Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. desember 2022 19:30 Vísir/Egill Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag í kjölfar þess að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá í fimmta sinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ekki bara frumvarpið heldur tímasetningu þess. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti tillögu að dagskrárbreytingu og vildi salta málið fram yfir áramót. „Í því ljósi er í rauninni óskiljanlegt að forseti tefli í tvísýnu farsælum lokum þingársins með því að setja útlendingafrumvarpið á dagskrá á þessum tímapunkti. Mál sem er hvorki brýnt né háð sérstakri tímasetningu“, sagði Andrés á alþingi í dag. Andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarpið er ekki ný af nálinni og eitt þeirra atriða sem helst hefur verið gagnrýnt er heimild stjórnvalda til þess að fella niður rétt fólks til heilbrigðisþjónustu ef þau eru enn á landinu 30 dögum eftir lokasynjun. Þá gerði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar breytingartillögu við frumvarpið sem felur í sér að fólk sem ekki tókst að vísa á brott vegna heimsfaraldurs kórónuveiru fái möguleika til þess að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku í stað þess að sækja um alþjóðlega vernd. Ekki er ljóst á þessu stigi hversu margir falla undir þessa nýju breytingu. Annar þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir málið tefja fyrir öðrum mikilvægum málum sem væri brýnt að afgreiða sem fyrst. „Ég er svona að reyna að sjá hvað þeim gengur til. Vegna þess að á meðan við erum að ræða þetta mjög svo umdeilda mál þá bíða öryrkjar eftir eingreiðslunni sinni sem allir eru sammála um. Við erum öll sammála um það.“ Alþingi Píratar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag í kjölfar þess að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá í fimmta sinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ekki bara frumvarpið heldur tímasetningu þess. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti tillögu að dagskrárbreytingu og vildi salta málið fram yfir áramót. „Í því ljósi er í rauninni óskiljanlegt að forseti tefli í tvísýnu farsælum lokum þingársins með því að setja útlendingafrumvarpið á dagskrá á þessum tímapunkti. Mál sem er hvorki brýnt né háð sérstakri tímasetningu“, sagði Andrés á alþingi í dag. Andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarpið er ekki ný af nálinni og eitt þeirra atriða sem helst hefur verið gagnrýnt er heimild stjórnvalda til þess að fella niður rétt fólks til heilbrigðisþjónustu ef þau eru enn á landinu 30 dögum eftir lokasynjun. Þá gerði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar breytingartillögu við frumvarpið sem felur í sér að fólk sem ekki tókst að vísa á brott vegna heimsfaraldurs kórónuveiru fái möguleika til þess að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku í stað þess að sækja um alþjóðlega vernd. Ekki er ljóst á þessu stigi hversu margir falla undir þessa nýju breytingu. Annar þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir málið tefja fyrir öðrum mikilvægum málum sem væri brýnt að afgreiða sem fyrst. „Ég er svona að reyna að sjá hvað þeim gengur til. Vegna þess að á meðan við erum að ræða þetta mjög svo umdeilda mál þá bíða öryrkjar eftir eingreiðslunni sinni sem allir eru sammála um. Við erum öll sammála um það.“
Alþingi Píratar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira