Tíðni andvana fæðinga lág en þungburafæðinga há Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 06:54 Nýbura- og ungbarnadauði er algengari í ríkjum þar sem þungunarrof er bannað eða verulega takmarkað. Tíðni andvana fæðinga á Íslandi hefur alla jafna verið lág og var 1,7 til 3,2 á hver 1.000 fædd börn árin 2015-2019. Þá var tíðni nýbura- og ungbarnadauða mjög lág á Íslandi árið 2019, eða 0,5 og 0,9 börn af 1.000 lifandi börnum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, þar sem meðal annars er fjallað um skýrslu Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra í ríkjum Evrópu árin 2015-2019. Í Talnabrunninum segir meðal annars að tíðni nýbura- og ungbarnadauða hafi verið lág á Íslandi á þessum árum og með því lægsta sem sást í öðrum löndum Evrópu, þar sem hún var sums staðar tvöfalt til þrefalt hærri. Tíðni nýburadauða var einna hæst á Möltu, Írlandi, Norður-Írlandi og í Póllandi, þar sem rétturinn til þungunarrofs er ýmist ekki til staðar eða mjög takmarkaður. Vegna þessa fæðast fleiri börn sem eiga ekki lífsvon vegna meðfæddra fæðingagalla. „Skilgreining á nýburadauða er þegar dauða ber að 0 til 27 dögum eftir fæðingu barns en ungbarnadauði er þegar dauða barns ber að allt að einu ári eftir fæðingu þess,“ segir í Talnabrunninum. Tíðni keisaraskurða var einnig lág á Íslandi, eða 16,6 prósent. Hún var hæst á Kýpur, þar sem rúmlega helmingur barna kom í heiminn með keisaraskurði. Athygli vekur hins vegar að tíðni þungburafæðinga var hæst á Íslandi eða 4,8 prósent. Hún var 3 prósent í Noregi en 1,1 prósent í Evrópu allri. Fæðing telst vera þungburafæðing ef barnið er 4,5 kíló eða þyngra. Aldur og þyngd mikilvægir þættir Fjórar af hverjum tíu konum sem fæddu börn á Spáni, Portúgal og Ítalíu voru 35 ára eða eldri og í þessum ríkjum var um það bil helmingur allra fæðandi kvenna að eignast sitt fyrsta barn. „Þegar á heildina er litið stendur Ísland nokkuð vel hvað varðar lykilvísa, er vitna um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra, og teknir voru til skoðunar í skýrslu Euro-Peristat. Tíðni alvarlegra atburða á borð við andvana fæðingar, nýburaog ungbarnadauða er lág á Íslandi,“ segir í samantekt. Þá segir að lengi hafi verið þekkt að börn á Íslandi fæðist óvenjulega stór en ástæður þess séu að mörgu leyti óljósar. Meðalaldur fæðandi kvenna hafi farið hækkandi, samfara aukinni tíðni offitu. „Hættan á ýmsum meðgöngukvillum eykst með aldri og aukinni líkamsþyngd, en það leiðir svo jafnframt til aukinnar tilhneigingar til inngripa í fæðingu. Það er mikilvægt fyrir lýðheilsu að sem flestar konur séu í kjörþyngd þegar þær eignast börn sín og að konur séu vel upplýstar um kosti þess að eignast fyrsta barnið fyrir þrítugt, ekki aðeins með frjósemi í huga heldur einnig áhættu á fylgikvillum meðgöngu og fæðingar.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira