Stjarnan tekur á móti FH klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, en liðin ætla sér bæði sigur áður en Olís-deildin fer í langt jóla- og HM-frí. Stjörnumenn sitja í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig, fimm stigum á eftir FH sem situr í öðru sæti.
Að leik loknum tekur Seinni bylgjan svo við þar sem Stefán Árni Pálsson fær til sín sérfræðinga í settið og fer yfir allt það helsta úr liðinni umferð í Olís-deildinni.
Þá verða strákarnir í Gametíví á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 20:00.