Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 16:41 Anne Heche var 53 ára gömul þegar hún dó í sumar. Getty/EPA Réttarmeinafræðingur Los Angeles hefur staðfest að leikkonan Anna Heche var ekki undir áhrifum fíkniefna þegar hún lenti í bílslysi í sumar. Hún slasaðist alvarlega í slysinu og dó skömmu síðar, eftir að hafa verið í dái. Hún var 53 ára gömul. Blóðmælingar gáfu á sínum tíma til kynna að hún hefði mögulega verið undir áhrifum kókaíns og kannabisefna. Rannsókn hefur leitt í ljós að hún var ekki undir áhrifum fíkniefna heldur hefði líklegast neytt þeirra dagana fyrir slysið. Leifar fentanýls fundust einnig í blóði Heche en People hefur eftir talsmanni réttarmeinafræðings LA að hún hefði neytt þeirra lyfja í samráði við lækna eftir læknismeðferð. Þann 5. ágúst keyrði Heche bíl sínum á hús í Los Angels. Í aðdraganda þess hafði hún lent í tveimur smávægilegum árekstrum. Hún keyrði á húsið á um 130 kílómetra hraða og engin bremsuför fundust á vettvangi, samkvæmt rannsóknarskýrslu sem blaðamenn People hafa séð. Sjá einnig: Anne Heche er látin Eldur kviknaði í bæði bílnum og í húsinu en síðar kom í ljós að hún var föst í logandi bílnum í um 45 mínútur. Skoðun sérfræðinga hefur leitt í ljós að Heche brann svo illa að líkami hennar gat ekki notað súrefni og þess vegna hafi hún hlotið mikinn heilaskaða sem leiddi til dauða hennar. Hún var í dái í tæpa viku áður en hún dó. Á þeim tíma var hún á brunadeild og gekkst margar skinnígræðslur vegna brunasára hennar. Hún lést tæknilega séð þann 11. ágúst en hjarta hennar var haldið gangandi til 14. ágúst svo hægt væri að nýta líffæri hennar í samræmi við óskir hennar. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Blóðmælingar gáfu á sínum tíma til kynna að hún hefði mögulega verið undir áhrifum kókaíns og kannabisefna. Rannsókn hefur leitt í ljós að hún var ekki undir áhrifum fíkniefna heldur hefði líklegast neytt þeirra dagana fyrir slysið. Leifar fentanýls fundust einnig í blóði Heche en People hefur eftir talsmanni réttarmeinafræðings LA að hún hefði neytt þeirra lyfja í samráði við lækna eftir læknismeðferð. Þann 5. ágúst keyrði Heche bíl sínum á hús í Los Angels. Í aðdraganda þess hafði hún lent í tveimur smávægilegum árekstrum. Hún keyrði á húsið á um 130 kílómetra hraða og engin bremsuför fundust á vettvangi, samkvæmt rannsóknarskýrslu sem blaðamenn People hafa séð. Sjá einnig: Anne Heche er látin Eldur kviknaði í bæði bílnum og í húsinu en síðar kom í ljós að hún var föst í logandi bílnum í um 45 mínútur. Skoðun sérfræðinga hefur leitt í ljós að Heche brann svo illa að líkami hennar gat ekki notað súrefni og þess vegna hafi hún hlotið mikinn heilaskaða sem leiddi til dauða hennar. Hún var í dái í tæpa viku áður en hún dó. Á þeim tíma var hún á brunadeild og gekkst margar skinnígræðslur vegna brunasára hennar. Hún lést tæknilega séð þann 11. ágúst en hjarta hennar var haldið gangandi til 14. ágúst svo hægt væri að nýta líffæri hennar í samræmi við óskir hennar.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Skotárás í sænskum skóla Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira