Kim Andersson agndofa yfir frammistöðu Arnórs Snæs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2022 11:01 Arnóri Snæ Óskarssyni héldu engin bönd þegar Valur tók á móti Ystad. vísir/hulda margrét Flestir sem horfðu á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gær héldu ekki vatni yfir frammistöðu Arnórs Snæ Óskarssonar. Meðal þeirra var goðsögnin Kim Andersson. Arnór skoraði þrettán mörk úr átján skotum í leiknum sem Valsmenn töpuðu, 29-32. Andersson skoraði sjö mörk og var markahæstur Svíanna. Hann mætti í viðtal til þeirra Stefáns Árna Pálssonar, Ásgeirs Arnar Halgrímssonar og Loga Geirssonar og hrósaði Arnóri í hástert. „Hann var agndofa yfir frammistöðu hans og skiljanlega. Drengurinn skoraði þrettán mörk og var stórkostlegur í leiknum. Hann fékk mikið hrós frá Kim, ekki spurning,“ sagði Ásgeir í úrdrætti sínum á svörum Anderssons. Arnór gabbaði varnarmenn Ystad upp úr skónum hvað eftir annað og þeir fengu ekkert við ráðið. „Enn eitt skiptið mætir hann á boltann og varnarmenn vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hann skilur þá eftir trekk í trekk og þetta er það sem gerir hann svona góðan. Og strákar, hann bar liðið á herðum á sér allan leikinn,“ sagði Logi. Klippa: Umræða um Arnór Snær Hann vill sjá Arnór í atvinnumennsku en segir að Valsmenn selji hann ekki hvert sem er. „Það þarf að punga út smá pening miðað við hvernig hann er að spila. Ef ég væri í stjórn Vals myndi ég ekki hleypa honum svo glatt bara til að hleypa honum. Það verður bara að segjast eins og er að hann er að „dómínera“ í Evrópukeppninni. Hann er búinn að vera stórkostlegur. Hann getur tekið víti, við sáum hann í vörn, í hraðaupphlaupunum,“ sagði Logi. Umræðuna um Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Við getum sjálfum okkur um kennt“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 23:30 „Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32. 13. desember 2022 23:15 Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. 13. desember 2022 22:20 Arnór Snær: Sennilega minn besti leikur en hefði viljað sigur Valur tapaði fyrir Ystad 29-32 í Evrópudeildinni í handbolta. Þrátt fyrir tap fór Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, á kostum og skoraði 13 mörk. 13. desember 2022 21:50 Svona var blaðamannafundur Vals eftir tapið gegn Ystad Valur mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 21:25 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Arnór skoraði þrettán mörk úr átján skotum í leiknum sem Valsmenn töpuðu, 29-32. Andersson skoraði sjö mörk og var markahæstur Svíanna. Hann mætti í viðtal til þeirra Stefáns Árna Pálssonar, Ásgeirs Arnar Halgrímssonar og Loga Geirssonar og hrósaði Arnóri í hástert. „Hann var agndofa yfir frammistöðu hans og skiljanlega. Drengurinn skoraði þrettán mörk og var stórkostlegur í leiknum. Hann fékk mikið hrós frá Kim, ekki spurning,“ sagði Ásgeir í úrdrætti sínum á svörum Anderssons. Arnór gabbaði varnarmenn Ystad upp úr skónum hvað eftir annað og þeir fengu ekkert við ráðið. „Enn eitt skiptið mætir hann á boltann og varnarmenn vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Hann skilur þá eftir trekk í trekk og þetta er það sem gerir hann svona góðan. Og strákar, hann bar liðið á herðum á sér allan leikinn,“ sagði Logi. Klippa: Umræða um Arnór Snær Hann vill sjá Arnór í atvinnumennsku en segir að Valsmenn selji hann ekki hvert sem er. „Það þarf að punga út smá pening miðað við hvernig hann er að spila. Ef ég væri í stjórn Vals myndi ég ekki hleypa honum svo glatt bara til að hleypa honum. Það verður bara að segjast eins og er að hann er að „dómínera“ í Evrópukeppninni. Hann er búinn að vera stórkostlegur. Hann getur tekið víti, við sáum hann í vörn, í hraðaupphlaupunum,“ sagði Logi. Umræðuna um Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Við getum sjálfum okkur um kennt“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 23:30 „Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32. 13. desember 2022 23:15 Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. 13. desember 2022 22:20 Arnór Snær: Sennilega minn besti leikur en hefði viljað sigur Valur tapaði fyrir Ystad 29-32 í Evrópudeildinni í handbolta. Þrátt fyrir tap fór Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, á kostum og skoraði 13 mörk. 13. desember 2022 21:50 Svona var blaðamannafundur Vals eftir tapið gegn Ystad Valur mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 21:25 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
„Við getum sjálfum okkur um kennt“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 23:30
„Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32. 13. desember 2022 23:15
Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. 13. desember 2022 22:20
Arnór Snær: Sennilega minn besti leikur en hefði viljað sigur Valur tapaði fyrir Ystad 29-32 í Evrópudeildinni í handbolta. Þrátt fyrir tap fór Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, á kostum og skoraði 13 mörk. 13. desember 2022 21:50
Svona var blaðamannafundur Vals eftir tapið gegn Ystad Valur mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 29-32. 13. desember 2022 21:25