Ætla að endurskoða viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. desember 2022 21:57 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf segir miður hvernig mál sjómannsins Boga Theodórs Ellertssonar hafi þróast. Verkferlar verði skoðaðir en fyrirtækið tjái sig ekki um málefni einstakra starfsmanna. Bogi Theodór greindi frá því í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann þurfti að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Hann sagðist vona að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Frásögnin hefur vakið mikla athygli. Fréttastofu hefur reynt að ná tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims hf, í dag en án árangurs. Á tíunda tímanum í kvöld barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims. Þar segir: „Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins.“ Bogi Theodór og Þórhildur sögðu í samtali við fréttastofu í dag að þau hefðu engin viðbrögð fengið frá Brimi. Brim er stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphölina. Félagið hagnaðist um um ellefu milljarða í fyrra. Yfirlýsingin Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins. Sjávarútvegur Brim Kauphöllin Tengdar fréttir „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. 11. desember 2022 19:29 „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sjá meira
Bogi Theodór greindi frá því í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann þurfti að berjast fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt. Hann sagðist vona að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Frásögnin hefur vakið mikla athygli. Fréttastofu hefur reynt að ná tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims hf, í dag en án árangurs. Á tíunda tímanum í kvöld barst fréttastofu tilkynning frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd Brims. Þar segir: „Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins.“ Bogi Theodór og Þórhildur sögðu í samtali við fréttastofu í dag að þau hefðu engin viðbrögð fengið frá Brimi. Brim er stærsta útgerðarfyrirtækið sem skráð er í Kauphölina. Félagið hagnaðist um um ellefu milljarða í fyrra. Yfirlýsingin Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins.
Yfirlýsingin Brimi þykir miður hvernig mál fyrrum starfsmanns félagsins hafa þróast en hann var sjómaður um borð á skipi félagsins á sjó úti þegar fréttir bárust af sorglegum atburði á Blönduósi fyrr á árinu þar sem fjölskylduvinir sjómannsins voru fórnarlamb árásar. Brim harmar að verkferlar félagsins hafi brugðist í þessu máli. Mikilvægt er að fyrirtækið sýni starfsfólki og aðstendum þess samúð og skilning við eins erfiðar aðstæður og komu upp í þessu tilviki. Brim mun endurskoða verkferla félagsins og viðbrögð við erfiðum áföllum starfsfólks. Að öðru leiti mun Brim ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna félagsins.
Sjávarútvegur Brim Kauphöllin Tengdar fréttir „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. 11. desember 2022 19:29 „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sjá meira
„Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. 11. desember 2022 19:29
„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent