„Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. desember 2022 17:00 Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin varðandi stríðið í Úkraínu. Fram kemur í frétt BBC um ummæli hennar að vopnabúr ríkja sambandsins séu að tæmast vegna stuðnings við Úkraínumenn þrátt fyrir að framlag ríkjanna hafi verið hverfandi í samanburði við stuðning Bandaríkjanna. Stefna Evrópusambandsins beðið skipbrot Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku en sambandið hefði nálgast málin með sama hætti. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri sama um efnahagsleg tengsl. Fyrir rúmum mánuði sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að ástæðan fyrir umsókn Finnlands um inngöngu í NATO væri sú að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð, sem líkt og Finnland er í sambandinu, stefnir einnig á inngöngu í NATO. Treystu á Rússland og Kína í efnahagsmálum Komið hefur ítrekað fram í máli Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, að hernaður rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafi verið fjármagnaður með kaupum ríkja sambandsins á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Margoft hefði verið varað við því í aðdraganda stríðsins hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði verið farið í öfuga átt. Fram kom einnig í máli Borrells á fundi með sendiherrum Evrópusambandsins í október að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri orku frá Rússlandi og kaupum á ódýrum varningi frá Kína. Það væri ekki mögulegt lengur en ljóst væri að sú breyting yrði erfið efnahagslega fyrir Evrópusambandið og myndi hafa í för með sér ýmis vandamál. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins, þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Þar með talið innan NATO en Bandaríkjamenn standa undir miklum meirihluta útgjalda bandalagsins. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin varðandi stríðið í Úkraínu. Fram kemur í frétt BBC um ummæli hennar að vopnabúr ríkja sambandsins séu að tæmast vegna stuðnings við Úkraínumenn þrátt fyrir að framlag ríkjanna hafi verið hverfandi í samanburði við stuðning Bandaríkjanna. Stefna Evrópusambandsins beðið skipbrot Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku en sambandið hefði nálgast málin með sama hætti. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri sama um efnahagsleg tengsl. Fyrir rúmum mánuði sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að ástæðan fyrir umsókn Finnlands um inngöngu í NATO væri sú að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð, sem líkt og Finnland er í sambandinu, stefnir einnig á inngöngu í NATO. Treystu á Rússland og Kína í efnahagsmálum Komið hefur ítrekað fram í máli Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, að hernaður rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafi verið fjármagnaður með kaupum ríkja sambandsins á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Margoft hefði verið varað við því í aðdraganda stríðsins hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði verið farið í öfuga átt. Fram kom einnig í máli Borrells á fundi með sendiherrum Evrópusambandsins í október að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri orku frá Rússlandi og kaupum á ódýrum varningi frá Kína. Það væri ekki mögulegt lengur en ljóst væri að sú breyting yrði erfið efnahagslega fyrir Evrópusambandið og myndi hafa í för með sér ýmis vandamál. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins, þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Þar með talið innan NATO en Bandaríkjamenn standa undir miklum meirihluta útgjalda bandalagsins. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun