Sagður hafa vísað flóttafólki úr strætó og neitað að leyfa öðrum að greiða farið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. desember 2022 11:31 Joana segir í færslunni að bílstjórinn hafi öskrað á feðgana og hótað þeim með orðunum „I live in Njarðvík. I'll find you." Vísir/Vilhelm Forstöðumaður Fjölmenningarseturs segir frásögn af fordómafullri framkomu strætóbílstjóra, sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki koma sér á óvart. Hún hafi ítrekað heyrt af sambærilegum málum og kallar eftir úrbótum. Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni kannaðist ekki við málið en segir að það sé í skoðun. Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“ Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Færsla sem Joana Diminiczak birti á samfélagsmiðlum í gær hefur vakið mikla athygli og reiði. Í færslunni lýsir hún því þegar hún var í strætó í gær á leið til Keflavíkur, þegar flóttamaður með ungan dreng, um það bil sjö ára gamlan kemur inn. Strætókort sem maðurinn hafði meðferðis virkaði ekki og upphófst þá atburðarrás þar sem bílstjórinn að sögn Joönu öskrar á feðgana, hótar þeim og hringir á lögregluna. Joana segist ítrekað hafa boðist til að borga fyrir feðgana en bílstjórinn hafi neitað henni um það, og endar með því að feðgarnir fara út úr vagninum. Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Hún segir frásögnina koma ekki sér á óvart. „Ég var ekki hissa. Því að ég veit að það hafa verið erfiðleikar við að innleiða Klapp appið. Það er ekki hannað fyrir fjölbreytta þætti samfélagsins, fyrir erlenda aðila eða eldri borgara. Og þar höfum við séð trekk í trekk svona framkomu af hálfu starfsmanna. Þetta er stressandi starf en það að þau séu að þjóna fjölbreyttu samfélagi þýðir að þau þurfi þjálfun í því að leysa hlutina með þessum fjölbreytta kúnnahóp. En ekki koma fram með fordómafullum yfirlýsingum og ekki góðri þjónustu." Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. Nichole vill koma þeim skilaboðum á framfæri til forstöðufólks strætókerfisins að huga vel að framþróun samfélagsins samhliða tæknilegu byltingunni. „Hún er alveg frábær og gerð til að gera hlutina auðveldari fyrir okkur, en tryggjum að það sé hugað að fjölbreytileika. Og alltaf þegar við erum með fólk í þjónustuhlutverki þá þarf menningarnæmisþjálfun með tilliti til þess að það er allskonar fólk sem nýtir almenningssamgöngur. Og þeir sem eru að þjóna þeim þurfa að geta komið fram með virðingu við alla sem nota þá þjónustu.“ Forsvarsmenn Strætó og Vegagerðarinnar höfðu ekki heyrt af málinu.Vísir/Vilhelm Forstjóri Strætó, Jóhannes Svavar Rúnarsson, sagðist í samtali við fréttastofu ekki kannast við málið og vísaði á Vegagerðina, sem þjónustar landsbyggðarstrætisvagna. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar hafði heldur ekki heyrt af málinu. „Þetta er ekki falleg saga. Hún hefur ekki komið inn á borð til okkar, ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta atvik. En það er nokkuð ljóst að við munum skoða og forvitnast fyrir um hvað var þarna í gangi,“ sagði Bergþóra. Hafið þið heyrt af því að þetta nýja kerfi, Klapp appið, hafi reynst flóttafólki erfitt í notkun? „Nei, það hefur ekki komið til okkar, þjónustusvið hjá Strætó heldur utan um allar ábendingar sem koma frá notendum. Við höfum ekki fengið samantekt á svona kvörtunum, að þær virki illa fyrir þennan hóp af fólki.“
Samgöngur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira