Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2022 09:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson reynir skot að marki Frakka í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 2008. vísir/vilhelm Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. Ásgeir var gestur þriðja þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ásgeir átti langan feril. Hann hóf og lauk ferlinum með Haukum en í millitíðinni lék hann í þrettán ár erlendis. Þá er hann einn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Líkami Ásgeirs er lemstraður eftir rúmlega tuttugu ára feril sem handboltamaður. „Skrokkurinn er mjög slæmur í rauninni. Þegar ég kom heim var ég með mjög sterk sliteinkenni í mjöðminni. Það hefur mikil áhrif á hreyfigetuna í mjöðminni og liðleikinn í henni var nánast enginn. Þetta var orðið helvítis basl undir lokin,“ sagði Ásgeir. „Ég átti ekki tommu eftir og er rosa feginn þegar ég hætti og hefði kannski átt að gera það ári fyrr.“ Vegna mjaðmameiðslanna þarf Ásgeir að fara í mjaðmaskipti. Sú aðgerð bíður hans á næsta ári. „Ég sé ekkert eftir þessu. Ég hefði mögulega getað verið með þessi einkenni ef ég hefði verið skrifstofumaður. En mögulega kom þetta fyrr fram því ég var atvinnumaður í íþróttum. Ég er að fara að í skipta um mjöðm á næsta ári,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir öll þau áhrif sem lemstraður skrokkur hefur á daglegt líf Ásgeirs var enginn vafi í hans huga er Stefán Árni spurði hann hvort þetta hefði verið þess virði. „Já, klárt. Ég sé ekki neinu nema að kannski hefði maður stundum átt að vera skynsamari og hvíla meira. En mér fannst ég alltaf geta klárað eina æfingu í viðbót,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Ásgeir var gestur þriðja þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ásgeir átti langan feril. Hann hóf og lauk ferlinum með Haukum en í millitíðinni lék hann í þrettán ár erlendis. Þá er hann einn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Líkami Ásgeirs er lemstraður eftir rúmlega tuttugu ára feril sem handboltamaður. „Skrokkurinn er mjög slæmur í rauninni. Þegar ég kom heim var ég með mjög sterk sliteinkenni í mjöðminni. Það hefur mikil áhrif á hreyfigetuna í mjöðminni og liðleikinn í henni var nánast enginn. Þetta var orðið helvítis basl undir lokin,“ sagði Ásgeir. „Ég átti ekki tommu eftir og er rosa feginn þegar ég hætti og hefði kannski átt að gera það ári fyrr.“ Vegna mjaðmameiðslanna þarf Ásgeir að fara í mjaðmaskipti. Sú aðgerð bíður hans á næsta ári. „Ég sé ekkert eftir þessu. Ég hefði mögulega getað verið með þessi einkenni ef ég hefði verið skrifstofumaður. En mögulega kom þetta fyrr fram því ég var atvinnumaður í íþróttum. Ég er að fara að í skipta um mjöðm á næsta ári,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir öll þau áhrif sem lemstraður skrokkur hefur á daglegt líf Ásgeirs var enginn vafi í hans huga er Stefán Árni spurði hann hvort þetta hefði verið þess virði. „Já, klárt. Ég sé ekki neinu nema að kannski hefði maður stundum átt að vera skynsamari og hvíla meira. En mér fannst ég alltaf geta klárað eina æfingu í viðbót,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á þriðja þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00