Þveröfug þróun hvað jólapóstinn varðar í Ásmundarsal Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. desember 2022 21:44 Pósthúsum og bréfasendingum hefur fækkað undanfarin ár en fyrir þessi jól hefur orðið þveröfug þróun í Ásmundarsal. Þar hefur Pósturinn opnað pósthús sem hluta af árlegri jólasýningu salarins. Jólapósthúsið sendir gesti aftur í tímann með leikmynd og ljósum og þaðan er líka hægt að senda jólakort hvert á land sem er. Tímaflakk hefur lengi heillað fólk en hefur ekki reynst mögulegt. Það er þó hægt að fá smjörþefinn með heimsókn í Pósthúsið í Ásmundarsal fyrir þessi jól. Um er að ræða samstarfsverkefni Ásmundarsalar og Póstsins en þar er hægt að póstleggja jólakort fram að jólum. Sérstakur ljósabúnaður, leikmynd og búningar eru notaðir til þess að skapa gamaldags upplifun. „Núna vorum við að opna jólasýningu Ásmundarsalar um helgina og í ár ákváðum við að opna pósthús sömuleiðis. Þannig að hér í Gunnfríðargryfju er bara starfrækt pósthús. Fórum í samstarf við Póstinn og hér geta allir komið og póstlagt kort til vina og vandamanna um allt land og þurfa ekki að borga krónu fyrir", segir Helga Jóakimsdóttir, framkvæmdastjóri Ásmundarsalar. Hér má sjá fréttamann okkar skrifa á jólakort til móður sinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson En hvers vegna er Pósturinn að taka þátt? „Það er náttúrulega bara mikill heiður fyrir okkur að taka þátt í jólasýningu hjá Ásmundarsalt enda erum við hjá póstinum ekkert eðlilega mikil jólabörn og elskum jólin,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. Bréfsendingar eru orðnar sjaldgæfar um þessar mundir en margir halda enn í hefðina og skrifa jólakort. „Svo er það nú þannig að það er ótrúlega mikill nostalgía í því að fá handskrifuð bréf eða fá að senda handskrifuð bréf. Svo ég tali nú ekki um einhverja fallega og einlæga jólakveðju,“ segir Vilborg að lokum. Jól Pósturinn Menning Reykjavík Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Tímaflakk hefur lengi heillað fólk en hefur ekki reynst mögulegt. Það er þó hægt að fá smjörþefinn með heimsókn í Pósthúsið í Ásmundarsal fyrir þessi jól. Um er að ræða samstarfsverkefni Ásmundarsalar og Póstsins en þar er hægt að póstleggja jólakort fram að jólum. Sérstakur ljósabúnaður, leikmynd og búningar eru notaðir til þess að skapa gamaldags upplifun. „Núna vorum við að opna jólasýningu Ásmundarsalar um helgina og í ár ákváðum við að opna pósthús sömuleiðis. Þannig að hér í Gunnfríðargryfju er bara starfrækt pósthús. Fórum í samstarf við Póstinn og hér geta allir komið og póstlagt kort til vina og vandamanna um allt land og þurfa ekki að borga krónu fyrir", segir Helga Jóakimsdóttir, framkvæmdastjóri Ásmundarsalar. Hér má sjá fréttamann okkar skrifa á jólakort til móður sinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson En hvers vegna er Pósturinn að taka þátt? „Það er náttúrulega bara mikill heiður fyrir okkur að taka þátt í jólasýningu hjá Ásmundarsalt enda erum við hjá póstinum ekkert eðlilega mikil jólabörn og elskum jólin,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. Bréfsendingar eru orðnar sjaldgæfar um þessar mundir en margir halda enn í hefðina og skrifa jólakort. „Svo er það nú þannig að það er ótrúlega mikill nostalgía í því að fá handskrifuð bréf eða fá að senda handskrifuð bréf. Svo ég tali nú ekki um einhverja fallega og einlæga jólakveðju,“ segir Vilborg að lokum.
Jól Pósturinn Menning Reykjavík Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira