„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. desember 2022 20:49 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Vilhelm Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik. „Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap. Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap.
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08