Búinn að heyra í formanni samninganefndar Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. desember 2022 21:23 Friðrik Jónsson er formaður Bandalags háskólamanna. Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. Friðrik sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvatti Kristínu Lindu til að boða tafarlaust til funda. Tilefni yfirlýsingar Friðriks var undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttarsemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann sagði að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti. Mikilvægt væri að fá stjórnvöld að borðinu til að kanna möguleikann á að flýta viðræðum. Hvers vegna ertu að kalla stjórnvöld að borðinu núna? „Það er af tvennum ástæðum: Annars vegar erum við að upplifa þennan tvöfalda kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana, þannig að það að sækja kjarabætur sem fyrst fyrir okkar umbjóðendur væri að mínu mati æskilegt. Og hitt er auðvitað, að þetta er sameiginlegt verkefni allra á markaði, hvort sem það eru launagreiðendur eða vinnuaflið; að reyna að tryggja sem mestan stöðugleika og frið á vinnumarkaði - sérstaklega í núverandi ástandi,“ segir Friðrik. Aðspurður segist hann ekki vita hvort félagsmenn BHM myndu sætta sig við svipaðan samning og undirritaður var í dag en kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun. „Ég held aðallega að hinar góðu fréttir séu þær að fólk er að takast að semja. Nú er búið að semja við þessa stóru hópa á almennum markaði, á annað hundrað þúsund manns sem þarna eru að semja, og það eru hinar góðu fréttir. Og miðað við hvar við vorum fyrir þremur árum síðan þegar stemningin virtist vera meira í átt að átökum og ósætti, þá er þetta gríðarlega jákvætt,“ segir Friðrik. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Friðrik sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvatti Kristínu Lindu til að boða tafarlaust til funda. Tilefni yfirlýsingar Friðriks var undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttarsemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann sagði að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti. Mikilvægt væri að fá stjórnvöld að borðinu til að kanna möguleikann á að flýta viðræðum. Hvers vegna ertu að kalla stjórnvöld að borðinu núna? „Það er af tvennum ástæðum: Annars vegar erum við að upplifa þennan tvöfalda kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana, þannig að það að sækja kjarabætur sem fyrst fyrir okkar umbjóðendur væri að mínu mati æskilegt. Og hitt er auðvitað, að þetta er sameiginlegt verkefni allra á markaði, hvort sem það eru launagreiðendur eða vinnuaflið; að reyna að tryggja sem mestan stöðugleika og frið á vinnumarkaði - sérstaklega í núverandi ástandi,“ segir Friðrik. Aðspurður segist hann ekki vita hvort félagsmenn BHM myndu sætta sig við svipaðan samning og undirritaður var í dag en kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun. „Ég held aðallega að hinar góðu fréttir séu þær að fólk er að takast að semja. Nú er búið að semja við þessa stóru hópa á almennum markaði, á annað hundrað þúsund manns sem þarna eru að semja, og það eru hinar góðu fréttir. Og miðað við hvar við vorum fyrir þremur árum síðan þegar stemningin virtist vera meira í átt að átökum og ósætti, þá er þetta gríðarlega jákvætt,“ segir Friðrik.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01