Segir tónlist Ásgeirs Trausta hafa hjálpað sér í veikindum sonar síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2022 13:36 „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu,“ segir Rob Delaney. Getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Rob Delaney opnaði sig nýlega í hlaðvarpsviðtali og ræddi meðal annars um það hvernig lög íslenska tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta veittu honum styrk á erfiðum tímum. Flestir kannast við Rob úr Deadpool 2 myndinni og þáttaröðinni Catastrophe en hann fer einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northen Comfort. Rob gekk í gegnum mikinn harmleik fyrir nokkrum árum þegar kornungur sonur hans lést úr heilaæxli aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Hann gaf nýlega út bókina A Heart That Works þar sem hann rekur sögu sonar síns og sorgarferlið sem hann og fjölskyldan hafa gengið í gegnum. Rob mætti á dögunum í viðtal hjá Up First sem er vinsæll hlaðvarpsþáttur vestanhafs. Þar ræddi hann bókina og kom meðal annars inn á upplifun sína af því að horfa upp á son sinn í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Á meðan Henry litli dvaldi á sjúkrahúsinu gerði Rob sitt besta til að hafa ofan af fyrir syni sínum og fá hann til að gleyma veikindum sínum. Feðgarnir léku sér og lásu saman sögur og þess á milli lögðu þeir sig saman. „Hann lagði sig, og svo lagði ég mig og síðan hlustum við saman á fallega tónlist á íslensku,“ segir Rob í viðtalinu og á þar við tónlist Ásgeirs Trausta. Eitt af lögunum sem þeir feðgar hlustuðu á var Heimförin. Rob heldur áfram og segir að rúmlega tveimur árum seinna hafi hann unnið með íslenskum leikstjóra og sagt henni frá aðdáun sinni á íslenskum söngvara að nafni Ásgeir. „Og þá sagði hún mér áhugaverða staðreynd um hann, að pabbi hans væri ljóðskáld, og að pabbi hans hefði skrifað textana og hann hefði síðan samið tónlistana. Og ég var alveg bara: ha?“ Rob segir það hafa snert sig þegar hann komst að því að þessi íslenska tónlist var samin af feðgum, tónlistin sem hann hafði hlustað á með syni sínum á þessum dýrmætu og heilögu stundum. Eða eins og hann orðar það: „Á meðan við lágum saman og létum okkur dreyma á meðan hann var eins árs gamall og fastur í lyfjagjöf.“ Rob bætir því við að þessi uppgvötun hafi yljað honum um hjartarætur. „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu.“ Tónlist Hollywood Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Flestir kannast við Rob úr Deadpool 2 myndinni og þáttaröðinni Catastrophe en hann fer einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northen Comfort. Rob gekk í gegnum mikinn harmleik fyrir nokkrum árum þegar kornungur sonur hans lést úr heilaæxli aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Hann gaf nýlega út bókina A Heart That Works þar sem hann rekur sögu sonar síns og sorgarferlið sem hann og fjölskyldan hafa gengið í gegnum. Rob mætti á dögunum í viðtal hjá Up First sem er vinsæll hlaðvarpsþáttur vestanhafs. Þar ræddi hann bókina og kom meðal annars inn á upplifun sína af því að horfa upp á son sinn í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Á meðan Henry litli dvaldi á sjúkrahúsinu gerði Rob sitt besta til að hafa ofan af fyrir syni sínum og fá hann til að gleyma veikindum sínum. Feðgarnir léku sér og lásu saman sögur og þess á milli lögðu þeir sig saman. „Hann lagði sig, og svo lagði ég mig og síðan hlustum við saman á fallega tónlist á íslensku,“ segir Rob í viðtalinu og á þar við tónlist Ásgeirs Trausta. Eitt af lögunum sem þeir feðgar hlustuðu á var Heimförin. Rob heldur áfram og segir að rúmlega tveimur árum seinna hafi hann unnið með íslenskum leikstjóra og sagt henni frá aðdáun sinni á íslenskum söngvara að nafni Ásgeir. „Og þá sagði hún mér áhugaverða staðreynd um hann, að pabbi hans væri ljóðskáld, og að pabbi hans hefði skrifað textana og hann hefði síðan samið tónlistana. Og ég var alveg bara: ha?“ Rob segir það hafa snert sig þegar hann komst að því að þessi íslenska tónlist var samin af feðgum, tónlistin sem hann hafði hlustað á með syni sínum á þessum dýrmætu og heilögu stundum. Eða eins og hann orðar það: „Á meðan við lágum saman og létum okkur dreyma á meðan hann var eins árs gamall og fastur í lyfjagjöf.“ Rob bætir því við að þessi uppgvötun hafi yljað honum um hjartarætur. „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu.“
Tónlist Hollywood Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira