„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 15:31 Óðinn Þór er að gera gott mót í Sviss. Kadetten Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans. Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Óðinn Þór mætti sprækur sem lækur til Kadetten en lenti í leiðinlegum meiðslum. Eftir það fór hann gjörsamlega á kostum. „Hann var óheppinn að lenda í þessu ristarbroti en kom svo með látum inn í þetta þar sem hann var með 10-15 mörk í leik. Svo kom smá hola, hann var búinn að spila mjög mikið og liðin farin að mann-dekka hann svo hann fær engin færi í horninu. Á móti kemur að það hefur opnast meira í kringum Óðinn. Hann er frábær karakter og frábær leikmaður, það er mjög gaman að vinna með honum.“ Stefán Árni vildi ólmur vita hvort Óðinn Þór væri markagráðugasti leikmaður sem Aðalsteinn hefur þjálfað. Hann var ekki alveg þeirrar skoðunar þar sem hann hefur þjálfað nokkra markagráðuga menn á sínum ferli. „Ég var með Bjarka Má Elísson líka, og Hannes Þór Jónsson. Það er erfitt að gera upp á milli en Óðinn er með þetta nef fyrir mörkum sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu.“ Aðalsteinn Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri í Sviss.Kadetten Telur Aðalsteinn að Óðinn Þór fari á HM? „Það er búið að ræða þetta til þaula heima, held ég. Ég er mikill Óðins-maður og vill að hann fái tækifæri, held að hann eigi það skilið. Upp á jafnvægið í liðinu á svona löngumóti held ég að það sé gott að vera með tvo góða hornamenn.“ „Ég er mjög bjartsýnn. Að sama skapi búið að ræða það mjög mikið að það eru margir leikmenn að spila vel. Ef við lendum ekki í meiðslum og náum að nýta breiddina vel í riðalkeppninni þá standa okkur allir vegir opnir.“ „Held að stærsta verkefnið miðað við umræðuna er ákveðin væntingastjórnun sem Guðmundur á eflaust eftir að leysa eins og hans er von og vísa. Held það sé stærsta málið, að væntingarnar veðra ekki of þungur kross að bera,“ sagði Aðalsteinn að endingu. Þátt Seinni bylgjunnar í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira