Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 09:35 Leikskólabörn hafa verið reglulegir gestir í Ráðhúsi Reykjavíkur undanfarin ár. Bæði á skemmtunum en líka til í baráttu með foreldrum sínum fyrir plássi og betri kjörum leikskólakennara. Vísir/Vilhelm „Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“ Þetta segir í bréfi sem leikskólastjórar í Reykjavík sendu á borgarfulltrúa og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar 10. nóvember síðastliðinn. Í bréfinu eru gerðar verulegar athugasemdir við fregnir þess efnis að leikskólarnir í Reykjavík séu ofmannaðir sem nemur 75 starfsmönnum. Þá segir í bréfinu að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna og hlutfall fjárframlags borgarinnar til skóla- og frístundasviðs gagnrýnt. „Við hvetjum borgarstjórn til að sigla á önnur mið í sparnaðaraðgerðum. Það er sorglegt að enn og aftur er ráðist á grunnstoðirnar,“ segir í bréfinu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að óánægja leikskólastjóra í Reykjavík sé svo mikil að aðeins örfáir af 68 leikskólastjórum hafi mætt á samkomu sem skóla- og frístundasvið efndi til fyrir stjórnendur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva og félagsheimila til að þakka fyrir framgöngu þeirra í kórónuveirufaraldrinum. Flýja úr leikskólanum yfir í grunnskólann Í bréfinu segjast leikskólastjórnendur hafna þeirri skýringu borgarstjórnar að ofmönnun sé í leikskólunum vegna Covid-19. Í hagræðingaráætlun komi fram að segja þurfi þessum starfsmönnum upp en fyrir liggi að kennurum innan leikskólana hafi fækkað og séu um 20 prósent starfsmanna en 30 prósent áður. Þá hafi ekki tekist að manna allar stjórnendastöður. „Þetta misserið hafa óvenju margir leikskólastjórnendur óskað eftir starfslokasamningum, einnig hafa of margir leikskólastjórnendur sagt upp störfum þar sem þeir telja sig ekki lengur geta unnið við þær aðstæður sem starfseminni og þeim sjálfum er boðið upp á,“ segir í bréfinu. „Þannig að launakostnaður leikskólans ætti að lækka hratt.“ Þá er bent á að nú sé aðeins gefið út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara og vinnuaðstæður á leikskólunum standist ekki samanburð við vinnuaðstæður á öðrum skólastigum. Leikskólakennarar hafi valið að færa sig yfir í grunnskólann, þar sem starfsaðstæður séu betri og meiri virðing borin fyrir störfum þeirra. Leikskólastjórar gagnrýna harðlega að skóla- og frístundasvið og yfirstjórn þess fái úthlutað einum tíunda af þeirri fjárhæð sem rennur til leikskólanna, um 1,5 milljarði króna. Þar hafi engar kröfur verið uppi um uppsagnir en starfsmenn sviðsins séu 72. Í fjárhagsáætlun komi fram að kostnaður vegna ráðs og yfirstjórnar sé 1,3 milljarðar króna en miðlægir liðir 200 milljónir króna. „Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur 68 milljarða. Af þessari fjárhæð er 68 borgarreknum leikskólum, þar af eru þrír sameinaðir grunnskólum og frístundaheimilum, úthlutað 17 milljörðum, eða 25% af heildarfjármagni málaflokksins. Það eru 2.000 starfsmenn á leikskólum Reykjavíkur.“ Skólastjórnendur segja ráðhúsið skorta skilning á málefnum leikskólanna. „Vandi leikskólanna er því mikill“ Leikskólastjórar segja fjárhagslíkanið fyrir leikskólana lögnu úrelt og grunnstöðugildi hafi ekki verið fjármögnuð í tvö ár. Sérkennslan sé verulega vanfjármögnuð og launaáætlun leikskólans sömuleiðis. Einn milljarð vanti inn í fjárhagslíkan leikskólans miðað við hóflegan rekstur. Í bréfinu segir einnig að um 10 prósent af leikskólahúsnæðinu í borginni hafi verið lokað vegna viðhaldsleysis og heilsuspillandi aðstæðna. Þá hafi leikskólar verið fluttir úr einu heilsuspillandi húsnæði í annað. Húsnæði sem ekki var talið boðlegt fullorðnum hafi þótt boðlegt fyrir börn og starfsmenn leikskóla. „Vandi leikskólanna er því mikill. Þetta ástand er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að viðverutími barna er hvað lengstur á því skólastigi, þau dvelja þar allt árið um kring fyrir utan fjórar vikur, þegar skólinn er lokaður að sumri.“ Því hefði mátt vænta að leikskólinn yrði látinn ganga fyrir í fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs, segir í bréfinu, en svo sé ekki. Þar virðist því miður ekki ríkja skilningur á mikilvægi málaflokksins. „Allar rannsóknir sem snúa að uppeldisskilyrðum barna sýna okkur hversu mikilvægt er að hlúa vel að fyrsta æviskeiði barna og það mun skila sér inn í framtíðina.“ Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Þetta segir í bréfi sem leikskólastjórar í Reykjavík sendu á borgarfulltrúa og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar 10. nóvember síðastliðinn. Í bréfinu eru gerðar verulegar athugasemdir við fregnir þess efnis að leikskólarnir í Reykjavík séu ofmannaðir sem nemur 75 starfsmönnum. Þá segir í bréfinu að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna og hlutfall fjárframlags borgarinnar til skóla- og frístundasviðs gagnrýnt. „Við hvetjum borgarstjórn til að sigla á önnur mið í sparnaðaraðgerðum. Það er sorglegt að enn og aftur er ráðist á grunnstoðirnar,“ segir í bréfinu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að óánægja leikskólastjóra í Reykjavík sé svo mikil að aðeins örfáir af 68 leikskólastjórum hafi mætt á samkomu sem skóla- og frístundasvið efndi til fyrir stjórnendur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva og félagsheimila til að þakka fyrir framgöngu þeirra í kórónuveirufaraldrinum. Flýja úr leikskólanum yfir í grunnskólann Í bréfinu segjast leikskólastjórnendur hafna þeirri skýringu borgarstjórnar að ofmönnun sé í leikskólunum vegna Covid-19. Í hagræðingaráætlun komi fram að segja þurfi þessum starfsmönnum upp en fyrir liggi að kennurum innan leikskólana hafi fækkað og séu um 20 prósent starfsmanna en 30 prósent áður. Þá hafi ekki tekist að manna allar stjórnendastöður. „Þetta misserið hafa óvenju margir leikskólastjórnendur óskað eftir starfslokasamningum, einnig hafa of margir leikskólastjórnendur sagt upp störfum þar sem þeir telja sig ekki lengur geta unnið við þær aðstæður sem starfseminni og þeim sjálfum er boðið upp á,“ segir í bréfinu. „Þannig að launakostnaður leikskólans ætti að lækka hratt.“ Þá er bent á að nú sé aðeins gefið út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara og vinnuaðstæður á leikskólunum standist ekki samanburð við vinnuaðstæður á öðrum skólastigum. Leikskólakennarar hafi valið að færa sig yfir í grunnskólann, þar sem starfsaðstæður séu betri og meiri virðing borin fyrir störfum þeirra. Leikskólastjórar gagnrýna harðlega að skóla- og frístundasvið og yfirstjórn þess fái úthlutað einum tíunda af þeirri fjárhæð sem rennur til leikskólanna, um 1,5 milljarði króna. Þar hafi engar kröfur verið uppi um uppsagnir en starfsmenn sviðsins séu 72. Í fjárhagsáætlun komi fram að kostnaður vegna ráðs og yfirstjórnar sé 1,3 milljarðar króna en miðlægir liðir 200 milljónir króna. „Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur 68 milljarða. Af þessari fjárhæð er 68 borgarreknum leikskólum, þar af eru þrír sameinaðir grunnskólum og frístundaheimilum, úthlutað 17 milljörðum, eða 25% af heildarfjármagni málaflokksins. Það eru 2.000 starfsmenn á leikskólum Reykjavíkur.“ Skólastjórnendur segja ráðhúsið skorta skilning á málefnum leikskólanna. „Vandi leikskólanna er því mikill“ Leikskólastjórar segja fjárhagslíkanið fyrir leikskólana lögnu úrelt og grunnstöðugildi hafi ekki verið fjármögnuð í tvö ár. Sérkennslan sé verulega vanfjármögnuð og launaáætlun leikskólans sömuleiðis. Einn milljarð vanti inn í fjárhagslíkan leikskólans miðað við hóflegan rekstur. Í bréfinu segir einnig að um 10 prósent af leikskólahúsnæðinu í borginni hafi verið lokað vegna viðhaldsleysis og heilsuspillandi aðstæðna. Þá hafi leikskólar verið fluttir úr einu heilsuspillandi húsnæði í annað. Húsnæði sem ekki var talið boðlegt fullorðnum hafi þótt boðlegt fyrir börn og starfsmenn leikskóla. „Vandi leikskólanna er því mikill. Þetta ástand er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að viðverutími barna er hvað lengstur á því skólastigi, þau dvelja þar allt árið um kring fyrir utan fjórar vikur, þegar skólinn er lokaður að sumri.“ Því hefði mátt vænta að leikskólinn yrði látinn ganga fyrir í fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs, segir í bréfinu, en svo sé ekki. Þar virðist því miður ekki ríkja skilningur á mikilvægi málaflokksins. „Allar rannsóknir sem snúa að uppeldisskilyrðum barna sýna okkur hversu mikilvægt er að hlúa vel að fyrsta æviskeiði barna og það mun skila sér inn í framtíðina.“
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira