Fundað var alla helgina í Karphúsinu og fram á fimmta tímann í nótt. Þá yfirgáfu samningsaðilar Karphúsið. Sex klukkustundum síðar bárust þau tíðindi að samkomulag hefði náðst og skrifað yrði undir klukkan 13. Allt bendir því til að deiluaðilar hafi náð lendingu í nótt og í framhaldinu borið undir bakland sitt.
Fylgst verður með gangi mála í Karphúsinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Auk þess verður helstu vendingum lýst í beinni textalýsingu hér að neðan.
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu.
Fundurinn verður sendur út beint á Vísi og Stöð 2 Vísi.