Sáu sér leik á borði og tóku yfir Brynju yfir jólin Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 08:43 Búið er að taka skilti Brynju og setja þennan auglýsingaborða í staðinn. Vísir/Vilhelm Ölgerðin er með húsnæði við Laugaveg 29, þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður til húsa, á leigu hjá fyrrverandi eiganda hússins. Nýir eigendur taka ekki við húsinu fyrr en í byrjun árs. Næsta mánuðinn er húsið kallað „Pepsi max húsið“. Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05
Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31
Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51