Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 11:19 Flugvélafarþegar í Evrópu munu geta notað síma sína takmarkanalaust á næsta ári. Getty Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi. Ríkjum ESB hefur verið gefinn frestur til júní á næsta ári til að setja ákveðna 5G tíðni til hliðar fyrir flugvélar en notaðir verða sérstakir netbeinar í flugvélum sem veita eiga farþegum aðgang að internetinu og símaþjónustu. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um að 5G sendingar á jörðu niðri geti haft áhrif á og truflað búnað í farþegaþotum. Mestar eru áhyggjurnar í Bandaríkjunum þar sem 5G kerfið notar sambærilega tíðni og ýmiss búnaður í flugvélum. Þar á meðal búnaður sem mælir hæð flugvéla frá jörðu. Því hafa yfirvöld í Bandaríkjunum takmarkað það hve nærri flugvöllum samskiptafyrirtæki geti reist 5G senda. Sjá einnig: Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G BBC hefur eftir sérfræðingi að þetta eigi ekki við í Evrópu. 5G í Evrópu noti aðra tíðni en kerfið í Bandaríkjunum og í Evrópu hafi rannsóknir sýnt fram á að samskiptatæknin trufli búnað flugvéla ekki. Bandaríkjamenn ólíklegir til að vera með Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja ólíklegt að þar verði tekin sambærileg ákvörðun og í Evrópu. Búnaður í flugvélum verði fyrir meiri truflunum frá 5G en í Evrópu en starfsmenn flugfélaga vestanhafs hafa þó unnið að því að gera endurbætur á viðkvæmum búnaði svo hann þoli betur 5G sendingar. Þessum endurbætum á að ljúka fyrir lok næsta árs. Einn sérfræðingur segir í samtali við Washington Post að tæknin til að gera farþegum flugvéla kleift að tala í síma sína hafi verið til staðar um árabil. Tom Wheeler, fyrrverandi yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna, sagðist hafa skoðað árið 2013 að breyta reglunum og leyfa fólki að nota síma í flugvélum. Hann hafi hins vegar mætt mikilli mótspyrnu innan fluggeirans en sú mótspyrna hafi snúið að því að ekki var vilji til að leyfa fólki að tala í síma sína, því það gæti komið niður á flugferð annarra farþega. Evrópusambandið Fréttir af flugi Fjarskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Ríkjum ESB hefur verið gefinn frestur til júní á næsta ári til að setja ákveðna 5G tíðni til hliðar fyrir flugvélar en notaðir verða sérstakir netbeinar í flugvélum sem veita eiga farþegum aðgang að internetinu og símaþjónustu. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um að 5G sendingar á jörðu niðri geti haft áhrif á og truflað búnað í farþegaþotum. Mestar eru áhyggjurnar í Bandaríkjunum þar sem 5G kerfið notar sambærilega tíðni og ýmiss búnaður í flugvélum. Þar á meðal búnaður sem mælir hæð flugvéla frá jörðu. Því hafa yfirvöld í Bandaríkjunum takmarkað það hve nærri flugvöllum samskiptafyrirtæki geti reist 5G senda. Sjá einnig: Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G BBC hefur eftir sérfræðingi að þetta eigi ekki við í Evrópu. 5G í Evrópu noti aðra tíðni en kerfið í Bandaríkjunum og í Evrópu hafi rannsóknir sýnt fram á að samskiptatæknin trufli búnað flugvéla ekki. Bandaríkjamenn ólíklegir til að vera með Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja ólíklegt að þar verði tekin sambærileg ákvörðun og í Evrópu. Búnaður í flugvélum verði fyrir meiri truflunum frá 5G en í Evrópu en starfsmenn flugfélaga vestanhafs hafa þó unnið að því að gera endurbætur á viðkvæmum búnaði svo hann þoli betur 5G sendingar. Þessum endurbætum á að ljúka fyrir lok næsta árs. Einn sérfræðingur segir í samtali við Washington Post að tæknin til að gera farþegum flugvéla kleift að tala í síma sína hafi verið til staðar um árabil. Tom Wheeler, fyrrverandi yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna, sagðist hafa skoðað árið 2013 að breyta reglunum og leyfa fólki að nota síma í flugvélum. Hann hafi hins vegar mætt mikilli mótspyrnu innan fluggeirans en sú mótspyrna hafi snúið að því að ekki var vilji til að leyfa fólki að tala í síma sína, því það gæti komið niður á flugferð annarra farþega.
Evrópusambandið Fréttir af flugi Fjarskipti Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira