Var komin með ellibletti 25 ára og tók þá húðina í gegn Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2022 10:31 Lára er sannarlega sérfræðingur þegar kemur að húðinni. Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í læknavísindum hefur rannsakað áhrif ýmissa fæðutegunda á húðina. Vala Matt ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom í ljós að unglegt útlit húðarinnar virðist tengjast beint þeirri fæðu sem við neytum. Lára hefur sjálf reynslu af því hvernig breytt mataræði breytti hennar húð og einnig læknaði ýmsa kvilla hjá henni og hennar fjölskyldu. Lára hefur nú ásamt hinum gríðarlega vinsæla heilsukokki Sollu Eiríks gefið út bók þar sem skoðað er hvaða matur og heilsuréttir eru líklegastir til þess að viðhalda unglegri húð. Lára rekur húðmeðferðastöðina Húðin. „Þegar ég var tuttugu og fimm ára þá fór ég til húðlæknis og hann benti mér á að ég væri komin með ellibletti og húðskemmdir og þetta var vegna gamalla synda eins og sólböð. Ég var þarna að vinna sem flugfreyja og maður nýtti oft tímann að vera í sólinni, og maður brann til að mynda mikið. Síðan var í tísku að vera í ljósbekkjum. Það var meira segja ljósabekkur á vinnustaðnum sem ég vann á. Húðin er ekki bara stærsta líffærið okkar heldur einnig stærsta skynfærið og sinnir alveg gríðarlega mörgum hlutverkum,“ segir Lára og heldur áfram. „Ég fór að hugsa hvað getur maður gert til að sinna húðinni sem besta, því ég er þarna bara tuttugu og fimm ára og komin með mjög slæmar skemmdir. Við vitum í dag að án þarmanna fær húðin ekki næringu og án lungna fær húðin ekki súrefni. Ég fór því að skoða hvernig næring og líferni tengist húðinni. Ég stofnaði síðan mína eigin húðmeðferðastöð og þar eru við að vinna með okkar skjólstæðingum í að fyrirbyggja og hugsa vel um húðina. Þessi bók er búin að vera í vinnslu í að verða fjögur ár.“ Í bók Láru eru fjölbreyttar uppskriftir sem fólk getur nýtt sér til að viðhalda góðri húð en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þar kom í ljós að unglegt útlit húðarinnar virðist tengjast beint þeirri fæðu sem við neytum. Lára hefur sjálf reynslu af því hvernig breytt mataræði breytti hennar húð og einnig læknaði ýmsa kvilla hjá henni og hennar fjölskyldu. Lára hefur nú ásamt hinum gríðarlega vinsæla heilsukokki Sollu Eiríks gefið út bók þar sem skoðað er hvaða matur og heilsuréttir eru líklegastir til þess að viðhalda unglegri húð. Lára rekur húðmeðferðastöðina Húðin. „Þegar ég var tuttugu og fimm ára þá fór ég til húðlæknis og hann benti mér á að ég væri komin með ellibletti og húðskemmdir og þetta var vegna gamalla synda eins og sólböð. Ég var þarna að vinna sem flugfreyja og maður nýtti oft tímann að vera í sólinni, og maður brann til að mynda mikið. Síðan var í tísku að vera í ljósbekkjum. Það var meira segja ljósabekkur á vinnustaðnum sem ég vann á. Húðin er ekki bara stærsta líffærið okkar heldur einnig stærsta skynfærið og sinnir alveg gríðarlega mörgum hlutverkum,“ segir Lára og heldur áfram. „Ég fór að hugsa hvað getur maður gert til að sinna húðinni sem besta, því ég er þarna bara tuttugu og fimm ára og komin með mjög slæmar skemmdir. Við vitum í dag að án þarmanna fær húðin ekki næringu og án lungna fær húðin ekki súrefni. Ég fór því að skoða hvernig næring og líferni tengist húðinni. Ég stofnaði síðan mína eigin húðmeðferðastöð og þar eru við að vinna með okkar skjólstæðingum í að fyrirbyggja og hugsa vel um húðina. Þessi bók er búin að vera í vinnslu í að verða fjögur ár.“ Í bók Láru eru fjölbreyttar uppskriftir sem fólk getur nýtt sér til að viðhalda góðri húð en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning