. Trafikken kan ikke passere, så find alternative ruter. @nordjyskedk @TV2Nord #politidk— Nordjyllands Politi (@NjylPoliti) December 15, 2022
Danmörk Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira