Búinn að heyra í formanni samninganefndar Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. desember 2022 21:23 Friðrik Jónsson er formaður Bandalags háskólamanna. Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. Friðrik sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvatti Kristínu Lindu til að boða tafarlaust til funda. Tilefni yfirlýsingar Friðriks var undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttarsemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann sagði að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti. Mikilvægt væri að fá stjórnvöld að borðinu til að kanna möguleikann á að flýta viðræðum. Hvers vegna ertu að kalla stjórnvöld að borðinu núna? „Það er af tvennum ástæðum: Annars vegar erum við að upplifa þennan tvöfalda kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana, þannig að það að sækja kjarabætur sem fyrst fyrir okkar umbjóðendur væri að mínu mati æskilegt. Og hitt er auðvitað, að þetta er sameiginlegt verkefni allra á markaði, hvort sem það eru launagreiðendur eða vinnuaflið; að reyna að tryggja sem mestan stöðugleika og frið á vinnumarkaði - sérstaklega í núverandi ástandi,“ segir Friðrik. Aðspurður segist hann ekki vita hvort félagsmenn BHM myndu sætta sig við svipaðan samning og undirritaður var í dag en kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun. „Ég held aðallega að hinar góðu fréttir séu þær að fólk er að takast að semja. Nú er búið að semja við þessa stóru hópa á almennum markaði, á annað hundrað þúsund manns sem þarna eru að semja, og það eru hinar góðu fréttir. Og miðað við hvar við vorum fyrir þremur árum síðan þegar stemningin virtist vera meira í átt að átökum og ósætti, þá er þetta gríðarlega jákvætt,“ segir Friðrik. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Friðrik sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hvatti Kristínu Lindu til að boða tafarlaust til funda. Tilefni yfirlýsingar Friðriks var undirritun kjarasamninga hjá ríkissáttarsemjara í dag, á almennum vinnumarkaði. Hann sagði að samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri en skammtímasamningur sé skynsamlegur og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti. Mikilvægt væri að fá stjórnvöld að borðinu til að kanna möguleikann á að flýta viðræðum. Hvers vegna ertu að kalla stjórnvöld að borðinu núna? „Það er af tvennum ástæðum: Annars vegar erum við að upplifa þennan tvöfalda kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana, þannig að það að sækja kjarabætur sem fyrst fyrir okkar umbjóðendur væri að mínu mati æskilegt. Og hitt er auðvitað, að þetta er sameiginlegt verkefni allra á markaði, hvort sem það eru launagreiðendur eða vinnuaflið; að reyna að tryggja sem mestan stöðugleika og frið á vinnumarkaði - sérstaklega í núverandi ástandi,“ segir Friðrik. Aðspurður segist hann ekki vita hvort félagsmenn BHM myndu sætta sig við svipaðan samning og undirritaður var í dag en kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun. „Ég held aðallega að hinar góðu fréttir séu þær að fólk er að takast að semja. Nú er búið að semja við þessa stóru hópa á almennum markaði, á annað hundrað þúsund manns sem þarna eru að semja, og það eru hinar góðu fréttir. Og miðað við hvar við vorum fyrir þremur árum síðan þegar stemningin virtist vera meira í átt að átökum og ósætti, þá er þetta gríðarlega jákvætt,“ segir Friðrik.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. 12. desember 2022 14:42
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01