Lykillínur í orkuskiptunum Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 2. desember 2022 08:30 Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Suðurnesjalína 2 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar