Húrra fyrir evrópskri kvikmyndagerð! Hrönn Marinósdóttir skrifar 5. desember 2022 15:01 Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu. Undanfarnar vikur höfum við átt kost á því að horfa á mikið úrval evrópskra gæðamynda í Bíó Paradís og á RÚV í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Landsmenn eru því komnir vel á bragðið og vonandi að okkur sem hér búum gefist enn betri tækifæri í framtíðinni til að sjá enn meira af evrópskum myndum og sem mest í kvikmyndahúsum. Það er allt öðruvísi að horfa heima í stofu en á stóru tjaldi í félagslegu samneyti sem gerir upplifunina svo sterka. Það er félagsleg athöfn að fara í bíó og ekkert skemmtilegra en að horfa á góða mynd og rabba svo um hana við félagana á eftir. Bíómiðinn hefur hækkað í verði en er samt sem áður enn ein ódýrarasta skemmtun sem býðst hér á landi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa á evrópska framleiðslu í kvikmyndabúsum því við erum Evrópubúar og þurfum að fá tækifæri til að spegla okkur í evrópsku efni. Óháðar evrópskar kvikmyndir eru sérstakt listform sem nýtur virðingar og mikilvægt er að þær eigi gott aðgengi hér á landi, líkt og afurðir annarra listgreina. Það er hægt að njóta margs í listrænni evrópskri kvikmynd jafnvel þótt við skiljum ekki tungumálið, þekkjum ekki leikarana eða höfum aldrei heimsótt viðkomandi land. Því oft er fjallað um sammannlega reynslu og menningu sem á margan hátt tengir Evrópu saman í eina heild. Verið er að segja sögur. Sögur af fólki, sögur af samfélögum og þannig veitt innsýn í ólíka heima. Það er þroskandi og mannbætandi. Myndirnar geta bætt þjóðfélagsumræðuna og samfélögin um leið. Þó við séum á margan hátt ólík sem búum í Evrópu, sem telur yfir 40 lönd með enn fleiri tungumál, þá eigum við samt margt sameigilegt og getum lært hvert af öðru í gegnum þennan sterka miðil, kvikmyndirnar. Evrópskar kvikmyndir eru alls konar og í mörgum þeirra er meira pláss fyrir ímyndundaraflið en í hefðbundnum formúlumyndum frá Hollywood, sem njóta vinsælda í bíó hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Íslenskar kvikmyndir sem margar hafa slegið í gegn á stórum erlendum kvikmyndahátíðum svo sem eins og í Cannes og nú síðast í Tallinn, og hlotið hafa verðlaun af ýmsu tagi, eru margar af þessum toga. Í ár keppir Volaða land eftir Hlyn Pálmason um aðalverðlaunin í flokki leikinna kvikmynda á EFA. Það sýnir vel hve íslensk kvikmyndagerð stendur sterkum fótum. EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru stofnuð árið 1989 til að vernda og upphefja evrópskar kvikmyndir því alls staðar í Evrópu eins og hér á landi hefur amerísk kvikmyndagerð verið allsraðandi í bíóhúsum. Tilgangur samtakanna er m.a. að gera evrópskar kvikmyndir meira sýnilegar, meta þær að verðleikum og tengja saman fólk. EFA verðlaunin eru uppskeruhátíð evrópskrar kvikmyndagerðar þar sem fjöldi kvikmynda er lagður fyrir dóm evrópsku kvikmyndaakademíunnar en um næstu helgi keppa um 50 myndir um hin eftirsóttu verðlaun í hinum ýmsu flokkum. RIFF hefur lagt mikla áherslu á að sýna rjómann af nýrri evrópskri kvikmyndagerð og frumsýnir á hverju hausti tugi splunkunýrra kvikmynda frá Evrópu. Það er þungamiðjan i starfi okkar enda hafa margar myndir á RIFF verið tilnefndar til EFA verðlauna og í ár er það engin undanteking. Við ætlum að halda þeirri vegferð áfram og teljum að það að stjórnvöld hafi haft skilning á mikilvægi EFA verðlaunahátíðar hér á landi muni styrkja enn frekar starfsemi RIFF, Bíó Paradísar og fleiri sem starfa við það að sýna evrópskar listrænar myndir í kvikmyndahúsum. RIFF, sem er sjálfstæð, óháð og rekin án hagnaðar, mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári. RIFF ætlar ekki, frekar en fyrr daginn, að láta sitt eftir liggja og erum við þegar byrjuð að skipuleggja afmæliskvikmyndaveislu næsta haust frá 28. september til 8. október. Góða skemmtun á laugardaginn. Höfundur er stjórnandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu. Undanfarnar vikur höfum við átt kost á því að horfa á mikið úrval evrópskra gæðamynda í Bíó Paradís og á RÚV í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Landsmenn eru því komnir vel á bragðið og vonandi að okkur sem hér búum gefist enn betri tækifæri í framtíðinni til að sjá enn meira af evrópskum myndum og sem mest í kvikmyndahúsum. Það er allt öðruvísi að horfa heima í stofu en á stóru tjaldi í félagslegu samneyti sem gerir upplifunina svo sterka. Það er félagsleg athöfn að fara í bíó og ekkert skemmtilegra en að horfa á góða mynd og rabba svo um hana við félagana á eftir. Bíómiðinn hefur hækkað í verði en er samt sem áður enn ein ódýrarasta skemmtun sem býðst hér á landi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa á evrópska framleiðslu í kvikmyndabúsum því við erum Evrópubúar og þurfum að fá tækifæri til að spegla okkur í evrópsku efni. Óháðar evrópskar kvikmyndir eru sérstakt listform sem nýtur virðingar og mikilvægt er að þær eigi gott aðgengi hér á landi, líkt og afurðir annarra listgreina. Það er hægt að njóta margs í listrænni evrópskri kvikmynd jafnvel þótt við skiljum ekki tungumálið, þekkjum ekki leikarana eða höfum aldrei heimsótt viðkomandi land. Því oft er fjallað um sammannlega reynslu og menningu sem á margan hátt tengir Evrópu saman í eina heild. Verið er að segja sögur. Sögur af fólki, sögur af samfélögum og þannig veitt innsýn í ólíka heima. Það er þroskandi og mannbætandi. Myndirnar geta bætt þjóðfélagsumræðuna og samfélögin um leið. Þó við séum á margan hátt ólík sem búum í Evrópu, sem telur yfir 40 lönd með enn fleiri tungumál, þá eigum við samt margt sameigilegt og getum lært hvert af öðru í gegnum þennan sterka miðil, kvikmyndirnar. Evrópskar kvikmyndir eru alls konar og í mörgum þeirra er meira pláss fyrir ímyndundaraflið en í hefðbundnum formúlumyndum frá Hollywood, sem njóta vinsælda í bíó hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Íslenskar kvikmyndir sem margar hafa slegið í gegn á stórum erlendum kvikmyndahátíðum svo sem eins og í Cannes og nú síðast í Tallinn, og hlotið hafa verðlaun af ýmsu tagi, eru margar af þessum toga. Í ár keppir Volaða land eftir Hlyn Pálmason um aðalverðlaunin í flokki leikinna kvikmynda á EFA. Það sýnir vel hve íslensk kvikmyndagerð stendur sterkum fótum. EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru stofnuð árið 1989 til að vernda og upphefja evrópskar kvikmyndir því alls staðar í Evrópu eins og hér á landi hefur amerísk kvikmyndagerð verið allsraðandi í bíóhúsum. Tilgangur samtakanna er m.a. að gera evrópskar kvikmyndir meira sýnilegar, meta þær að verðleikum og tengja saman fólk. EFA verðlaunin eru uppskeruhátíð evrópskrar kvikmyndagerðar þar sem fjöldi kvikmynda er lagður fyrir dóm evrópsku kvikmyndaakademíunnar en um næstu helgi keppa um 50 myndir um hin eftirsóttu verðlaun í hinum ýmsu flokkum. RIFF hefur lagt mikla áherslu á að sýna rjómann af nýrri evrópskri kvikmyndagerð og frumsýnir á hverju hausti tugi splunkunýrra kvikmynda frá Evrópu. Það er þungamiðjan i starfi okkar enda hafa margar myndir á RIFF verið tilnefndar til EFA verðlauna og í ár er það engin undanteking. Við ætlum að halda þeirri vegferð áfram og teljum að það að stjórnvöld hafi haft skilning á mikilvægi EFA verðlaunahátíðar hér á landi muni styrkja enn frekar starfsemi RIFF, Bíó Paradísar og fleiri sem starfa við það að sýna evrópskar listrænar myndir í kvikmyndahúsum. RIFF, sem er sjálfstæð, óháð og rekin án hagnaðar, mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári. RIFF ætlar ekki, frekar en fyrr daginn, að láta sitt eftir liggja og erum við þegar byrjuð að skipuleggja afmæliskvikmyndaveislu næsta haust frá 28. september til 8. október. Góða skemmtun á laugardaginn. Höfundur er stjórnandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun