Spenntir að mæta goðsögninni: „Þetta er bara geggjað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 10:31 Benedikt Gunnar og Þorgils Jón eru afar spenntir að mæta Kim Andersson í kvöld. Hér berjast þeir við Simon Hald og Teit Örn Einarsson í leik við Flensburg fyrr í vetur. Vísir/Vilhelm Sænska goðsögnin Kim Andersson mætir á parketið á Hlíðarenda er Valur mætir Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Ungir leikmenn Valsliðsins eru spenntir fyrir tækifærinu að mæla sig við þann sænska. Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30