Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2022 09:01 Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fagna góðum sigri á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan. Handbolti Stórasta landið Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Línumaðurinn öflugi sagði frá upphafi atvinnumannaferilsins í öðrum þætti hlaðvarpsins Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Róbert hafði þá verið atvinnumaður í nokkur ár en það var í raun tilviljun háð að hann fékk sitt fyrsta tækifæri í atvinnumennsku. Hann fór nefnilega með konunni sinni til Danmerkur 2002 þegar hún nam læknisfræði þar í landi. „Á þessum tíma var ég mjög góður á Íslandi og kominn í landsliðshópinn en það var enginn að pæla í mér úti. Konan fór út í janúar/febrúar en ég kláraði tímabilið með Fram. Ég sagði við Frammarana að ég ætlaði fara út, sama hvað, og elta hana. Ég var ekki með neitt lið,“ sagði Róbert. Eina liðið sem sýndi honum áhuga var í Kaupmannahöfn en það kom ekki til greina þar sem fjölskyldan var í Árósum. Róbert endaði svo á því að hafa samband við AGF en Aron Kristjánsson, fyrrverandi samherji hans í landsliðinu og seinna landsliðsþjálfari, hjálpaði honum við leitina að liði. „Þeir sögðu að ég mætti alveg mæta en þeir þyrftu ekki á línumanni að halda; væru nýbúnir kaupa unglingalandsliðsmann og eina gamla hetju, Árósastrákur sem hafði verið í landsliðinu. Ég var uppfullur af sjálfstrausti og hugsaði að ég væri betri en allir þessir gæjar en vissi ekki hvernig þeir litu út.“ Róbert byrjaði að æfa með AGF og þeir buðu honum samning sem hann gat ekki hafnað eins og hann komst að orði. „Ástæðan var ekki upphæðin heldur því ég vildi ekki vera neins staðar annars staðar. Fyrsta tímabilið var ég bara með og fékk varla borgað,“ sagði Róbert sem tróð sér fram fyrir hina línumennina og varð einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Eftir sæmilegt fyrsta tímabil kom Erik Veje Rasmussen og tók við AGF. Hann hafði þá áður þjálfað Flensburg og gert liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. Róbert tekur skot í leiknum gegn Egyptalandi í Peking.vísir/vilhelm „Við vorum allir einhver „nobodies“. Enginn vissi hverjir við vorum. Á þriðja árinu áttum við svo frábært tímabil og fórum í úrslitaleik við Kolding sem var þá á svipuðum stað og Álaborg er núna. Róbert sló algjörlega í gegn og bætti meðal annars markamet dönsku deildarinnar. Það met stóð allt þar til Emil Jakobsen sló það í fyrra. „Það var frábært og æðislegt tímabil,“ sagði Róbert en samhliða þessu fékk hann meira að spila með landsliðinu og raðaði inn mörkum þar. Hlusta má á annan þátt Stórasta landsins í spilarnaum hér fyrir ofan.
Handbolti Stórasta landið Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira