Sáu sér leik á borði og tóku yfir Brynju yfir jólin Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 08:43 Búið er að taka skilti Brynju og setja þennan auglýsingaborða í staðinn. Vísir/Vilhelm Ölgerðin er með húsnæði við Laugaveg 29, þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður til húsa, á leigu hjá fyrrverandi eiganda hússins. Nýir eigendur taka ekki við húsinu fyrr en í byrjun árs. Næsta mánuðinn er húsið kallað „Pepsi max húsið“. Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05
Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31
Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51