Þjóðverjar búast við fleiri handtökum Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 15:30 Umfangsmikil aðgerð lögreglunnar í Þýskalandi nær til allra horna landsins. EPA/FILIP SINGER Lögregluþjónar víðsvegar um Þýskaland leita nú manna og kvenna sem talin eru hafa komið að ráðabruggi um að taka þingmenn í gíslingu og mynda nýja ríkisstjórn þar í landi. Minnst 25 voru handteknir vegna hinnar meintu valdaránstilraunar en þar á meðal er maður sem kallar sig prins og ætlaði að taka völdin og fyrrverandi þingmaður og dómari. Þá hafa rannsakendur verið að grandskoða gögn sem hald var lagt á í aðgerðum lögreglu í gær. DW hefur eftir háttsettum lögreglumanni að tveir aðilar hafi bæst við hóp þeirra sem grunaðir eru um að hafa komið að ráðabrugginu. Alls eru 54 grunaðir um aðkomu að valdaránstilrauninni. Margir hinna grunuðu eru sagðir meira en 50 ára gamlir. Lögreglan segir að þó hópurinn hafi lagt á ráðin um að velta ríkisstjórn Þýskalands úr sessi sé ólíklegt að hann hafi haft burði til þess. Hins vegar innihéldi hópurinn fólk sem ætti mikið af peningum og aðra sem ættu vopn. Augljóst væri að fólkið væri hættulegt og því hefði verið gripið til aðgerða Vopn fundust á fleiri en fimmtíu af þeim stöðum þar sem lögregluþjónar leituðu í gær. Eins og fram kom í gær tengist hópurinn Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. DW sagði frá því að tilefni aðgerða lögreglunnar hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Dómari og fyrrverandi þingmaður Birgit Malsack-Winkemann, er meðal þeirra sem voru handtekin í gær. Hún er fyrrverandi þingmaður þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Hún starfar sem dómari en yfirvöld hafa þegar hafið ferli sem snýr að því að reka hana, samkvæmt frétt Zeit. Það að reka dómara sem vill ekki láta reka sig er sagt mjög erfitt í Þýskalandi. Zeit segir eingöngu hægt að beita því í takmörkuðum tilvikum og að stórir tálmar séu á þeirri tilteknu braut. Þetta sé til að tryggja sjálfstæði dómvaldsins í Þýskalandi. Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Þá hafa rannsakendur verið að grandskoða gögn sem hald var lagt á í aðgerðum lögreglu í gær. DW hefur eftir háttsettum lögreglumanni að tveir aðilar hafi bæst við hóp þeirra sem grunaðir eru um að hafa komið að ráðabrugginu. Alls eru 54 grunaðir um aðkomu að valdaránstilrauninni. Margir hinna grunuðu eru sagðir meira en 50 ára gamlir. Lögreglan segir að þó hópurinn hafi lagt á ráðin um að velta ríkisstjórn Þýskalands úr sessi sé ólíklegt að hann hafi haft burði til þess. Hins vegar innihéldi hópurinn fólk sem ætti mikið af peningum og aðra sem ættu vopn. Augljóst væri að fólkið væri hættulegt og því hefði verið gripið til aðgerða Vopn fundust á fleiri en fimmtíu af þeim stöðum þar sem lögregluþjónar leituðu í gær. Eins og fram kom í gær tengist hópurinn Reichsbürger-hreyfingunni svokölluðu sem er hreyfing fjar-hægri öfgamanna sem telja ríkisstjórn Þýskalands ólögmæta. Um tuttugu þúsund manns eru sagðir tilheyra hreyfingunni. DW sagði frá því að tilefni aðgerða lögreglunnar hafi verið rannsókn á öðrum hópi manna sem tengjast Reichsbürger-hreyfingunni og að sá hópur hafi verið að skipuleggja að ræna Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands. Dómari og fyrrverandi þingmaður Birgit Malsack-Winkemann, er meðal þeirra sem voru handtekin í gær. Hún er fyrrverandi þingmaður þýska hægriflokksins Alternative für Deutschland eða AfD. Hún starfar sem dómari en yfirvöld hafa þegar hafið ferli sem snýr að því að reka hana, samkvæmt frétt Zeit. Það að reka dómara sem vill ekki láta reka sig er sagt mjög erfitt í Þýskalandi. Zeit segir eingöngu hægt að beita því í takmörkuðum tilvikum og að stórir tálmar séu á þeirri tilteknu braut. Þetta sé til að tryggja sjálfstæði dómvaldsins í Þýskalandi.
Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08
25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37