Þveröfug þróun hvað jólapóstinn varðar í Ásmundarsal Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. desember 2022 21:44 Pósthúsum og bréfasendingum hefur fækkað undanfarin ár en fyrir þessi jól hefur orðið þveröfug þróun í Ásmundarsal. Þar hefur Pósturinn opnað pósthús sem hluta af árlegri jólasýningu salarins. Jólapósthúsið sendir gesti aftur í tímann með leikmynd og ljósum og þaðan er líka hægt að senda jólakort hvert á land sem er. Tímaflakk hefur lengi heillað fólk en hefur ekki reynst mögulegt. Það er þó hægt að fá smjörþefinn með heimsókn í Pósthúsið í Ásmundarsal fyrir þessi jól. Um er að ræða samstarfsverkefni Ásmundarsalar og Póstsins en þar er hægt að póstleggja jólakort fram að jólum. Sérstakur ljósabúnaður, leikmynd og búningar eru notaðir til þess að skapa gamaldags upplifun. „Núna vorum við að opna jólasýningu Ásmundarsalar um helgina og í ár ákváðum við að opna pósthús sömuleiðis. Þannig að hér í Gunnfríðargryfju er bara starfrækt pósthús. Fórum í samstarf við Póstinn og hér geta allir komið og póstlagt kort til vina og vandamanna um allt land og þurfa ekki að borga krónu fyrir", segir Helga Jóakimsdóttir, framkvæmdastjóri Ásmundarsalar. Hér má sjá fréttamann okkar skrifa á jólakort til móður sinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson En hvers vegna er Pósturinn að taka þátt? „Það er náttúrulega bara mikill heiður fyrir okkur að taka þátt í jólasýningu hjá Ásmundarsalt enda erum við hjá póstinum ekkert eðlilega mikil jólabörn og elskum jólin,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. Bréfsendingar eru orðnar sjaldgæfar um þessar mundir en margir halda enn í hefðina og skrifa jólakort. „Svo er það nú þannig að það er ótrúlega mikill nostalgía í því að fá handskrifuð bréf eða fá að senda handskrifuð bréf. Svo ég tali nú ekki um einhverja fallega og einlæga jólakveðju,“ segir Vilborg að lokum. Jól Pósturinn Menning Reykjavík Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Tímaflakk hefur lengi heillað fólk en hefur ekki reynst mögulegt. Það er þó hægt að fá smjörþefinn með heimsókn í Pósthúsið í Ásmundarsal fyrir þessi jól. Um er að ræða samstarfsverkefni Ásmundarsalar og Póstsins en þar er hægt að póstleggja jólakort fram að jólum. Sérstakur ljósabúnaður, leikmynd og búningar eru notaðir til þess að skapa gamaldags upplifun. „Núna vorum við að opna jólasýningu Ásmundarsalar um helgina og í ár ákváðum við að opna pósthús sömuleiðis. Þannig að hér í Gunnfríðargryfju er bara starfrækt pósthús. Fórum í samstarf við Póstinn og hér geta allir komið og póstlagt kort til vina og vandamanna um allt land og þurfa ekki að borga krónu fyrir", segir Helga Jóakimsdóttir, framkvæmdastjóri Ásmundarsalar. Hér má sjá fréttamann okkar skrifa á jólakort til móður sinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson En hvers vegna er Pósturinn að taka þátt? „Það er náttúrulega bara mikill heiður fyrir okkur að taka þátt í jólasýningu hjá Ásmundarsalt enda erum við hjá póstinum ekkert eðlilega mikil jólabörn og elskum jólin,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir, markaðssérfræðingur hjá Póstinum. Bréfsendingar eru orðnar sjaldgæfar um þessar mundir en margir halda enn í hefðina og skrifa jólakort. „Svo er það nú þannig að það er ótrúlega mikill nostalgía í því að fá handskrifuð bréf eða fá að senda handskrifuð bréf. Svo ég tali nú ekki um einhverja fallega og einlæga jólakveðju,“ segir Vilborg að lokum.
Jól Pósturinn Menning Reykjavík Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira