Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 08:45 Heildareignir samstæðunnar námu í lok september 834 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 437 milljarðar Eigið fé var 396 milljarðar en þar af var hlutdeild meðeigenda 14 milljarðar. Vísir/Ragnar Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Samkvæmt áætlunum var ráðgert að hún yrði neikvæð um 1,6 milljarð. Þetta kemur fram í árshlutareikning borgarinnar fyrir tímabilið janúar - september 2022, sem afgreiddur var á fundi borgarráðs í gær. Tekjur A-hluta voru 344 milljónum krónum undir áætlun en rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum. Þá voru nettó fjármagnsgjöld 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samanlögð rekstarniðustaða A-hlut og B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki í eigu borgarinnar, var jákvæð um 6,7 milljarða króna. Það er 758 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum þakka matsbreytingum fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, sem námu 20,5 milljörðum eða 16 milljörðum meira en áætlanir sögðu til um. Verðbólga á tímabilinu var 7,8 prósent, sem hafði veruleg áhrif á fjármagnsgjöld, en þau voru 12,1 milljarði hærri en áætlað var. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að margt hafi sett svip sinn á uppgjörið. „Ýmislegt setur svip sinn á uppgjör borgarinnar. Bylgja nýs afbrigðis af COVID-19 í upphafi árs fól í sér tímabundið álag á rekstur, einkum á sviðum skóla og velferðar. Stríð í Úkraínu, auk kórónuveirunnar, hefur leitt til skorts á hrávöru og hægt á framleiðslulínum með miklum áhrifum á heimsmarkað og aukinni verðbólgu í okkar helstu viðskiptalöndum. Þá hefur Seðlabankinn, vegna hækkana á húsnæðismarkaði, hárrar verðbólgu og þenslu innanlands, verið í hækkunarferli stýrivaxta og allt hefur þetta áhrif.“ Þá segir að Reykjavíkurborg hafi brugðist við erfiðri stöðu með samdrætti í fjárfestingum en gert er ráð fyrir að þær verði 25 milljarðar króna í stað fyrirhugaðra 32,4 milljarða í árslok. „Ný fjárhagsáætlun fyrir árið 2023- 2027 gerir jafnframt ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum miðað við fyrri áætlanir ásamt hagræðingaraðgerðum. Þá hefur fjármálastefna borgarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu og efnahagslegu ytra umhverfi samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2023- 2027. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi sem miða að því að gera sveitarfélögum kleift að takast á við vanda kórónaveirunnar til skemmri og millilangs tíma með tilslökun í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fram til ársins 2025, sbr. lög nr. 22/2021.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samkvæmt áætlunum var ráðgert að hún yrði neikvæð um 1,6 milljarð. Þetta kemur fram í árshlutareikning borgarinnar fyrir tímabilið janúar - september 2022, sem afgreiddur var á fundi borgarráðs í gær. Tekjur A-hluta voru 344 milljónum krónum undir áætlun en rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum. Þá voru nettó fjármagnsgjöld 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samanlögð rekstarniðustaða A-hlut og B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki í eigu borgarinnar, var jákvæð um 6,7 milljarða króna. Það er 758 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum þakka matsbreytingum fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, sem námu 20,5 milljörðum eða 16 milljörðum meira en áætlanir sögðu til um. Verðbólga á tímabilinu var 7,8 prósent, sem hafði veruleg áhrif á fjármagnsgjöld, en þau voru 12,1 milljarði hærri en áætlað var. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að margt hafi sett svip sinn á uppgjörið. „Ýmislegt setur svip sinn á uppgjör borgarinnar. Bylgja nýs afbrigðis af COVID-19 í upphafi árs fól í sér tímabundið álag á rekstur, einkum á sviðum skóla og velferðar. Stríð í Úkraínu, auk kórónuveirunnar, hefur leitt til skorts á hrávöru og hægt á framleiðslulínum með miklum áhrifum á heimsmarkað og aukinni verðbólgu í okkar helstu viðskiptalöndum. Þá hefur Seðlabankinn, vegna hækkana á húsnæðismarkaði, hárrar verðbólgu og þenslu innanlands, verið í hækkunarferli stýrivaxta og allt hefur þetta áhrif.“ Þá segir að Reykjavíkurborg hafi brugðist við erfiðri stöðu með samdrætti í fjárfestingum en gert er ráð fyrir að þær verði 25 milljarðar króna í stað fyrirhugaðra 32,4 milljarða í árslok. „Ný fjárhagsáætlun fyrir árið 2023- 2027 gerir jafnframt ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum miðað við fyrri áætlanir ásamt hagræðingaraðgerðum. Þá hefur fjármálastefna borgarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu og efnahagslegu ytra umhverfi samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2023- 2027. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi sem miða að því að gera sveitarfélögum kleift að takast á við vanda kórónaveirunnar til skemmri og millilangs tíma með tilslökun í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fram til ársins 2025, sbr. lög nr. 22/2021.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira