Upplifði spurningar hirðdömunnar sem ofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2022 15:56 Fulani ræddi málin í viðtali við BBC Radio og Good Morning Britain í morgun en hún sagði Hussey, sem er til hægri á myndinni ásamt Elísabetu heitinni, ítrekað hafa spurt út í hvaðan Fulani væri í raun og veru. Samsett/ITV/Getty Kona sem fyrrverandi hirðdama Elísabetar heitinnar Bretadrottningar spurði ítrekað hver uppruni hennar væri á viðburði í Buckingham höll í vikunni segist hafa upplifað atvikið sem ofbeldi og líkir samskiptunum við yfirheyrslu. Hirðdaman steig til hliðar í gær og konungsfjölskyldan segir málið óásættanlegt. Ngozi Fulani, yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space, ræddi málið í viðtali við BBC í morgun en greint var frá því í gær að Susan Hussey, sem starfaði sem hirðdama drottningarinnar og er guðmóðir Vilhjálms Bretaprins, hefði ítrekað spurt Fulani á viðburði í Buckingham höll á þriðjudag hvaðan hún væri. "I have to really question how this can really happen in a space that is supposed to protect women against all kinds of violence"Ngozi Fulani says how she was treated by an aide at Buckingham Palace was abusehttps://t.co/4enmzqAPaw | #R4Today pic.twitter.com/tAyXj52kaW— BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) December 1, 2022 Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC 'The question was asked about 7 or 8 times.'Lady Susan Hussey has quit after she allegedly repeatedly asked black domestic abuse campaigner Ngozi Fulani: 'What part of Africa are you from?'. pic.twitter.com/pCDctFjUqr— Good Morning Britain (@GMB) December 1, 2022 Hún útskýrði málið frekar í viðtali hjá Good Morning Britain á ITV að spurningar Hussey hafi verið á þá leið að hún hafi spurt hvaðan Hussey væri í raun og veru. Hún hafi spurt að því sjö eða átta sinnum og upplifði Fulani að Hussey væri að yfirheyra sig. Fulani birti þá skriftað samtal eftir minni þar sem sést að Hussey hafi ekki tekið við svari Fulani að hún væri frá Bretlandi og spurt meðal annars hvaðan í Afríku hún væri, hvaðan „hennar fólk“ kæmi og hvenær hún kom fyrst til Bretlands. Mixed feelings about yesterday's visit to Buckingham Palace. 10 mins after arriving, a member of staff, Lady SH, approached me, moved my hair to see my name badge. The conversation below took place. The rest of the event is a blur.Thanks @ManduReid & @SuzanneEJacob for support pic.twitter.com/OUbQKlabyq— Sistah Space (@Sistah_Space) November 30, 2022 Konungsfjölskyldan ekki haft samband þvert á fullyrðingar Talsmaður Vilhjálms Bretaprins sagði ummæli hinnar 83 ára Hussey óásættanleg og lét hún af störfum í gær. Buckingham höll sagði í kjölfarið í yfirlýsingu að málið væri litið mjög alvarlegum augum og tók undir með talsmanninum að ummælin væru óásættanleg. Þá væru þau búin að hafa samband við Fulani og boðið henni að ræða málið. Listening to Ngozi Fulani on @LBC now and she says Buckingham Palace has not contacted her or apologised to her.This statement is a lie. pic.twitter.com/veL0TRdE6P— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) November 30, 2022 Fulani sagði aftur á móti í viðtali í morgun að enginn frá höllinni hefði haft samband við hana vegna málsins en að hún myndi þiggja slíkt boð ef það bærist. Aðspurð um hvort að hún hefði frekar viljað afsökunarbeiðni í stað þess að Hussey segði af sér sagðist Fulani hafa viljað að atvikið hefði ekki átt sér stað. „Ég hefði frekar viljað að ég gæti farið á stað sem mér er boðið og það komið fram við mig eins og komið væri fram við alla aðra gesti. Ég hefði frekar viljað að við héldum fókusnum á ofbeldi gegn konum og stelpum,“ sagði Fulani. Ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan er sökuð um rasisma Margir hafa sakað konungsfjölskylduna um rasisma í tengslum við málið. Meðlimir konungsfjölskyldurnar þvertóku síðast fyrir það að vera rasískir í fyrra eftir viðtal Opruh við Meghan Markle og Harry prins þar sem Markle greindi frá því að meðlimur fjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum af húðlit sonar þeirra, Archie, sem var þá ófæddur. Í tilkynningu frá Buckingham-höll á sínum tíma kom fram að fullyrðing Markle hafi valdið „áhyggjum“ og að málið yrði tekið upp einslega í samtali við þau Harry og Meghan. Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ngozi Fulani, yfirmaður góðgerðarstofnunarinnar Sistah Space, ræddi málið í viðtali við BBC í morgun en greint var frá því í gær að Susan Hussey, sem starfaði sem hirðdama drottningarinnar og er guðmóðir Vilhjálms Bretaprins, hefði ítrekað spurt Fulani á viðburði í Buckingham höll á þriðjudag hvaðan hún væri. "I have to really question how this can really happen in a space that is supposed to protect women against all kinds of violence"Ngozi Fulani says how she was treated by an aide at Buckingham Palace was abusehttps://t.co/4enmzqAPaw | #R4Today pic.twitter.com/tAyXj52kaW— BBC Radio 4 Today (@BBCr4today) December 1, 2022 Að sögn Fulani gekk Hussey upp að henni á viðburðinum, sem var til að vekja athygli á heimilisofbeldi, og færði á henni hárið til að geta lesið á nafnspjald hennar. Það eitt og sér að sögn Fulani hafi verið yfir strikið en síðan hafi Hussey byrjað að spyrja hana út í uppruna hennar. „Ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt, það getur verið munnlegt og ég upplifði þetta sem ofbeldi. Og þegar þú kemur við hárið á mér eins og ég sé ekki einu sinni manneskja, þú getur bara gert það sem þú vilt og sagt það sem þú vilt, þá vil ég ekki vera í nærveru þinni,“ sagði Fulani í viðtali hjá BBC 'The question was asked about 7 or 8 times.'Lady Susan Hussey has quit after she allegedly repeatedly asked black domestic abuse campaigner Ngozi Fulani: 'What part of Africa are you from?'. pic.twitter.com/pCDctFjUqr— Good Morning Britain (@GMB) December 1, 2022 Hún útskýrði málið frekar í viðtali hjá Good Morning Britain á ITV að spurningar Hussey hafi verið á þá leið að hún hafi spurt hvaðan Hussey væri í raun og veru. Hún hafi spurt að því sjö eða átta sinnum og upplifði Fulani að Hussey væri að yfirheyra sig. Fulani birti þá skriftað samtal eftir minni þar sem sést að Hussey hafi ekki tekið við svari Fulani að hún væri frá Bretlandi og spurt meðal annars hvaðan í Afríku hún væri, hvaðan „hennar fólk“ kæmi og hvenær hún kom fyrst til Bretlands. Mixed feelings about yesterday's visit to Buckingham Palace. 10 mins after arriving, a member of staff, Lady SH, approached me, moved my hair to see my name badge. The conversation below took place. The rest of the event is a blur.Thanks @ManduReid & @SuzanneEJacob for support pic.twitter.com/OUbQKlabyq— Sistah Space (@Sistah_Space) November 30, 2022 Konungsfjölskyldan ekki haft samband þvert á fullyrðingar Talsmaður Vilhjálms Bretaprins sagði ummæli hinnar 83 ára Hussey óásættanleg og lét hún af störfum í gær. Buckingham höll sagði í kjölfarið í yfirlýsingu að málið væri litið mjög alvarlegum augum og tók undir með talsmanninum að ummælin væru óásættanleg. Þá væru þau búin að hafa samband við Fulani og boðið henni að ræða málið. Listening to Ngozi Fulani on @LBC now and she says Buckingham Palace has not contacted her or apologised to her.This statement is a lie. pic.twitter.com/veL0TRdE6P— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) November 30, 2022 Fulani sagði aftur á móti í viðtali í morgun að enginn frá höllinni hefði haft samband við hana vegna málsins en að hún myndi þiggja slíkt boð ef það bærist. Aðspurð um hvort að hún hefði frekar viljað afsökunarbeiðni í stað þess að Hussey segði af sér sagðist Fulani hafa viljað að atvikið hefði ekki átt sér stað. „Ég hefði frekar viljað að ég gæti farið á stað sem mér er boðið og það komið fram við mig eins og komið væri fram við alla aðra gesti. Ég hefði frekar viljað að við héldum fókusnum á ofbeldi gegn konum og stelpum,“ sagði Fulani. Ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan er sökuð um rasisma Margir hafa sakað konungsfjölskylduna um rasisma í tengslum við málið. Meðlimir konungsfjölskyldurnar þvertóku síðast fyrir það að vera rasískir í fyrra eftir viðtal Opruh við Meghan Markle og Harry prins þar sem Markle greindi frá því að meðlimur fjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum af húðlit sonar þeirra, Archie, sem var þá ófæddur. Í tilkynningu frá Buckingham-höll á sínum tíma kom fram að fullyrðing Markle hafi valdið „áhyggjum“ og að málið yrði tekið upp einslega í samtali við þau Harry og Meghan.
Bretland Kóngafólk Kynþáttafordómar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira