Brúðkaup ársins 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. desember 2022 14:00 Loksins var hægt að halda brúðkaup eftir heimsfaraldur. Samsett/Vísir Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2021. Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi í janúar þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru þá í gangi. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu. Katrín og Markus kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. Fyrsta stefnumótið var göngutúr að vatni og hefur ástin verið að blómstra síðan. Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Egill Egilsson gengu í hjónaband þann 12. febrúar síðastliðinn. Dóra birti fallegar brúðkaupsmyndir á samfélagsmiðlum frá stóra deginum. Þau skildu svo síðar á árinu og hafa haldið hvort í sína áttina. Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu í hjónaband í maí og það var dragdrottning í New York sem gaf þau saman. Þau byrjuðu sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. Parið hefur verið saman síðan árið 2020 en þau trúlofuðu sig í desember á síðasta ári. Þau voru bæði fráskilin þegar þau tóku saman en þekktust lítillega áður en ástin gerði vart við sig. Knattspyrnukappinn Jóhann Berg Guðmundsson og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir gengu í hnapphelduna í júní og var athöfnin haldin á hótelinu La Finca Resort á Suður Spáni. Parið trúlofaði sig árið 2018 og eiga þau saman tvö börn, stúlku fædda 2016 og dreng fæddan 2020. Bónorðið bar Jóhann upp í Grikklandi. View this post on Instagram A post shared by Johann Berg Gudmundsson (@johannberggudmundsson) Fjölskyldan er nú búsett í Bretlandi þar sem Jóhann leikur með enska liðinu Burnley. Brúðkaupsgestirnir voru um 170 talsins og fór athöfnin fram undir berum himni. George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í júlí við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Hitabylgjur geisuðu yfir meginlandið en kom það þó ekki að sök. „Þrátt fyrir 38 stiga hita var þetta glæsilegur viðburður sem við áttum með bestu vinum okkar og fjölskyldu.“ Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig í júlí við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina. Ilmur og Magnús kynntust árið 2008 og búa saman í Laugarneshverfinu ásamt tveimur börnum sínum. „Þetta var bara geggjað brúðkaup, þetta var einn af fjórum góðum veðurdögum í Ásbyrgi á þessu ári. Himnarnir bara opnuðust, það voru æðislegir söngvarar og frábær hljómsveit frá San Fransisco,“ sagði Ilmur um brúðkaupið. View this post on Instagram A post shared by Ilmur Kristjánsdóttir (@ilmurk) „Þetta var svona fjölskyldubrúðkaup, mikið af börnum sem dönsuðu síðan með og þetta var bara eins og í sögu.“ Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir veislustýrðu hátíðarhöldunum og Róbert Marshall stýrði brekkusöng. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt í ágúst. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. Veislan var haldin á Fólkvangi á Kjalarnesi þar sem hjúin fögnuðu ástinni með vinum og fjölskyldu. Brúðkaupið hafði staðið lengi til þar sem þau ætluðu upphaflega að gifta sig árið 2020 en svo reið heimsfaraldur yfir. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu í ágúst. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. Parið trúlofaði sig árið 2018, í brúðkaupi Ragnhildar Steinunnar og Hauks Inga í Verona á Ítalíu, og tóku á móti sínu fyrsta barni saman á síðasta ári. Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í ágúst. Parið trúlofaði sig árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Gauti og Jovana eiga saman þrjú börn og hafa verið kærustupar síðan árið 2017. Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn. Brúðkaupið fór fram á stóru sveitasetri í Tuscani á talíu. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Nánustu aðstandendur brúðhjónanna flugu út til Ítalíu til þess að taka þátt í stóra deginum. Parið hefur verið saman í þrettán ár en trúlofuðu sig í Frakklandi fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum þar sem þau byggðu saman einbýlishús. Leikarinn Pétur Jóhann Sigfússon og Sigrún Halldórsdóttir giftu sig í október við litla athöfn. Parið kynntist árið 2007 eftir að hún sendi honum skilaboð á Myspace. Fyrstu kynnin áttu sér stað á svipuðum tíma og Næturvaktin var að hefja göngu sína og parið á sambandsafmæli þann 7. október. Þau eiga bæði dætur fæddar árið 1999 úr fyrri samböndum og eiga einn son saman. Fréttir ársins 2022 Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Sjá meira
Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi í janúar þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru þá í gangi. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu. Katrín og Markus kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. Fyrsta stefnumótið var göngutúr að vatni og hefur ástin verið að blómstra síðan. Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Egill Egilsson gengu í hjónaband þann 12. febrúar síðastliðinn. Dóra birti fallegar brúðkaupsmyndir á samfélagsmiðlum frá stóra deginum. Þau skildu svo síðar á árinu og hafa haldið hvort í sína áttina. Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu í hjónaband í maí og það var dragdrottning í New York sem gaf þau saman. Þau byrjuðu sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. Parið hefur verið saman síðan árið 2020 en þau trúlofuðu sig í desember á síðasta ári. Þau voru bæði fráskilin þegar þau tóku saman en þekktust lítillega áður en ástin gerði vart við sig. Knattspyrnukappinn Jóhann Berg Guðmundsson og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir gengu í hnapphelduna í júní og var athöfnin haldin á hótelinu La Finca Resort á Suður Spáni. Parið trúlofaði sig árið 2018 og eiga þau saman tvö börn, stúlku fædda 2016 og dreng fæddan 2020. Bónorðið bar Jóhann upp í Grikklandi. View this post on Instagram A post shared by Johann Berg Gudmundsson (@johannberggudmundsson) Fjölskyldan er nú búsett í Bretlandi þar sem Jóhann leikur með enska liðinu Burnley. Brúðkaupsgestirnir voru um 170 talsins og fór athöfnin fram undir berum himni. George Leite eigandi Kalda bars giftist ástinni sinni Anaïs Barthe Leite í júlí við fallega athöfn í Suður-Frakklandi. Hitabylgjur geisuðu yfir meginlandið en kom það þó ekki að sök. „Þrátt fyrir 38 stiga hita var þetta glæsilegur viðburður sem við áttum með bestu vinum okkar og fjölskyldu.“ Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Magnús Viðar Sigurðsson framleiðandi giftu sig í júlí við fallega athöfn í Skúlagarði í Ásbyrgi þar sem veðrið lék við gesti og dansað var fram á bjarta nóttina. Ilmur og Magnús kynntust árið 2008 og búa saman í Laugarneshverfinu ásamt tveimur börnum sínum. „Þetta var bara geggjað brúðkaup, þetta var einn af fjórum góðum veðurdögum í Ásbyrgi á þessu ári. Himnarnir bara opnuðust, það voru æðislegir söngvarar og frábær hljómsveit frá San Fransisco,“ sagði Ilmur um brúðkaupið. View this post on Instagram A post shared by Ilmur Kristjánsdóttir (@ilmurk) „Þetta var svona fjölskyldubrúðkaup, mikið af börnum sem dönsuðu síðan með og þetta var bara eins og í sögu.“ Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir veislustýrðu hátíðarhöldunum og Róbert Marshall stýrði brekkusöng. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt í ágúst. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum. Veislan var haldin á Fólkvangi á Kjalarnesi þar sem hjúin fögnuðu ástinni með vinum og fjölskyldu. Brúðkaupið hafði staðið lengi til þar sem þau ætluðu upphaflega að gifta sig árið 2020 en svo reið heimsfaraldur yfir. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu héldu draumabrúðkaup á Ítalíu í ágúst. Birgitta Haukdal, Ragnhildur Gísladóttir og Andri Guðmundsson sáu um að skemmta gestum í veislunni. Parið trúlofaði sig árið 2018, í brúðkaupi Ragnhildar Steinunnar og Hauks Inga í Verona á Ítalíu, og tóku á móti sínu fyrsta barni saman á síðasta ári. Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í ágúst. Parið trúlofaði sig árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Gauti og Jovana eiga saman þrjú börn og hafa verið kærustupar síðan árið 2017. Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn. Brúðkaupið fór fram á stóru sveitasetri í Tuscani á talíu. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Nánustu aðstandendur brúðhjónanna flugu út til Ítalíu til þess að taka þátt í stóra deginum. Parið hefur verið saman í þrettán ár en trúlofuðu sig í Frakklandi fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum þar sem þau byggðu saman einbýlishús. Leikarinn Pétur Jóhann Sigfússon og Sigrún Halldórsdóttir giftu sig í október við litla athöfn. Parið kynntist árið 2007 eftir að hún sendi honum skilaboð á Myspace. Fyrstu kynnin áttu sér stað á svipuðum tíma og Næturvaktin var að hefja göngu sína og parið á sambandsafmæli þann 7. október. Þau eiga bæði dætur fæddar árið 1999 úr fyrri samböndum og eiga einn son saman.
Fréttir ársins 2022 Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Sjá meira