Djúpfölsuð myndbönd að verða vandamál og stjörnurnar farnar að birtast í erótískum senum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2022 10:31 Djúpfölsuð myndbönd er út um allan veraldarvefinn. Tækin þróast á hraða ljóssins og gervigreind er orðin hluti af daglegu lífi margra. Gervigreind er notuð í svokallaða djúpfölsun en þá er andliti einnar manneskju skeytt á hreyfimynd af annarri. Hér að neðan sjáum við til dæmis myndband af Tom Cruise eða hvað? Hér er um að ræða djúpfalsað myndband og á netinu er gríðarlegt magn af djúpfölsuðum myndböndum. @deeptomcruise I negotiate the best deals with 🐊 ‘s! ♬ Love You So - The King Khan & BBQ Show Tryggvi Elínarson er þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, stafrænu birtingar- og ráðgjafarfyrirtæki. Hann segir að tæknin á bak við djúpfölsun sé komin á þann stað tæknin er aðgengileg öllum og að fæstir geti borið kennsl á djúpfölsuð myndbönd. „Við erum hreinlega í veldisvexti þegar kemur að þróun tækninnar. Við sjáum alveg ofboðslega hraða framför sérstaklega þegar kemur að gervigreind, gervigreind sem raunverulega framkvæmir þessar djúpfalsanir. Hún gæti tekið myndir og myndbönd af þér, matað eitthvað kerfi og látið hana leika hvaða senu sem er,“ segir Tryggvi. Ekki er einungis hægt að djúpfalsa myndir og myndskeið heldur líka hljóðbrot og raddir. En hver er tilgangurinn með djúpfölsun? Tryggvi segir að gott dæmi hafi birst í nýlegri Star Wars þáttaröð þar sem þessi tækni var notuð til að gera ungan Luke Skywalker raunverulegri og líka þegar kemur að röddinni. En hverjar eru skuggahliðarnar? „Það gefur auga leið að þarna er komin enn ein leiðin til að villa á sér heimildir og þykjast vera annar en maður er. Það sem við óttumst í markaðs og pr bransanum að maður getur látið einhver orð í munn hjá þekktum einstaklingi. Í flestum tilfellum kemur í ljós sama daga eða stuttu seinna að um fölsun sé að ræða en þá er yfirleitt skaðinn skeður.“ Hann segir að það sé ekki auðvelt fyrir hinn almenna borgara að greina hvort um djúpfölsun sé að ræða eða ekki og að eftir því sem tækninni fleygir fram þurfi sérfræðinga til að skera úr um slíkt. „Það sem er líka önnur skuggahlið á þessu er að við sjáum þetta líka leka inn í enn þá óþægilegra svið og stórstjörnur eru að lenda í því að það er verið að setja andlitið á þeim á nektarmyndir og jafnvel heilu erótísku senurnar,“ segir Tryggvi. Hann segir að því meira myndefni sem til er á netinu af einstaklingum, því auðveldara er að djúpfalsa efni af viðkomandi. „Og fyrir vikið, því meira sem við dælum af okkur efni á netið, því auðveldara er hægt að nota okkur í djúpfalsanir.“ Hann segir þó að fólk eins og ég og þú þurfum í það minnsta ekki enn að hafa áhyggjur af slíku, heldur eru áhrifafólk í viðskiptalífinu, stjórnmálamenn og opinberar persónur ættu að hafa auknar áhyggjur af djúpfölsunum. „En á sama tíma erfitt að ætla að það sé ekki til myndefni af þér ef þú ert í pólitík og ef þú ert frægur leikari þá er eðli málsins samkvæmt til efni af þér. Það sem vantar þarna er sterkari löggjöf í kringum þessi mál, hver ber ábyrgð og hverjar eru afleiðingarnar þegar svona kemst upp. Þetta gerist svo ofboðslega hratt að það er hætta að við lendum eftir á, menn mega ekki sitja og bíða því þetta er að gerast á svo miklum ógnarhraða.“ Jafnvel þó tækniframfarir hafi gefið okkur margt, auðveldað lífið og bjargað mannslífum eru margir sem misnota hana. Tryggvi segir að á undanförnum árum hafi borið meira á því að gervigreind sé notuð til þess að stýra samfélagsumræðu í ákveðna átt. „Raunverulega svona gervigreindarspjallmenni eru orðin alveg ofboðslega fær og eiga auðvelt með að haga sér eins og eðlilegur einstaklingur og það er að verða erfitt að greina á milli hvort þetta sé spjallmenni eða ekki.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tryggvi fer einnig yfir það hvað sé spennandi í þessari nýju tækni. Tækni Ísland í dag Gervigreind Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Hér að neðan sjáum við til dæmis myndband af Tom Cruise eða hvað? Hér er um að ræða djúpfalsað myndband og á netinu er gríðarlegt magn af djúpfölsuðum myndböndum. @deeptomcruise I negotiate the best deals with 🐊 ‘s! ♬ Love You So - The King Khan & BBQ Show Tryggvi Elínarson er þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, stafrænu birtingar- og ráðgjafarfyrirtæki. Hann segir að tæknin á bak við djúpfölsun sé komin á þann stað tæknin er aðgengileg öllum og að fæstir geti borið kennsl á djúpfölsuð myndbönd. „Við erum hreinlega í veldisvexti þegar kemur að þróun tækninnar. Við sjáum alveg ofboðslega hraða framför sérstaklega þegar kemur að gervigreind, gervigreind sem raunverulega framkvæmir þessar djúpfalsanir. Hún gæti tekið myndir og myndbönd af þér, matað eitthvað kerfi og látið hana leika hvaða senu sem er,“ segir Tryggvi. Ekki er einungis hægt að djúpfalsa myndir og myndskeið heldur líka hljóðbrot og raddir. En hver er tilgangurinn með djúpfölsun? Tryggvi segir að gott dæmi hafi birst í nýlegri Star Wars þáttaröð þar sem þessi tækni var notuð til að gera ungan Luke Skywalker raunverulegri og líka þegar kemur að röddinni. En hverjar eru skuggahliðarnar? „Það gefur auga leið að þarna er komin enn ein leiðin til að villa á sér heimildir og þykjast vera annar en maður er. Það sem við óttumst í markaðs og pr bransanum að maður getur látið einhver orð í munn hjá þekktum einstaklingi. Í flestum tilfellum kemur í ljós sama daga eða stuttu seinna að um fölsun sé að ræða en þá er yfirleitt skaðinn skeður.“ Hann segir að það sé ekki auðvelt fyrir hinn almenna borgara að greina hvort um djúpfölsun sé að ræða eða ekki og að eftir því sem tækninni fleygir fram þurfi sérfræðinga til að skera úr um slíkt. „Það sem er líka önnur skuggahlið á þessu er að við sjáum þetta líka leka inn í enn þá óþægilegra svið og stórstjörnur eru að lenda í því að það er verið að setja andlitið á þeim á nektarmyndir og jafnvel heilu erótísku senurnar,“ segir Tryggvi. Hann segir að því meira myndefni sem til er á netinu af einstaklingum, því auðveldara er að djúpfalsa efni af viðkomandi. „Og fyrir vikið, því meira sem við dælum af okkur efni á netið, því auðveldara er hægt að nota okkur í djúpfalsanir.“ Hann segir þó að fólk eins og ég og þú þurfum í það minnsta ekki enn að hafa áhyggjur af slíku, heldur eru áhrifafólk í viðskiptalífinu, stjórnmálamenn og opinberar persónur ættu að hafa auknar áhyggjur af djúpfölsunum. „En á sama tíma erfitt að ætla að það sé ekki til myndefni af þér ef þú ert í pólitík og ef þú ert frægur leikari þá er eðli málsins samkvæmt til efni af þér. Það sem vantar þarna er sterkari löggjöf í kringum þessi mál, hver ber ábyrgð og hverjar eru afleiðingarnar þegar svona kemst upp. Þetta gerist svo ofboðslega hratt að það er hætta að við lendum eftir á, menn mega ekki sitja og bíða því þetta er að gerast á svo miklum ógnarhraða.“ Jafnvel þó tækniframfarir hafi gefið okkur margt, auðveldað lífið og bjargað mannslífum eru margir sem misnota hana. Tryggvi segir að á undanförnum árum hafi borið meira á því að gervigreind sé notuð til þess að stýra samfélagsumræðu í ákveðna átt. „Raunverulega svona gervigreindarspjallmenni eru orðin alveg ofboðslega fær og eiga auðvelt með að haga sér eins og eðlilegur einstaklingur og það er að verða erfitt að greina á milli hvort þetta sé spjallmenni eða ekki.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tryggvi fer einnig yfir það hvað sé spennandi í þessari nýju tækni.
Tækni Ísland í dag Gervigreind Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“