„Eigum harma að hefna gegn Stjörnunni“ Atli Arason skrifar 12. desember 2022 22:15 Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm Keflavík er komið áfram í undanúrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir 13 stiga sigur á erkifjendunum í Njarðvík í 8-liða úrslitunum í kvöld, 99-86. Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni í leikslok. „Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
„Mér líður virkilega vel með að vera kominn í 4-liða úrslit og það er auðvitað extra sætt að gera það með því að vinna Njarðvík,“ sagði Valur Orri í viðtali við Vísi eftir leikslok. Keflavík getur mætt Stjörnunni, Val eða Hetti í undanúrslitum. Aðspurður sagðist Valur Orri helst til í að mæta Stjörnunni ef hann gjörsamlega yrði að velja mótherja. „Ég veit það ekki, maður verður bara að fara í gegnum hvern leik fyrir sig sama hver mótherjinn er,“ sagði Valur áður en blaðamaður gekk harðar að honum og þvingaði fram svar. „Við náttúrulega eigum harma að hefna gegn Stjörnunni frá því í fyrra þegar við töpuðum á loka sekúndunum. Ætli ég verði þá ekki að segja Stjarnan en það skiptir samt engu máli hverjum við mætum,“ svaraði Valur Orri og hló. Sjálfur átti Valur Orri flottan leik í kvöld en hann kom inn af bekknum og skoraði 18 stig. Valur skoraði flest stig á hverja spilaða mínútu í kvöld, af þeim leikmönnum sem spiluðu meira en 10 leikmínútur. Þrátt fyrir það var Valur ósáttur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég skaut kannski vel fyrir utan en ég er samt ósáttur, sérstaklega með alla töpuðu boltana mína sem komu upp úr engu og voru frekar hallærislegir.“ Sigur Keflavíkur var afar sannfærandi en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og virtist sigur Keflavíkur aldrei vera í hættu. „Oft vil maður kenna því um að annað liðið mætti bara meira tilbúið og mér fannst við vera það í kvöld. Við settum tóninn frá upphafi og það var það sem við ætluðum að gera. Það er erfitt að koma hingað í Keflavík og þurfa að elta allan tímann,“ svaraði Valur, aðspurður af því hvers vegna leikurinn í kvöld var ekki eins spennandi og viðureignir þessara liða eru oftast. „Ég held að liðsheildin hafi skinið í gegn. Við vorum mjög áræðnir fyrir fram körfuna að dreifa boltanum og finna opnari skot en vanalega. Boltinn var að flæða vel og ég held það skóp þennan sigur ásamt frábærri vörn á köflum,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. 12. desember 2022 21:00