Tveir látnir og margir slasaðir eftir fjörutíu bíla árekstur í Danmörku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2022 11:23 Tveir eru látnir og fleiri sagðir alvarlega slasaðir. Getty Tveir eru látnir eftir árekstur á fjórða tug bíla á hraðbraut á milli bæjanna Randers og Hobro á Jótlandi í Danmörku í morgun. Fjöldahjálparmistöð hefur verið opnuð á lögreglustöðinni í Hobro vegna slyssins. Áreksturinn varð um klukkan 9:30 að dönskum tíma, 8:30 að íslenskum tíma, og liggur fyrir að umferð um hraðbrautina verður lokuð í langan tíma. Haft er eftir lögreglu í dönskum miðlum að fyrst hafi orðið slys á suðurleiðinni og í framhaldinu á norðurleið skömmu síðar. „Við erum við vinnu á vettvangi. Lögregla, sjúkrabílar og björgunaraðilar hafa verið sendir á staðinn,“ segir Henrik Skals, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á Norður-Jótlandi, í tilkynningu til fjölmiðla. Fólk er beðið um að halda kyrru fyrir í bílum sínum á meðan björgunaraðilar mæta á svæðið. Mikil hálka hefur verið á svæðinu og þokubakkar valdið slæmu skyggni. Fram kemur á vef lögreglunnar á Norður-Jótlandi að hinir látnu séu karlmenn. Annar er fertugur frá Himmerland og hafa aðstandendur hans verið látnir vita. Ekki hefur náðst í aðstandendur hins karlmannsins sem lést. Ekstrabladet birtir myndband sem sýnir aðstæður á vettvangi. Der er sket et større færdselsuheld på E45 omkring Fårup mellem afkørsel 37 og 38. Der er både sket færdselsuheld i sydgående og nordgående retning. Politi og redning er fremme på stedet. Trafikken kan ikke passere, så find alternative ruter. @nordjyskedk @TV2Nord #politidk— Nordjyllands Politi (@NjylPoliti) December 15, 2022 Danmörk Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Áreksturinn varð um klukkan 9:30 að dönskum tíma, 8:30 að íslenskum tíma, og liggur fyrir að umferð um hraðbrautina verður lokuð í langan tíma. Haft er eftir lögreglu í dönskum miðlum að fyrst hafi orðið slys á suðurleiðinni og í framhaldinu á norðurleið skömmu síðar. „Við erum við vinnu á vettvangi. Lögregla, sjúkrabílar og björgunaraðilar hafa verið sendir á staðinn,“ segir Henrik Skals, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á Norður-Jótlandi, í tilkynningu til fjölmiðla. Fólk er beðið um að halda kyrru fyrir í bílum sínum á meðan björgunaraðilar mæta á svæðið. Mikil hálka hefur verið á svæðinu og þokubakkar valdið slæmu skyggni. Fram kemur á vef lögreglunnar á Norður-Jótlandi að hinir látnu séu karlmenn. Annar er fertugur frá Himmerland og hafa aðstandendur hans verið látnir vita. Ekki hefur náðst í aðstandendur hins karlmannsins sem lést. Ekstrabladet birtir myndband sem sýnir aðstæður á vettvangi. Der er sket et større færdselsuheld på E45 omkring Fårup mellem afkørsel 37 og 38. Der er både sket færdselsuheld i sydgående og nordgående retning. Politi og redning er fremme på stedet. Trafikken kan ikke passere, så find alternative ruter. @nordjyskedk @TV2Nord #politidk— Nordjyllands Politi (@NjylPoliti) December 15, 2022
Danmörk Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira