„Eigum harma að hefna gegn Stjörnunni“ Atli Arason skrifar 12. desember 2022 22:15 Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í undanúrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir 13 stiga sigur á erkifjendunum í Njarðvík í 8-liða úrslitunum í kvöld, 99-86. Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni í leikslok. „Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
„Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00