Flugvélahamur heyrir brátt sögunni til í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2022 11:19 Flugvélafarþegar í Evrópu munu geta notað síma sína takmarkanalaust á næsta ári. Getty Hinn svokallaði flugvélahamur (e. Airplane mode) mun brátt heyra sögunni til, í það minnsta í Evrópu, og munu flugfarþegar geta vafrað um á netinu og hringt í háloftunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélög geti veitt farþegum aðgang að 5G nettengingu í flugi. Ríkjum ESB hefur verið gefinn frestur til júní á næsta ári til að setja ákveðna 5G tíðni til hliðar fyrir flugvélar en notaðir verða sérstakir netbeinar í flugvélum sem veita eiga farþegum aðgang að internetinu og símaþjónustu. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um að 5G sendingar á jörðu niðri geti haft áhrif á og truflað búnað í farþegaþotum. Mestar eru áhyggjurnar í Bandaríkjunum þar sem 5G kerfið notar sambærilega tíðni og ýmiss búnaður í flugvélum. Þar á meðal búnaður sem mælir hæð flugvéla frá jörðu. Því hafa yfirvöld í Bandaríkjunum takmarkað það hve nærri flugvöllum samskiptafyrirtæki geti reist 5G senda. Sjá einnig: Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G BBC hefur eftir sérfræðingi að þetta eigi ekki við í Evrópu. 5G í Evrópu noti aðra tíðni en kerfið í Bandaríkjunum og í Evrópu hafi rannsóknir sýnt fram á að samskiptatæknin trufli búnað flugvéla ekki. Bandaríkjamenn ólíklegir til að vera með Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja ólíklegt að þar verði tekin sambærileg ákvörðun og í Evrópu. Búnaður í flugvélum verði fyrir meiri truflunum frá 5G en í Evrópu en starfsmenn flugfélaga vestanhafs hafa þó unnið að því að gera endurbætur á viðkvæmum búnaði svo hann þoli betur 5G sendingar. Þessum endurbætum á að ljúka fyrir lok næsta árs. Einn sérfræðingur segir í samtali við Washington Post að tæknin til að gera farþegum flugvéla kleift að tala í síma sína hafi verið til staðar um árabil. Tom Wheeler, fyrrverandi yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna, sagðist hafa skoðað árið 2013 að breyta reglunum og leyfa fólki að nota síma í flugvélum. Hann hafi hins vegar mætt mikilli mótspyrnu innan fluggeirans en sú mótspyrna hafi snúið að því að ekki var vilji til að leyfa fólki að tala í síma sína, því það gæti komið niður á flugferð annarra farþega. Evrópusambandið Fréttir af flugi Fjarskipti Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ríkjum ESB hefur verið gefinn frestur til júní á næsta ári til að setja ákveðna 5G tíðni til hliðar fyrir flugvélar en notaðir verða sérstakir netbeinar í flugvélum sem veita eiga farþegum aðgang að internetinu og símaþjónustu. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um að 5G sendingar á jörðu niðri geti haft áhrif á og truflað búnað í farþegaþotum. Mestar eru áhyggjurnar í Bandaríkjunum þar sem 5G kerfið notar sambærilega tíðni og ýmiss búnaður í flugvélum. Þar á meðal búnaður sem mælir hæð flugvéla frá jörðu. Því hafa yfirvöld í Bandaríkjunum takmarkað það hve nærri flugvöllum samskiptafyrirtæki geti reist 5G senda. Sjá einnig: Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G BBC hefur eftir sérfræðingi að þetta eigi ekki við í Evrópu. 5G í Evrópu noti aðra tíðni en kerfið í Bandaríkjunum og í Evrópu hafi rannsóknir sýnt fram á að samskiptatæknin trufli búnað flugvéla ekki. Bandaríkjamenn ólíklegir til að vera með Sérfræðingar í Bandaríkjunum segja ólíklegt að þar verði tekin sambærileg ákvörðun og í Evrópu. Búnaður í flugvélum verði fyrir meiri truflunum frá 5G en í Evrópu en starfsmenn flugfélaga vestanhafs hafa þó unnið að því að gera endurbætur á viðkvæmum búnaði svo hann þoli betur 5G sendingar. Þessum endurbætum á að ljúka fyrir lok næsta árs. Einn sérfræðingur segir í samtali við Washington Post að tæknin til að gera farþegum flugvéla kleift að tala í síma sína hafi verið til staðar um árabil. Tom Wheeler, fyrrverandi yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna, sagðist hafa skoðað árið 2013 að breyta reglunum og leyfa fólki að nota síma í flugvélum. Hann hafi hins vegar mætt mikilli mótspyrnu innan fluggeirans en sú mótspyrna hafi snúið að því að ekki var vilji til að leyfa fólki að tala í síma sína, því það gæti komið niður á flugferð annarra farþega.
Evrópusambandið Fréttir af flugi Fjarskipti Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira