Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 09:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, (t.v.) skrifar undir kjarasamning við SA í gær. Hann lét sig svo hverfa án þess að taka þátt í hópmynd eða ræða við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. Athygli vakti að Ragnar Þór sat ekki fyrir á mynd með öðrum leiðtogum stéttarfélaga og fulltrúum SA eftir að skrifað var undir skammtímakjarasamning í Karphúsinu í gær. Þá veitti hann fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Ragnar Þór að þetta hefðu verið meðvituð skilaboð og að þau endurspegluðu álit hans á Samtökum atvinnulífsins. „Ég hafði ekki geð í mér að láta mynda mig með þessu fólki miðað við hvernig það hefur gengið fram, ekki bara gagnvart okkur sem eru í forsvari fyrir hreyfinguna og samninganefndir félaganna, heldur bara gagnvart samfélaginu og vinnandi fólki. Miðað við hvernig staðan er í atvinnulífinu þá er framganga Samtaka atvinnulífsins í sjálfu sér til háborinnar skammar gagnvart vinnandi fólki,“ sagði Ragnar Þór þegar hann var spurður út í háttalag sitt í Karphúsinu í gær. Vísaði hann til þess sem hann kallaði „bullandi góðæri“. Staða fyrirtækja hefði aldrei verið betri og hér drypi smjör af hverju strái. „Framganga SA gangvart okkur og vinnandi fólki er í sjálfu sér óásættanleg,“ sagði Ragnar Þór sem fullyrti að enginn gengi sáttur frá kjarasamningsborðinu. Þráspurður svaraði Ragnar Þór því ekki beint hvort að hann mælti með því að VR-fólk samþykkti samninginn í atkvæðagreiðslu. Sagðist hann aðeins treysta fólki til þess að meta samninginn út frá stöðunni. „Ég held að fólki þurfi bara að taka upplýsta ákvörðun. Upplýst ákvörðun er það að meta það sem er í boði og líka hvaða það þýðir ef fólk ákveður að fella. Þá þarf fólk að vera tilbúið að fara í átök til þess að berjast fyrir meiru. Við gerðum allt sem við gátum,“ sagði Ragnar Þór. Samningur SGS hafi gert þeim erfitt fyrir Gagnrýndi Ragnar Þór SA fyrir að hafa ekki tekið í mál kröfu VR um að setja þrönga verðbólguvörn inn í kjarasamninginn. Ragnar Þór sagði að með því ákvæði hefðu fyrirtæki haft hvata til þess að ná niður verðlagi og draga úr verðbólgu. Sakaði hann fyrirtæki landsins um að hafa velt hverri einustu krónu í kostnaðarauka algerlega yfir á almenning. Fyrirtækin hefði ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð. „Skilaboðin til okkar frá SA og atvinnulífinu eru að það er lítill sem enginn áhugi á að vinna þetta með okkur,“ sagði Ragnar Þór. Samingur sem Starfsgreinasambandið (SGS) gerði við SA um þarsíðustu helgi batt hendur samninganefnda VR og iðnaðarmanna, að mati Ragnars Þórs. SA hafi með þeim samningi verið búið að leggja línuna og samtökunum hafi ekki verið haggað með hana. Lengra hefði ekki verið komist án átaka. Ljóst væri að sama lína gilti fyrir viðræður SA við Eflingu en sú deila er á borði ríkissáttasemjara. Skoraði Ragnar Þór á SA að boða samninganefnd Eflingar þegar á fund og gera henni tilboð sem hún gæti ekki hafnað. Ekki lengra gengið Þrátt fyrir óánægju sína sagðist Ragnar Þór telja það hafa verið rétta ákvörðun að skrifa undir samninginn. „Við mátum bara stöðuna þannig að lengra væri ekki gengið. Það var annað hvort að boða til aðgerða eða skrifa undir og setja þetta í dóm okkar félagsfólks. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að skrifa undir og leggja svo í rauninni þennan samning í dóm okkar félagsfólks vegna þess að fólk almennt veit hvað það þýðir að fara í átök og hvað það hefur í för með sér. Þetta er ekki léttvæg ákvörðun,“ sagði formaður VR. Með gagnrýni sinni væri hann þó ekki að hvetja fólk til að hafna samningnum í reynd. „Ég treysti bara fólki fullkomlega til þess að meta stöðuna út frá því sem er á borðinu.“ Fréttin verður uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Bítið Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Athygli vakti að Ragnar Þór sat ekki fyrir á mynd með öðrum leiðtogum stéttarfélaga og fulltrúum SA eftir að skrifað var undir skammtímakjarasamning í Karphúsinu í gær. Þá veitti hann fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Ragnar Þór að þetta hefðu verið meðvituð skilaboð og að þau endurspegluðu álit hans á Samtökum atvinnulífsins. „Ég hafði ekki geð í mér að láta mynda mig með þessu fólki miðað við hvernig það hefur gengið fram, ekki bara gagnvart okkur sem eru í forsvari fyrir hreyfinguna og samninganefndir félaganna, heldur bara gagnvart samfélaginu og vinnandi fólki. Miðað við hvernig staðan er í atvinnulífinu þá er framganga Samtaka atvinnulífsins í sjálfu sér til háborinnar skammar gagnvart vinnandi fólki,“ sagði Ragnar Þór þegar hann var spurður út í háttalag sitt í Karphúsinu í gær. Vísaði hann til þess sem hann kallaði „bullandi góðæri“. Staða fyrirtækja hefði aldrei verið betri og hér drypi smjör af hverju strái. „Framganga SA gangvart okkur og vinnandi fólki er í sjálfu sér óásættanleg,“ sagði Ragnar Þór sem fullyrti að enginn gengi sáttur frá kjarasamningsborðinu. Þráspurður svaraði Ragnar Þór því ekki beint hvort að hann mælti með því að VR-fólk samþykkti samninginn í atkvæðagreiðslu. Sagðist hann aðeins treysta fólki til þess að meta samninginn út frá stöðunni. „Ég held að fólki þurfi bara að taka upplýsta ákvörðun. Upplýst ákvörðun er það að meta það sem er í boði og líka hvaða það þýðir ef fólk ákveður að fella. Þá þarf fólk að vera tilbúið að fara í átök til þess að berjast fyrir meiru. Við gerðum allt sem við gátum,“ sagði Ragnar Þór. Samningur SGS hafi gert þeim erfitt fyrir Gagnrýndi Ragnar Þór SA fyrir að hafa ekki tekið í mál kröfu VR um að setja þrönga verðbólguvörn inn í kjarasamninginn. Ragnar Þór sagði að með því ákvæði hefðu fyrirtæki haft hvata til þess að ná niður verðlagi og draga úr verðbólgu. Sakaði hann fyrirtæki landsins um að hafa velt hverri einustu krónu í kostnaðarauka algerlega yfir á almenning. Fyrirtækin hefði ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð. „Skilaboðin til okkar frá SA og atvinnulífinu eru að það er lítill sem enginn áhugi á að vinna þetta með okkur,“ sagði Ragnar Þór. Samingur sem Starfsgreinasambandið (SGS) gerði við SA um þarsíðustu helgi batt hendur samninganefnda VR og iðnaðarmanna, að mati Ragnars Þórs. SA hafi með þeim samningi verið búið að leggja línuna og samtökunum hafi ekki verið haggað með hana. Lengra hefði ekki verið komist án átaka. Ljóst væri að sama lína gilti fyrir viðræður SA við Eflingu en sú deila er á borði ríkissáttasemjara. Skoraði Ragnar Þór á SA að boða samninganefnd Eflingar þegar á fund og gera henni tilboð sem hún gæti ekki hafnað. Ekki lengra gengið Þrátt fyrir óánægju sína sagðist Ragnar Þór telja það hafa verið rétta ákvörðun að skrifa undir samninginn. „Við mátum bara stöðuna þannig að lengra væri ekki gengið. Það var annað hvort að boða til aðgerða eða skrifa undir og setja þetta í dóm okkar félagsfólks. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að skrifa undir og leggja svo í rauninni þennan samning í dóm okkar félagsfólks vegna þess að fólk almennt veit hvað það þýðir að fara í átök og hvað það hefur í för með sér. Þetta er ekki léttvæg ákvörðun,“ sagði formaður VR. Með gagnrýni sinni væri hann þó ekki að hvetja fólk til að hafna samningnum í reynd. „Ég treysti bara fólki fullkomlega til þess að meta stöðuna út frá því sem er á borðinu.“ Fréttin verður uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Bítið Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30